Fréttablaðið - 24.10.2009, Side 43

Fréttablaðið - 24.10.2009, Side 43
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 „Í sumar komu til mín barnabörnin mín þær Jóhanna Steina Matthías- dóttir og Kristín Ingadóttir sem eru átta og níu ára gamlar. Þær langaði til að halda markað fyrir utan búðina mína,“ segir Fjóla Magnúsdóttir, eigandi Antíkhúss- ins á Skólavörðustíg. „Ég tíndi til einhverja smámuni og þar sátu þær og seldu fyrir níu þúsund krónur. Þá ákváðum við að setja peninginn inn á bankabók fyrir fátæku börnin í Tógó,“ segir Fjóla. Ástæðan var sú að Fjóla þekkir vel til Öldu Lóu Leifs dóttur sem starfrækir styrktarfélagið Sóley og félaga og vinnur með nunnu að nafni Victo til stuðnings sam- félagshjálp hennar í bænum Aneho í Tógó í Afríku. Stúlkurnar litlu héldu annan markað fyrir utan búð ömmu sinnar á Menningarnótt. „Þær sátu frá klukkan tvö um daginn og langt fram á kvöld og seldu fyrir 32 þúsund krónur,“ segir Fjóla stolt af stelpunum sínum. Nú ætla þær að bæta um betur og halda enn stærri markað í lausu húsnæði við hliðina á Antík húsinu í dag og á morgun. Það á vel við enda verður þá einnig árlegur Kjötsúpudagur á Skólavörðu- stígnum sem ávallt er haldinn í kringum vetrardaginn fyrsta. Á markaðnum verður ýmislegt á boðstólum. Þangað koma þeir sem standa að Sóleyju og félögum og selja vörur úr geymslum sínum og Fjóla leggur einnig til smámuni úr sinni verslun. En hvað á að gera fyrir pening- ana sem safnast? „Nú er verið að safna fyrir húsbyggingu handa börnunum í Tógó sem eru um sex- tíu talsins. Búið er að teikna húsið og fá lóð undir það og nú vantar bara fjármunina til að hefjast handa,“ útskýrir Fjóla og vonast eftir sem flestum á Skólavörðu- stíginn um helgina. Kjötsúpa verður í boði á fjórum stöðum á stígnum í dag. Einnig verða uppákomur við hinar ýmsu verslanir. Fjóla hefur fengið Mar- gréti Pálmadóttur og stúlknakór hennar til að syngja klukkan 13 og Böðvar Magnússon harmoníku- leikari spilar fyrir gesti og gang- andi klukkan 14 við Antíkhúsið. „Það hefur alltaf verið gríðar- leg stemning í götunni á fyrsta vetrardag. Fólk er að heilsa vetri, þakka fyrir gott sumar og gera sér glaðan dag með börnunum sínum,“ segir Fjóla. Markaðurinn stendur frá klukkan 12 til 17 bæði laugar- dag og sunnudag. solveig@frettabladid.is Amma og barnabörnin safna fyrir húsi í Tógó Fjóla Magnúsdóttir í Antíkhúsinu á Skólavörðustíg stendur ásamt tveimur barnabörnum sínum fyrir markaði í dag og á morgun. Ágóðinn rennur til styrktarfélagsins Sóleyjar og félaga sem styður við fátæk börn í Tógó. Fjóla og barnabörnin Jóhanna Steina og Kristín undirbúa markaðinn sem haldinn verður á Skólavörðustígnum á morgun og sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BREIÐHOLTSDAGAR standa fram á sunnudag. Breiðhyltingar gera sér glaðan dag með ýmsu móti en þar má helst nefna fjölmenningardagskrá í Gerðubergi á laugar dag og sunnudag frá 13 til 17. Yfirskrift dagskrárinnar er Litrík menning – gagnkvæm miðlun. www.gerduberg.is ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir UWAGA KIEROWCY Kurs na prawo jazdy kategorii C i CE dla Polaków rozpocznie sie 30pazdziernika o godz 18.00. Kurs bedzie tlumaczony na jezyk polski. Tel: 5670300 www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Örugg pökkun í þínum höndum - okkar sérgrein!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.