Fréttablaðið - 24.10.2009, Side 38

Fréttablaðið - 24.10.2009, Side 38
2 matur ÍSBÚÐIN VIÐ LAUGALÆK NJÓTUM ÓHUGNAÐARINS Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar SKÝRINGAR Á UPPSKRIFTATÁKNUM: matur kemur út mánaðarlega með laugardagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Roald Eyvindsson og Sólveig Gísladóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Anton Brink Pennar: Karen Dögg Kjartansdóttir, Kjartan Guðmundsson og Vera Einarsdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is Á þeim fjórum mánuðum sem liðnir eru síðan Lóa Bjarna- dóttir opnaði Ísbúðina við Laugalæk að nýju hafa ýmsar breytingar og nýjungar litið dagsins ljós í búðinni. Meðal þeirra eru heitt kaffi frá Te og kaffi, kaffi/ísréttir og breyttur afgreiðslutími, en nú er búðin opnuð búðin klukk- an 7.30 á morgnana. „Þetta er eiginlega orðið hálfgert kaffihús,“ segir Lóa og hlær. „Hugmyndin er sú að árrisul- ir og kaffiþyrstir íbúar Laugarness og nágrennis geti snætt hér inni hjá okkur í hlýjunni.“ Lóa segir kaffi og ís passa vel saman. „Meðal nýjunga hjá mér er rétturinn affagato, sem þekkist til dæmis á ítölskum kaffihúsum, og samanstendur af vanillu og súkkulaði kúluís sem einum heitum espresso er hellt yfir. Þessi réttur er mjög einfaldur og góður. Svo bjóðum við líka upp á kaffisjeik sem er mjög vinsæll,“ segir hún. Ísbúðin hefur einnig hafið sölu á nýbökuðum, heima- gerðum vöfflum sem viðskiptavinir geta svo bragbætt með miklu úrvali af sælgæti, sósum og sírópi. Þá er holl- ustuhristing af ýmsu tagi einnig að finna á matseðlinum. Heitt á vel við í vetur 100 g hafragrjón 100 g hveiti 80 g púðursykur 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. kanill 120 g lint smjörlíki eða smjör sulta eða ber Öllu blandað saman, annað- hvort hnoðað með höndun- um eða sett í matvinnsluvél. 3/4 af deiginu þrýst í eldfast mót. Svo er sett sulta eða ber, til dæmis rabarbara-, bláberja- eða jarðarberjasulta, apríkós- umarmelaði og frosin hindber með smá agave-sýrópi. Það er bara um að gera að prófa sig áfram. Svo er restin af deiginu tætt yfir. Þetta er bakað í ca 25 mínútur við 170° C. Best volgt með þeyttum rjóma. Ef notuð eru ber er þetta líkara böku, þá má líka minnka hlutfall- ið af haframjöli og setja meira hveiti. Þetta er fljótlegt, tekur ekki nema 5 til 10 mínútur frá því maður byrjar þar til bakan er komin í ofninn. Þetta er líka hráefni sem flestir eiga. HJÓNABANDSSÆLA KÖTUMér finnst voða gaman að baka en ég er svoddan hamfara- kokkur, þoli eiginlega ekki að fara eftir uppskriftum. Ég vil bara slumpa og gera tilraunir hvort sem ég er að elda eða baka,“ segir Katrín Bessadóttir, ritstjóri vefritsins Smugunnar. „Það held ég að hún Benedikta sem kenndi mér eldússtörfin í Hússtjórnar- skólanum yrði ekki hrifin af tilburðunum,“ bætir hún því næst við glettnislega. Katrín segir að sér þyki tilraunir sínar þó yfirleitt heppnast vel, í það minnsta kvarti Helgi Seljan, tilvonandi eiginmað- ur hennar, ekki. „Ég held að flestir séu sammála um að ég sé afbragðs kokkur og bakari. Þó að ég sé harður jafnréttissinni þá hleypi ég Helga ekki oft í eldhúsið − nema þá til þess að vaska upp. Ég er svo viss um mitt eigið ágæti í eldhúsinu, hvort sem það er nú réttmætt eða ekki, að mér hrýs hugur yfir því að hann sé eitthvað að dandalast í kringum Kitchen-Aid vélina mína. Eða okkar,“ segir Katrín. - kdk Hjónabandsæla HAMFARAKOKKSINS Katrín Bessadóttir vill ekki að eiginmannsefnið komi nálægt Kitchen-Aid vélinni. Katrín, ritstjóri Smugunnar, segist afbragðs kokkur og bakari. Hún sé harður jafnréttissinni en hleypi eiginmannsefni sínu þó ekki oft í eldhúsið enda eigi hann ekkert með að vera að dandalast í kringum Kitchen-Aid hrærivélina. FR ÉT TA B LÐ IÐ /G VA Nammi namm! Þegar ég var yngri var mér ægilega uppsigað við hinar og þessar hátíðir. Valentínusardagurinn var eitur í mínum beinum og hrekkjavakan viðurstyggilegt uppátæki þeirra sem höfðu horft of mikið á bandarískar barnamyndir. Fólk sem afsakaði þessar uppákomur bar því oft við að þarna væru ekki endilega á ferð banda- rískir siðir heldur væri Valentínusardagurinn ættaður frá Ítalíu og hrekkjavakan keltnesk. „Gott og vel, uppruni þeirra er ef til vill þaðan en Íslendingar taka upp siðina frá Könum og þeir hafa svo haft áhrif á þróun hátíðarinnar í upprunalöndunum,“ sagði ég þá geðvonskulega og bætti við svei! En síðan hafa liðið mörg ár og ég skil bara engan veginn hvernig ég nennti að fetta fingur út í jafn skemmtilega hluti og hrekkjavöku. Hvers vegna ætti maður að væla yfir tækifæri til að kæta börnin sín og sjálfan sig eingöngu vegna þess að viðburðurinn kemur fyrir í bandarískum barnamyndum? Meira vælið í manni sí og æ. Þetta gefur manni líka gott tækifæri til að skoða öðruvísi matreiðsluhætti, uppskriftir og skreytingar. Hrekkjavakan er nú einmitt sú nótt sem skilin á milli heima verða þynnri eða hverfa og geta því ýmsar verur farið á milli aðeins þessa stund. Auk þess markar hún þáttaskil í náttúrunni, veturinn og myrkrið er að taka við og þá er tími til að kveikja á kertum og verjast óvættum. Er ekki tilvalið að nota þann tíma til að kynnast nýjum siðum til dæmis í eldhúsinu? Hvenær gefst annars tækifæri til að prófa að skera út grasker, eða setja upp draugaskraut, útbúa kræsing- ar með óhugnanlegu ívafi? Slíku hafa ekki aðeins börn gaman af held- ur líka fullorðnir. Það er líka alveg tilvalið að fagna skammdeginu og torráðnum leyndardómum sem kunna að leynast í skuggum þess svona rétt áður en sjálf hátíð ljóss og friðar gengur í garð í allri sinni fegurð. Leitum því uppi skemmtilegar bandarískar matreiðslubækur og síður á netinu og njótum þess að útbúa öðruvísi mat. Haganlega skreyttar múffur með hlaupormum, súkkulaðiköngulóm og vampírutönnum auk ófrýnilegra paddna úr lakkrís- reimum geta bæði glatt börn og fullorðna. Við getum svo útbúið litla sæta drauga með því að setja lakkrísaugu í sykurpúða og notað til skreytingar og átu. Möguleikarnir eru óendanlegir og hver öðrum skemmtilegri. Graskersréttir geta svo verið dásamlegir, einkum súpurnar. Sleppum fram af okkur beislinu og gerum skilin milli æsku og fullorðinsára óljós, úðum í okkur krásum, kveikjum á kertum og segjum draugasögur. Það er ekki eins og hægt sé að tapa einhverju á því en lík- lega er þetta skrambanum skemmtilegra. M Með-læti Hvunn- dags Hollt A Aðal-réttur Til hátíða- brigða Fugla- kjöt Kökur S Smá-réttir Sætindi BÓKAFORLAGI‹ BIFRÖST BÆKUR FYRIR BETRA LÍF Fæst í öllum betri bókabúðum • bokaforlagidbifrost@simnet.is Hefu r bre ytt líf i marg ra á mátt ugan hátt Láttu óski r þín ar verða að ve ruleik a

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.