Fréttablaðið - 24.10.2009, Side 56

Fréttablaðið - 24.10.2009, Side 56
„Ég hef svo rosalega gaman af að fikra mig áfram í matargerð- inni,“ segir Guðrún Ögmundsdótt- ir, verkefnastjóri í menntamála- ráðuneytinu. Guðrún hefur nýlega hafið sölu á vörum sem hún fram- leiðir sjálf undir heitinu Matar- kveðja frá Guðrúnu Ögmunds. Guðrún hefur reynst sigursæl í ýmsum sultukeppnum síðustu ár og ákvað að taka áhugann alla leið. „Ég hafði samband við Matís sem benti á Matarsmiðjuna á Höfn í Hornafirði, sem styður þá sem vilja hefja smáframleiðslu mat- væla úr íslensku hráefni. Matar- smiðjan er besti vinur smáfram- leiðenda, gefur möguleika á að láta hlutina gerast og óskirnar ræt- ast. Þar framleiddi ég vörurnar og þarf brátt að heimsækja Höfn aftur þar sem salan gengur vel.“ Matarkveðjurnar samanstanda af sultuðum rófum frá Seljavöllum í Vatnajökulsþjóðgarði, sem Guð- rún segir til dæmis henta vel með lambakjöti, finnskættaðri tómat- sultu sem inniheldur meðal ann- ars lífrænt ræktaða tómata frá Engi, og rabarbarapaprikumauki, sem gott er að nota með osti, fiski og sem marineringu. Í nóv- ember koma svo á markað þrjár tegundir af chili-sultu. „Sulta er ekki bara sulta. Hana er hægt að nota á ótal vegu og fólk á að vera óhrætt við prófa sig áfram. Þess- ar vörur eru mjög bragðgóðar og sykur magnið í þeim er mjög lítið,“ segir Guðrún. Vörur Guðrúnar fást í Búrinu í Nóatúni, Melabúðinni, Frú Laugu við Laugalæk, Fylgifiskum og Ostabúðinni á Skólavörðustíg. - kg Ég nota spelt og lífrænt heil-hveiti til helminga, sem er góð blanda. Svo er þetta gerlaust sem er mikilvægast, enda margir með óþol fyrir því,“ segir Þórir Bergsson, kokkur á Grænum kosti, um leið og hann leyfir blaða- manni að lykta af ilmandi brauði beint úr ofninum. Brauðið er að hans sögn tiltölu- lega einfalt í gerð. „Það er svo fljótgert að fólk getur hæglega búið það til og haft með sér heitt í vinnu á virkum dögum. Nú eða hent því í ofninn og haft í morgun- mat um helgar,“ segir hann hress í bragði. Bætir við að gott sé að nota nóg af fræjum og leika sér með mismunandi tegundir. Með brauðinu segir hann ýmsar áleggstegundir koma til greina. „Heimlagað hummus er gott. Ég mæli með uppskrift sem er stútfull af tahini, það er sesam-mauki, og svo kjúklingabaunum. Fólk getur líka bætt við hana sesamfræjum ef það vill. Svo sting ég upp á pes- tói; þá annað hvort með basil eða sólþurrkuðum tómötum, en þeir hálfþurrkuðu eru mjög góðir.“ Þórir mælir með cashew-hnetum í stað furuhneta og eins að sleppa parmesanosti sem er oft hafður í pestó vilji menn spara. „Svo er um að gera að smakka þetta áður og bæta við sítrónusafa eða salti til að fullkomna útkomuna.“ - rve Beint úr ofninum Í brauðið fer spelt og lífrænt hveiti. Þórir mælir með heimalöguðu hummus ofan á brauðið, og þá uppskrift sem er upp- full af tahini og gott er að bæta sesamfræjum út í. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Pestó segir Þórir gott og tiltölulega einfalt að útbúa. BRAUÐ 2 dl heilhveitispelt 2 dl heilhveiti 1 dl fræ, til dæmis sólblómafræ, sesam- fræ, kókosmjöl. 1-2 tsk. salt 4 tsk. vínsteinsduft 300 ml AB mjólk 2 msk. olía um það bil 3-4 dl volgt vatn Öllum þurrefnunum blandað saman. AB mjólk, olíu og vatni bætt í. Hrært varlega með sleif. Deigið á að vera vel blautt, sett í form sem þakið er með smjörpappír. Látið deigið ná upp í miðjar hliðar. Ofn forhitaður í 175°C og bakað í 30-45 mín. PESTÓ, GRÆNT EÐA RAUTT 150 g cashew-hnetur, ristaðar í ofni 1 stk. sítróna, notið safann. 1-2 hvítlauksgeirar um það bil 200 ml ólívuolía 1-2 tsk. salt 1-2 búnt basil, ef búa á til grænt pestó eða 1 krukka sól- þurrkaðir tómatar, ef búa á til rautt pestó. Athugið að þá er gott að nota hálf sól- þurrkaða tómata. Setjið allt í matvinnslu- vél. Smakkið til með salti og sítrónu. HUMMUS 250 g soðnar kjúkl- ingabaunir 1 stk. hvítlauksgeiri 1 stk. chili, fræ- hreinsað um það bil 3 msk. hvítt tahini 1 msk. sítrónusafi. 2 msk. steinselja, hökkuð 50-100 ml olía. 1 tsk. salt 1/2 tsk. malað osta- kúmen 1/2 tsk. malað kórí- ander Setjið í matvinnsluvél og maukið þar til áferðin er orðin mjúk. Smakkið til með sítr- ónu og salti. HOLLT OG GOTT BRAUÐ, HUMMUS OG TVÆR GERÐIR AF PESTÓI Matarkveðjan fæst meðal annars í Búr- inu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MATARKVEÐJA FRÁ GUÐRÚNU M Þóri Bergssyni kokki finnst gott að fá sér gott og nýbakað brauð í morgunsárið. Hann lætur lesendum í té uppskrift að einu slíku ásamt þremur áleggstegundum. BÓKMENNTADAGSKRÁ UPPHEIMA Í NORRÆNA HÚSINU Í DAG KL. 16:00 ALLIR VELKOMNIR | AÐGANGUR ÓKEYPIS Tapio Koivukari frá Finnlandi les úr skáldsögunni Yfir hafið og í steininn sem kemur út þennan sama dag. Sigurður Karlsson kynnir þýðingu sína á Óþekktum hermanni eftir Veino Linna. Njörður P. Njarðvík les úr ljóðabókinni Hlustaðu á ljósið. Eyþór Árnason les úr bókinni Hundgá úr annarri sveit, sem hann nýverið hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir. Gyrðir Elíasson les úr ljóðabókinni Nokkur almenn orð um kulnun sólar. Böðvar Guðmundsson grípur niður í skáldsöguna Enn er morgunn sem kom út nú í vikunni. >> >> >> >> >> Uppheimar efna til bókmenntadagskrár í Norræna húsinu í dag, laugardag, þar sem kynntar verða nýjar bækur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.