Fréttablaðið - 17.10.2009, Side 94

Fréttablaðið - 17.10.2009, Side 94
66 17. október 2009 LAUGARDAGUR „Yrsa er kölluð drottning íslensku glæpasög- unnar. Ég vona að ég geti orðið prinsessan,“ segir Lilja Sigurðardóttir, sem gefur út sína fyrstu glæpasögu á næstunni. Hún nefn- ist Spor og er eina íslenska glæpasagan sem Bjartur gefur út fyrir þessi jól. Lilja var uppgötvuð eftir að hún sendi inn handrit að bókinni í samkeppni sem Bjartur stóð fyrir á síðasta ári þar sem leitað var að hinum íslenska Dan Brown. Hennar handrit þótti skara fram úr en taldist þó ekki nógu líkt þeirri formúlu sem Brown hefur notað í bókum sínum. „Auðvitað hefði verið gaman að vinna keppnina,“ segir Lilja, sem var engu síður ánægð með að fá útgáfusamning. „Þetta er ekki að öllu leyti hreinræktuð glæpasaga. Þótt plottið sé þannig byggt upp er þetta líka þroskasaga manns sem hefur varið lífi sínu dálítið illa. Þessi atburðarás sem hann lend- ir í verður til þess að hann fer að endurskoða marga aðra hluti í lífi sínu. Að því leyti er þetta saga í sögunni sem er kannski ekki í þessum hefðbundna glæpasagnastíl.“ Lilja segist vera mjög hrifin af Dan Brown eins og svo margir aðrir. Hún á þó enn eftir að lesa nýjustu söguna hans, Týnda táknið. „Ég er almennt mjög hrifin af glæpasögum og sögum sem skemmta fólki,“ segir hún. Engir glæpasagnahöfundar eru þó í mestu uppá- haldi hjá henni, heldur þeir Ernest Heming- way og Halldór Laxness. Lilja er menntaður uppeldisfræðingur en vinnur við vefumsjónarkerfi. Hún samdi Spor í frístundum sínum og hlakkar mikið til að sjá afraksturinn koma út úr prentsmiðju. Þýska útgáfufélagið Lübbe, sem gefur út Jón Hall Stefánsson, hefur þegar fengið handritið til yfirlestrar og virðist vera mjög spennt fyrir hinni nýju íslensku glæpasagnaprinsessu. - fb 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. tala, 6. borðaði, 8. tal, 9. háttur, 11. slá, 12. skaf, 14. vegahótel, 16. hvað, 17. þrí, 18. tímabils, 20. rykkorn, 21. geð. LÓÐRÉTT 1. líkamshluti, 3. hljóm, 4. avókadó, 5. hamfletta, 7. keppikefli, 10. æxlunarkorn, 13. sigað, 15. hljóð- færi, 16. rámur, 19. átt. LAUSN LÁRÉTT: 2. tólf, 6. át, 8. mál, 9. lag, 11. rá, 12. skrap, 14. mótel, 16. ha, 17. trí, 18. árs, 20. ar, 21. skap. LÓÐRÉTT: 1. háls, 3. óm, 4. lárpera, 5. flá, 7. takmark, 10. gró, 13. att, 15. líra, 16. hás, 19. sa. Blúshátíð Reykjavíkur er orðin meðlimur í hinum virtu banda- rísku samtökum The Blues Foundation sem standa á hverju ári fyrir alþjóðlegri hljómsveita- keppni. Til stendur að halda blús- keppni hér á landi og senda sig- urvegaranna á blúshátíð sem samtökin halda í janúar á hverju ári í Memphis. „Núna tengjumst við 165 blús- hátíðum og félögum víðs vegar að úr heiminum. Það eru milljónir manna í þessum samtökum,“ segir Halldór Bragason, skipuleggjandi Blúshátíðarinnar. Halldór er nýkominn heim frá Bandaríkjunum þar sem hann spilaði á einni þekktustu blús- hátíð heims í Helena í Arkansas ásamt hinum 96 ára Pinetop Perk- ins, sem spilaði einmitt í Reykja- vík í vor. Með þeim á sviðinu var Willie Big Eyes, sem hefur einnig komið hingað til lands, og þeir Bob Margolin og Bob Stroger. Allir hafa þeir getið sér gott orð fyrir að hafa spilað með goðsögninni Muddy Waters. „Það var rosalegur heiður að fá að gera þetta,“ segir Halldór. „Þetta eru yndislegustu tónleikar sem ég hef spilað á með Pinetop.“ Með Halldóri í för var Jóhann Vilhjálmsson úr Blúsfélagi Reykjavíkur. Ferðuðust þeir einn- ig til blúsborgarinnar Clarksdale í Mississippi og skoðuðu fæðingar- stað Muddy Waters. „Maður lifir á þessu í mörg ár,“ segir Jóhann um þessa miklu pílagrímsferð. - fb Tengjast virtum blússamtökum HALLDÓR BRAGASON Blúshátíð Reykja- víkur tengist nú blússamtökunum The Blues Foundation. LILJA SIGURÐARDÓTTIR Fyrsta bók Lilju, Spor, kemur út á næstu vikum. Hún vill verða prinsessa íslenskra glæpasagna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ný prinsessa glæpasagnannaEyþór ÁrnasonAldur: Ég er hundgamall. Fæddur 1954 og því orðinn 55 ára. Starf: Aðallega sviðsstjóri í sjón- varpi. Fjölskylda: Ég á konu og þrjú börn með henni. Foreldrar: Árni Bjarnason og Sólveig Árnadóttir. Þau eru fyrrverandi bændur og bjuggu að Uppsölum í Skagafirði. Búseta: Bý í Vesturbænum í Reykjavík. Stjörnumerki: Ljón. Eyþór Árnason fékk bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í vikunni fyrir fyrstu ljóðabók sína, Hundgá úr annarri sveit. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Haukum frá Hafnarfirði. 2 Níu þingmenn. 3 Skúli rafvirki. Nanna Rögnvaldardóttir gagn- rýnir aðferðir Jóhönnu Vigdísar Hjaltadóttur við eldun spaghett- ís í síðasta matreiðsluþætti henn- ar. Sjónvarpskokkurinn fagn- ar umræðunni. „Ég var ekkert hífandi brjáluð, síst af öllu út í Jóhönnu sem er ákaflega skemmti- leg kona og ég er mjög hrifin af því sem hún hefur gert,“ segir Nanna í samtali við Fréttablaðið en hún setti gagnrýni sína fram á bloggi sínu. Matargúrúrið Nanna, sem sjálf hefur gefið út fjölda mat- reiðslubóka, bætir því við að fólk hafi skipst í tvö horn í athuga- semdakerfi hennar, sumir hafi verið ákaflega hrifnir af því sem Jóhanna bauð upp á, aðrir ekki. Nanna gerir mestar athuga- semdir við hvernig Jóhanna sauð spagettíið. Og að hún skyldi brjóta spagettíið, slíkt brjóti nánast í bága við eðli þess. „Því það er bara ekki náttúrulegt að brjóta spag- hettí í tvennt. Sem sannast á því að ef maður tekur spaghettílengju, heldur um endana og beygir þar til hún brotnar, þá brotnar hún nánast aldrei í tvennt,“ útskýrir Nanna á bloggi sínu. Og svo er það hvernig Jóhanna sauð spagettíið. „Maður notar stóran pott með miklu vatni sem á að vera bullsjóðandi þegar pastað er sett út í. Ég endurtek: Bullsjóðandi,“ skrifar Nanna og skilur lítið í þeirri pælingu að kæla spagettíið líkt og Jóhanna gerði í þættinum. Jóhanna Vigdís er ánægð með að fólk skuli ræða sín á milli hvernig eigi að sjóða spagettí. Sú umræða sé í það minnsta skemmtileg. „Ég segi auðvitað bara frá því sem ég geri og hvað hefur gengið best hjá mér í gegnum tíðina.“ Jóhanna skilur að Nanna skuli ekki vera sátt við brotna spagettíið. „Það eru margir sem vilja alls ekki gera það en krökkunum mínum hefur geng- ið best með spagettíið þannig þótt auðvitað hafi ég líka soðið það án þess að brjóta það.“ Sjónvarpskonan bætir því við að upphaflega hugmyndin með þátt- unum hafi verið sú að gefa fólki hugmyndir og tækifæri til að prófa eitthvað nýtt. „Maður á ekki endilega að segja að eitt sé rétt og annað rangt. Fólk á að skipt- ast á skoðunum og ég hef fengið mikið af viðbrögðum. Það var til að mynda ungur strákur sem hafði samband og spurði hvað hann ætti að fá sér í morgunmat.“ Jóhanna segir það hafa komið sér á óvart hversu mikill áhuginn er á mat- reiðsluþættinum. „Ég hef skrif- að um mat í yfir tuttugu ár og hef alltaf sagt að maður á aldrei að loka á eitt eða neitt. Það geta allir tjáð sig um mat og það hafa lang- flestir gaman af því að borða.“ freyrgigja@frettabladid.is NANNA RÖGNVALDARDÓTTIR: SVONA GERIR MAÐUR BARA EKKI Matargúru ósátt við elda- mennsku sjónvarpskokks BROTIÐ EÐA ÓBROTIÐ, ÞAÐ ER SPURNINGIN Nanna Rögnvaldardóttir heldur því fram á blogg- síðu sinni að það sé ekki náttúrulegt að brjóta spagettí áður en það er soðið. Jóhanna Vígdís segir krökkunum sínum ganga betur að borða það ef það er brotið í tvennt. Þær eru ekki sammála um hvernig eigi að sjóða þenna vinsæla, ítalska mat. Mugison kom ekki fram á Iceland Airwaves-hátíðinni í ár, en hún fer nú fram í miðbæ Reykjavíkur. Aðdáendur kappans ættu þó ekki að örvænta því Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að hann komi fram í Reykjavík í kvöld. Hann ku hafa boðað komu sína á Kaffi- stofuna á Hverfisgötu 42 klukkan 19, á ljósmyndasýningu Harðar Sveinssonar. Hörður hefur boðið upp á tónleika frá því að sýningin hófst á miðvikudag og á hverju kvöldi hafa leynigest- ir mætt á svæðið. Hjartalaga auglýsingar um að einhver sé á leiðinni hafa birst í ýmsum miðlum undanfarið. Erfitt hefur verið að nálgast upplýsingar um hver sé á leiðinni og hvað sé að gerast, en heimildir Fréttablaðs- ins herma að erlendir aðilar ætli að halda partí í Reykjavík á miðviku- daginn. Fjölmörgum Íslendingum verður boðið, en staðsetningin er á huldu. Sömu heimildir herma að hluta af partígestunum verði boðið í ókeypis ferð á hitabeltiseyju. Vissulega furðulegt boð, en eftir því sem komist verður næst er skýring- in að hluta til sú að erlendir aðilar standi fyrir partíinu en ekki er vitað hvað þeim gengur til. Nicky Byrne og félagar í hljóm- sveitinni Westlife dvelja nú á Íslandi og verða hér við mynd- bandsupptökur næstu daga. Með- limir hljómsveitarinnar hafa aug- ljóslega ekki gert sér grein fyrir því að stærsta tónlistarhátíð landsins stendur nú yfir því þeir hafa ekki sett sig í samband við aðstandend- ur Iceland Airwaves. Uppselt er á hátíðina, sem nær hápunkti í kvöld þegar Páll Óskar kemur fram með Hjaltalín í Hafnarhúsinu, en það er spurning hvort þeir gætu reddað sér miðum ef þeir kærðu sig um það. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.