Fréttablaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 18
18 24. október 2009 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Jóhann Tómasson skrifar um samfélags- mál Þegar ég var ungur, höfðum við, sem vild- um verða alvöru lækn- ar, áhuga á að komast að hjá góðum læknum. Eftir- sóknarverðar fyrirmyndir voru þeir, sem þóttu góðir klínik er- ar og hagleiksmenn. Þar var ég lánsmaður í meira lagi. Auk merkra lækna, sem ég naut handleiðslu hjá, átti ég einstakan tengdaföður. Hann var ekki einasta mikill lækn- ir. Hann var einstakur maður, sem bar af öðrum í fágun og siðfestu. Á honum sannaðist, að einungis góður maður verður góður læknir. Hann var alla ævi að hugleiða og skrifa. Um hag alþýðu og heilbrigðismál. Aldrei um eigin hagsmuni, enda notaði hann ekki orðið ég í skrif- um sínum. Mér til nokkurrar gremju vildi hann hugsa gagnagrunnsmálið árið 1998 rækilega, áður en hann tjáði sig um það við mig. Vinstri sinn- aður eins og hann alla tíð var sá hann auðvitað strax, að þarna var kommúnismi á ferð. Ein sjúkra- skrá fyrir hvern einstakling var hugmynd, sem hann hafði lengi hugleitt. Þegar hann síðar átt- aði sig á því, að áhættufjárfestar stóðu á bak við hugmyndina, kvað hann strax upp úr með það, að ekki myndu þeir lengi bíða fjár síns. Það kom enda á daginn. Ári síðar, 1999, færði Davíð Oddsson þeim sex milljarða króna úr ríkisbönkunum á silfurfati. Þar með hófst viti firrtur slagur Íslend- inga um gráu hlutabréfin í deCode. Og græðgisfjandi nýfrjálshyggjunnar varð endanlega laus í íslenzku þjóðfélagi. Hinn 10. janúar 2004 birtist síðasta grein Guð- mundar Helga Þórðar- sonar læknis í Morgun- blaðinu, en þá var hann áttræður, þorrinn af kröftum vegna alvarlegra veikinda. Greinin heitir „Um gróðafíkn“. Þar fjallar hann um ofurlaunamenn- ina og segir síðan: „Ef spurt er um rök fyrir því að greiða mönnum svo hátt kaup, er því oftast svarað til, að þessir menn beri svo þunga ábyrgð og þess vegna þurfi að greiða svona hátt kaup. Þessi kenn- ing um ábyrgðartilfinningu ofur- launamanna hefur beðið nokkurn hnekki upp á síðkastið af ýmsum ástæðum, bæði hér á landi og út um heim. Kemur þar til, að ofurlauna- mennirnir hafa ekki reynzt eins ábyrgir og við var búizt; æ fleiri úr þeirra hópi lenda í klandri vegna fjármálamisferlis, svo að segja má að hinn frjálsi markaður logi allur í slíkum málum.“ Hér sönnuðust enn einu sinni orð írska skáldsins og heimspekingsins Iris Murdoch: „Það er eins með sið- gæðið og gimsteininn. Flestir depla auga og hraða sér fram hjá. Þannig hefur margt lífið og listaverk- ið farið forgörðum.“ Svanasöngur tengdaföður míns mun glitra eins og gull á fjóshaugi langt fram á veg. Höfundur er læknir. Gull á fjóshaugi UMRÆÐAN Sjöfn Þórðardóttir skrifar um vímuefna- vikuna Vika 43 – vímuvarnar-vikan beinir nú sjón- um að kannabisneyslu. Foreldrar fá þau skilaboð frá sérfræðingum í vímu- vörnum að hægt sé að tala um kannabis sem vímu- efni unga fólksins og mikilvægt sé að leggjast í forvarnir til að bjarga komandi kynslóðum. Við foreldrar megum ekki sofna á verðinum og mikilvægt er að foreldrar þekki þau einkenni sem koma fram hjá unglingum sem eru að byrja að neyta ólöglegra kanna- bisefna. Unga fólkið þarf á stuðn- ingi okkar að halda svo það hefji ekki neysluna og mikilvægt er að grípa fljótt inn í ef börn eru að leið- ast út í neyslu. Sérstaklega þarf að beina sjónum að 16 til 18 ára ungl- ingum í framhaldsskólum. Niður- stöður rannsókna sem hafa verið gerðar hér á landi á líðan og högum ungmenna sýna fram á að eftirlit foreldra, stuðningur þeirra, magn tíma sem varið er með börnunum, tengsl foreldra við aðra foreldra og vini ungmennanna dragi úr líkum á vímuefnaneyslu og auki líkur á góðum námsárangri. Samstarf foreldra í framhalds- skólum hefur tekið á sig nýja mynd síðan ný menntastefna leit dags- ins ljós og menntalög tóku gildi í júní 2008. Þar er gert ráð fyrir foreldraráðum í framhaldsskólum og þar starfa nú sérstakir forvarn- arfulltrúar. Samstarfið þarf öðru fremur að einkennast af gagn- kvæmri upplýsingamiðlun og er það því fagnaðarefni að foreldr- ar fái send vefrit eins og Verzlun- arskólinn hefur gert undanfarið. Verzlunarskólinn sýnir með þeim hætti frumkvæði og leggur áherslu á gott upplýsingastreymi til for- eldra og forráðamanna nemenda sinna. Slíkt framtak er til fyrir- myndar fyrir alla framhaldsskóla landsins. Það er einmitt á fyrstu árum í framhaldsskóla sem hætta er á að foreldrar gefi eftir eða missi tökin á börnum sínum, sérstaklega þegar horft er til niðurstaðna kannana sem gerðar hafa verið á neysluvenjum 16 til 18 ára unglinga hvað varðar áfengisdrykkju og neyslu kannabisefna. Með virkri og markvissri þátt- töku foreldra í framhalds- skólastarfinu felast sókn- arfæri fyrir foreldra til að hafa áhrif á almenna stefnumótun í skólamálum, þar á meðal forvarnarmálum. Hlutverk foreldraráða í fram- haldsskólum er meðal annars að styðja við skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda og efla samstarf foreldra og forráðamanna ólögráða nemenda í samstarfi við skólann. Með samstarfinu er hægt að halda uppi öflugu og góðu for- varnarstarfi og hvetja foreldra til að sýna samstöðu og halda ekki eftirlitslaus samkvæmi, leyfa ekki áfengi fyrir viðburði á vegum skól- ans í heimahúsi og í samkvæm- um fyrir skólaböll, svo dæmi séu tekin. Æskan leggur grunninn að fram- tíð hvers einstaklings. Þá mótast mikilvægar forsendur lífssýnar, þroska og heilbrigði síðar á ævinni. Líkt og máltækið segir, lengi býr að fyrstu gerð. Ungt fólk er veikara fyrir neyslu vímuefna en fullorðn- ir og rannsóknir sýna að því seinna sem ungt fólk hefur neyslu áfeng- is og tóbaks því minni líkur eru á að það leiðist út í neyslu vímuefna, hætti í skóla eða lendi í öðrum erfið- leikum. Við vitum að börn og ung- menni eru berskjölduð fyrir áróðri um neyslu áfengis og annarra vímuefna. Með öflugu foreldrasam- starfi, samstarfi við skólayfirvöld, nemendafélög, fræðslu, upplýsinga- starfi og hvatningu til heilbrigðra lífshátta er hægt að sporna gegn vímuefnaneyslu ungmenna. For- eldrar eru auðlind í skólastarfi og með því að taka þátt þá verndum við það dýrmætasta sem við eigum, börnin okkar. Höfundur er formaður Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra. Samstarf foreldra og skóla skilar árangri Íþyngja stjórnvöld hand- höfum aukinna ökuréttinda? UMRÆÐAN Jón Halldór Guðmunds- son skrifar um aukin öku- réttindi Á liðnu sumri hefur enn eitt metið verið slegið í fjölda erlendra ferðamanna til Íslands, hvort sem er fljúgandi eða í ört fjölgandi komum skemmtiferðaskipa. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra ferðamanna sem koma til landsins ferðast með hópferðabifreiðum. Ört fjölgandi ferðamenn kalla á fjölgun í hópbifreiðaflot- anum, sem kallar á umtalsverða endurnýjun þeirra sem hafa réttindi til að aka slíkum öku- tækjum. Á undanförnum árum hefur nám til aukinna ökuréttinda hækkað gríðarlega mikið, sem verður til þess að einstaklingar leggja ekki út í þann kostnað að afla sér þessara rétt- inda til þess eins að sinna akstri slíkra öku- tækja í aukavinnu eins og tíðkast hefur í ára- tugi. En eins og allir vita er mesti annatími ferðamannaiðnaðarins yfir hásumarið, sem hefur það í för með sér að gríðarlegur fjöldi hlutastarfa skapast í kringum þennan iðnað. Mikið er um að háskólastúdentar sæki í þessi störf ásamt öðrum sem nýta sumar fríið sitt til að afla auka tekna. Hluta þessarar hækkunar má rekja til þess að hið opinbera hefur lagt auknar álögur á ýmsa hluta námsins með því að innleiða blindandi tilskipanir frá Evrópusambandinu án þess að nýta sér þær undanþágur sem er að finna í tilskipununum sjálfum. Á síðustu misserum hafa stjórnvöld talað fögrum orðum um fjölgun ferðamanna og að ferðamannaiðnaðurinn muni skila auknum gjaldeyristekjum í ríkissjóð. Með setningu reglugerðar nr. 760/2006 um breytingu á reglugerð nr. 501/1997 um ökuskírteini eru stjórnvöld að innleiða enn eina tilskipunina frá Evrópusambandinu þar sem kveðið er á um grunnþjálfun og reglu- bundna þjálfun ökumanna tiltekinna ökutækja til vöru- eða farþegaflutninga. Í þessari til- skipun er kveðið á um að þeir sem hafi gild ökuréttindi í flokki D til D1 (farþegaflutninga) og C til C1 (vöruflutninga) þurfi að sækja endur menntun sem fer fram á 35 stunda nám- skeiði á fimm ára fresti til að viðhalda atvinnu- réttindum sínum. Endurmenntun þessi skal fara fram á vegum ökuskóla sem hefur starfs- leyfi til að annast slíka endurmenntun. Í 11. lið inngangs tilskipunarinnar er kveðið á um „að þessi tilskipun skuli ekki hafa áhrif á réttindi ökumanns sem er handhafi ökuskírteinis, sem er nauðsynlegt til að stunda akstursstarfsemi, fyrir þann dag sem mælt er fyrir um til að fá starfshæfisvottorð sem vottar grunnþjálfun hans eða reglubundna þjálfun“. Í öllum hóp- ferða- og vöruflutningabifreiðum eru ökuritar og eru þeir allra nýjustu þannig að viðkomandi ökumaður þarf sérstakt ökuritakort með inn- byggðum örgjörva sem ber að endurnýja á fimm ára fresti. Hingað til hafa aukin ökuréttindi gilt í tíu ár en árið 2013 verður sú breyting á að gildistími þeirra verður styttur til samræmis við gildis- tíma ökuritakortsins og endurmenntunarinnar. Allt þetta hefur í för með sér umtalsverð útgjöld fyrir handhafa slíkra réttinda, sem verður til þess að þeir sem stundað hafa slíka aukavinnu munu hverfa frá þar sem sá kostn- aður sem viðkomandi þarf að leggja út í til að viðhalda atvinnuréttindum er slíkur að enginn ávinningur er lengur til staðar. Er það ætlun samgönguráðherra að drepa þessar stéttir eða ætlar hann að beita sér fyrir breytingum sem stuðla að eðlilegri endurnýjun í þessum starfsstéttum? Höfundur er viðskiptalögfræðingur og með M.A. í skattarétti. JÓN HALLDÓR GUÐMUNDSSON JÓHANN TÓMASSON SJÖFN ÞÓRÐARDÓTTIR Við erum góðir í að gera hlutina fljótt og vel og ódýrt – skoðaðu: www.max1.is Hafnarfjörður Dalshraun 5, sími 515 7190. Reykjavík Bíldshöfði 5a, Bíldshöfði 8, Jafnasel 6, Knarrarvogur 2, sími 515 7190. Akureyri Tryggvabraut 5, sími 462 2700. Skoðaðu max1.is Ný hraðþjónustaí Hafnarfirði Max1 Dalshrauni 5 Max1 opnar í dag nýja hraðþjónustu í Hafnarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.