Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.10.2009, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 24.10.2009, Qupperneq 8
8 24. október 2009 LAUGARDAGUR PAKISTAN, AP Alls létu 24 lífið í þrem- ur hryðjuverkaárásum í Pakistan í gær. Fjöldi manns er slasaður. Blóðbað gærdagsins hófst í gær- morgun á því að sjálfsmorðssprengj- umaður á reiðhjóli drap sjö við varð- stöð á leið inn á herflugvallarsvæði í Norðvestur-Pakistan. Í hópnum voru tveir hermenn, en þrettán eru slasaðir. Þá banaði fjarstýrð sprengja sautján manns sem voru um borð í rútu á leið í brúðkaupsveislu í Moh- mand-héraði síðar um daginn. Meðal látinna í rútunni eru fjórar konur og þrjú börn, að sögn Zabits Khan, talsmanns staðaryfirvalda. „Svo virðist sem sprengjan hafi verið fjarstýrð og að ráðist hafi verið á rútuna fyrir mistök,“ segir hann í viðtali við fréttastofu AP. Að auki sprakk svo bílsprengja á bílastæði við afþreyingarmiðstöð í Peshawar, stærstu borg norðvestur- hluta landsins. Þar slösuðust fimmt- án, en enginn lét lífið. Árásir herskárra hópa í landinu í mánuðinum hafa að sögn frétta- stofu AP haldist í hendur við áhlaup á sveitir talibana og liðsmanna al- Kaída nærri landamærunum við Afganistan. Alls hafa um 200 manns látist í árásum í Pakistan í mánuðinum, en það sem af er október hafa verið gerðar að minnsta kosti níu stærri árásir. Flestar hafa þær beinst að lögreglu eða skotmörkum tengdum hernaði. - óká SLASAÐIR EFTIR ÁRÁS Aðstandendur huga hér að slösuðum ættingjum eftir að þeir höfðu fengið fyrstu hjálp vegna meiðsla þegar bíll sprakk á bílastæði í Peshawar í Pakistan í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ein þriggja árása í Pakistan í gær beindist fyrir mistök að rútu brúðkaupsgesta: Tuttugu og fjórir létust í sprengjuárás Sprengja á bílastæði Afganistan Indland Arabíuhaf HEIMILD: ESRI/AP Pakistan Íslamabad Kamra Peshawar Sprengja nærri herstöð 668 kr.á mánuði Vefhysing_ Pantaðu núna á www.1984.is ISLENSK VEFHYSING = MEIRI HRADI >> MEIRA ÖRYGGI >> MUN ODYRARI Sími 546 1984 ::: info@1984.is * M .v . 1 5 0 þ ú su n d k r. in n le n d a ve rs lu n á m án u ð i, þ .a . 1 /3 h já s am st ar fs að ilu m . / S já n án ar á w w w .a u ka kr on u r.i s. 2 flugsæti á ári fyrir Aukakrónur Þú getur flogið út í heim og til baka aftur einu sinni á ári með Iceland Express fyrir Aukakrónurnar sem safnast þegar þú notar A-kortið þitt – eða eitthvað annað sem þig langar í hjá samstarfsaðilum Aukakróna. * AUKAKRÓNUR | landsbankinn.is | 410 4000 Sæktu um A-kort á www.aukakronur.is N B I h f. (L an d sb an ki n n ), k t. 4 71 0 0 8 -2 0 8 0 . E N N E M M / S ÍA / N M 3 9 3 18 ÁRÁSIR Í PAKISTAN TOLLAMÁL Tollgæslan hefur tekið á annað þúsund kannabisfræja sem reynt var að smygla til landsins á fyrstu níu mánuðum ársins. Segja má að um sprengingu sé að ræða, því allt árið í fyrra voru tekin 390 stykki. Þá tók tollgæslan á ellefta kíló af amfetamíni fyrstu níu mánuðina, en tók á sjöunda kíló allt árið í fyrra. Einnig hafa 105 vopn verið gerð upp- tæk það sem af er árinu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum tölum Tollstjóra yfir ólöglegan varning og fíkniefni sem tollgæslan hefur stöðvað á árinu. „Þetta er unnið í góðu samstarfi við lögregluyfirvöld, en lögregla rannsakar til dæmis öll fíkniefna- mál,“ segir Karen Bragadóttir, for- stöðumaður tollasviðs. Hún segir að sú þróun að tollgæsla hafi tekið umtalsvert meira af amfetamíni, en minna af kókaíni á árinu en allt árið í fyrra geti verið vísbending um að menn séu að leita í ódýrara efni. Amfetamínið sé að miklu leyti sent frá Hollandi og Danmörku. Hvað varðar margföldun á magni kannabisfræja sem tekið hefur verið í ár, miðað við 2008, segir Karen að líklegt sé að framleiðsla á kannabis sé að færast hingað til lands, eins og lögregla hafi bent á í kjölfar töku margra stórra kannabisverksmiðja. „Fræin sem tekin hafa verið hafa nær eingöngu verið í póstsending- um,“ segir hún. „Í tengslum við stór- aukið magn þeirra vekur athygli að lítið virðist vera reynt að smygla inn hassi og maríjúana. Þarna er klárlega samhengi í þróuninni.“ Mun færri vopn hafa verið hald- lögð í ár en í fyrra því þá voru þau 455 talsins á Keflavíkurflugvelli einum. Ekki liggja fyrir tölur á landsvísu frá 2008. „Þessi fækkun er talin að stórum hluta til komin af því að Íslending- ar hafa dregið svo mikið úr ferða- lögum,“ segir Karen. „Mikið af haldlögðum vopnum hefur komið í farangri fólks frá Spáni í gegnum tíðina, svo sem hnúajárn, fjaðurhníf- ar, loftbyssur, eggvopn, handjárn og fleira af því tagi.“ Magn stera sem tollgæsla hefur haldlagt hefur margfaldast á milli ára, eins og fram hefur komið. Þeir eru sendir frá Póllandi, Ung- verjalandi, Rúmeníu, Bretlandi og Taílandi. Karen undirstrikar mikilvægi góðrar samvinnu tollgæslunnar við meðal annars lögreglu, Lyfja- stofnun og Matvælastofnun, sem sé undirstaða góðs árangurs. jss@frettabladid.is Sprenging í smygli á kannabisfræjum Sprenging hefur orðið á árinu í magni kannabisfræja sem reynt hefur verið að smygla til landsins en tollgæsla stöðvað. Merki eru um að framleiðslan færist hingað til lands, segir yfirmaður tollasviðs. Magn amfetamíns hefur stóraukist. KANNABISFRÆ Aldrei meira magn tekið. VOPN Þessar byssur eru meðal þeirra vopna sem tollgæsla hefur lagt hald á. Einnig er mikið um fjaðurhnífa, hnúa- járn, loftbyssur, eggvopn og handjárn. Sterar 1. 45 0 m l. 7.1 04 m l. 7.1 04 m l. Vökvi Töflur 12 .3 64 s tk 79 .9 13 s tk 79 .9 13 s tk Fíkniefni 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 Amfet- amín Kókaín Gras 6. 71 7 10 .9 8 10 .9 8 5. 99 6 1. 09 8 1. 09 8 4. 02 3 9494 G rö m m Hass 101 gr. 210.486 gr. * 01.01.2009 - 01.10.2009 Haldlagðar tölur frá tollgæslunni 2008 2009* Kannabisfræ 1.053 390 KJARAMÁL Blaðamannafélag Íslands (BÍ) hefur vísað kjara- deilu við Samtök atvinnulífsins til Ríkissáttasemjara. Það er í fyrsta sinn í 25 ár sem slíkt ger- ist. Samningar hafa verið lausir í um ár, en viðræður hófust að nýju 16. september. Í tilkynningu frá félaginu segir að í kjölfar hrunsins hafi blaða- mannastéttin mátt búa við launa- lækkanir, uppsagnir og aukið vinnuálag. Félagið hafi gert kröfu um sambærilegar kjara- bætur og fengist hafi á almenn- um vinnumarkaði. Því hafi verið hafnað „þótt samið hafi verið við aðrar stéttir á fjölmiðlum um þessar hækkanir. Á sama tíma hefur komið fram að lækkun launa inni á vinnustöðum gangi ekki til baka.“ - kóp Blaðamannafélag Íslands: Vísar deilu til sáttasemjara SJÁVARÚTVEGUR Alvarleg staða er komin upp á meðal smábátasjó- manna og er rekstur margra báta að stöðvast. Stjórn Landssam- bands smábátaeigenda (LS) fund- aði með Jóni Bjarnasyni sjávar- útvegsráðherra í vikunni vegna þessa. Niðurskurður veiðiheimilda á ýsu og þurrð á leigumarkaðinum er mörgum ofviða. Því blasir fátt annað við en að stöðva veiðar og segja upp fólki, segir á vef sam- bandsins. Á fundinum kom fram gríðar- leg óánægja stjórnar LS með hversu lítið mætti veiða í lykil- tegundum en ráðherra sagði að kæmi til aukaúthlutunar yrði það ekki gert öðruvísi en í samráði við Hafrannsóknastofnunina. - shá LS fundar með ráðhera: Smábátamenn í miklum vanda 1. Hvaða leikmaður, sem áður lék með FH, gekk til liðs við ÍBV? 2. Hversu hár er Sultan Kösen, hæsti maður í heimi? 3. Hvaða ástsæli leikari lenti í bílveltu skammt frá Borgar- fjarðarbrúnni? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 70 VEISTU SVARIÐ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.