Fréttablaðið - 24.10.2009, Síða 88
64 24. október 2009 LAUGARDAGUR
FÓTBOLTI Ísland mætir í dag Frakk-
landi í undankeppni HM 2011 en
leikurinn fer fram á hinum sögu-
fræga Stade de Gerland í Lyon,
heimavelli Olympique Lyonnais.
Leikið var á vellinum í úrslita-
keppni HM karla árið 1998 og því
er ljóst að Frakkar tjalda öllu til
fyrir þennan mikilvæga leik.
Íslenska liðið var nýkomið af
æfingu á vellinum þegar Frétta-
blaðið náði tali af Sigurði Ragnari
Eyjólfssyni landsliðsþjálfara.
„Þetta er mjög flottur völlur
og er búist við sex til tíu þúsund
áhorfendum. Veðrið er flott og við
erum afar spennt fyrir leiknum,“
sagði hann.
Þó hefur íslenski hópurinn orðið
fyrir einhverjum skakkaföllum.
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir og
Dóra Stefánsdóttir eru meiddar og
þá var Sara Björk Gunnarsdóttir
sett í einangrun á herbergi sínu á
hóteli íslenska liðsins eftir að hún
sýndi flensueinkenni.
„Ég er þó ekki búinn að afskrifa
hana fyrir leikinn. Við munum
meta ástandið þegar nær dregur
leiknum og sjá til þess að hún fái
bestu mögulegu umönnun þess á
milli,“ sagði Sigurður Ragnar.
Þess fyrir utan eiga þær Mar-
grét Lára Viðarsdóttir, Rakel
Hönnudóttir og Ólína Guðbjörg
Viðarsdóttir allar við smávægi-
leg meiðsli að stríða. „Þær eru
allar leikfærar en tóku því rólega
á æfingunni.“
Hann segir ljóst að höfuðáhersla
verði lögð á varnarleik í leiknum í
dag. „Við þurfum að spila öflugan
varnarleik og þess á milli að nýta
föst leikatriði vel og sækja hratt
á þær þegar tækifæri gefst til.
Aðalmálið er þó varnarleikurinn
enda erum við að spila við sterkan
andstæðing á erfiðum útivelli.“
Ísland mætti Frakklandi í
úrslitakeppni EM í Finnlandi í
sumar í eftirminnilegum leik.
„Við munum auðvitað vel eftir
þeim leik og það mun hvetja okkur
til dáða. Það var ekki mikið sem
skildi á milli liðanna en við feng-
um tvö ódýr víti á okkur. Við
viljum kvitta fyrir það.“
Aðeins liðið sem nær efsta
sæti riðilsins kemst áfram í
næstu umferð undankeppninn-
ar og því er ljóst að leikurinn er
afar mikilvægur. „Þetta er annar
tveggja úrslitaleikja okkar í riðl-
inum og við þurfum því á góðum
úrslitum að halda. Maður ætti
aldrei að taka því sem gefnu að við
vinnum veikari liðin í riðlinum en
þessi leikur er þó mikilvægari en
flestir aðrir.“ - esá
Ísland mætir Frakklandi ytra í mikilvægum leik í undankeppni HM 2011:
Annar tveggja úrslitaleikja okkar
LANDSLIÐSÞJÁLFARINN Sigurður Ragnar Eyjólfsson segir leikinn í dag skipta miklu
máli fyrir íslenska liðið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
FÓTBOLTI Pressan á sunnudag er á
Liverpool og Rafa Benitez, stjóra
liðsins. Það hefur tapað fjórum
leikum í röð, sem er versti árang-
ur þess í 22 ár. Tapi liðið fimmta
leiknum í röð á sunnudaginn verð-
ur það í fyrsta skipti í heil 56 ár
sem Liverpool tapar fimm leikjum
í röð.
Óhætt er að segja að ansi heitt
sé orðið undir Benitez og það munu
fleiri kasta eldivið á bálið tapist
leikurinn á sunnudag. Liverpool-
goðsögnin Kenny Dalglish, sem
var orðaður við stjórastarfið í ein-
hverjum miðlum, er einn af þeim
sem styðja Benitez.
Allir hafa trú á Rafa
„Allir yfirmenn í þessu félagi
hafa fulla trú á Rafa. Það er engin
spurning um það. Það vita allir hjá
þessu félagi að Rafa er rétti mað-
urinn til þess að koma félaginu í
gegnum þessa erfiðleika. Það er
enginn að fara á taugum hérna.
Það er mikilvægt að allir standi
þétt saman núna svo við komumst
í gegnum þetta,“ sagði Dalglish,
sem var áður leikmaður og stjóri
hjá félaginu.
„Auðvitað er ekki gott að tapa
fjórum leikjum í röð. Þetta er
slæmt og stuðningsmennirnir eru
jafn svekktir og allir starfsmenn
félagsins. Það eiga allir sök að máli
rétt eins og gott gengi er öllum að
þakka. Þess vegna verða menn að
standa saman núna.“
Stjörnurnar tæpar
Óvissa er um þátttöku lykilleik-
manna Liverpool, þeirra Fernando
Torres og Steven Gerrard, í leikn-
um en Benitez mun bíða fram á síð-
ustu stundu með að taka ákvörðun
um hvort þeir spili.
„Það má ekki gleyma því að við
lögðum United á Anfield í fyrra
þegar Gerrard lék aðeins í 20 mín-
útur og Torres var ekki með. Ef við
gátum það í fyrra, af hverju ættum
við ekki að geta það núna?“ spyr
Dalglish.
Menn hafa líka áhyggjur af
meiðslum hjá United. Ekki var orðið
ljóst í gær hvort Wayne Rooney
gæti spilað en hann hefur misst af
síðustu tveim leikjum liðsins. Einn-
ig er óvissa um Darren Fletcher,
sem er oftar en ekki afar drjúgur
í stóru leikjunum.
„Þetta er nágrannaslagur og
bæði lið geta alltaf unnið þessa
nágrannaslagi. Það hefur margoft
gerst og skrýtnir hlutir komið upp.
Ég er annars ekkert að velta mér
upp úr gengi andstæðinganna. Ég
er meira að hugsa um okkar leik.
Það er stöðugleiki hjá okkur sem er
mikilvægur,“ sagði Sir Alex Fergu-
son, stjóri Manchester United.
„Við mætum til leiks í ágætu
formi. Það er sjálfstraust í hópnum
en eins og ég segi er þetta nágrann-
aslagur þar sem allt getur gerst.“
Sir Alex er búinn að vera lengi
við stjórnvölinn hjá Manchester
United og hefur upplifað ýmislegt
í leikjum þessara erkifjenda.
„Það hefur lítið breyst á 23
árum og þetta er enn risaleikur
fyrir bæði lið og alltaf aðalleikur-
inn hvað mig snertir. Það er allt-
af erfitt að fara á Anfield. Þetta
er alltaf erfiður leikur fyrir bæði
lið og það verður engin breyting á
því að þessu sinni,“ sagði Sir Alex
Ferguson.
henry@frettabladid.is
Fer annar nagli í kistu Benitez?
Gríðarlega mikið er í húfi fyrir Liverpool og stjórann Rafa Benitez á sunnudag þegar liðið fær meistara
Manchester United í heimsókn. Liverpool hefur tapað fjórum leikjum í röð, er að missa af lestinni í
deildinni og það er orðið heitt undir stjóranum. Óvissa er um þátttöku lykilmanna beggja liða í leiknum.
FÁSÉÐ MISTÖK Nemanja Vidic gerir hér ein af fáum mistökum sínum síðasta vetur. Mistökin leiddu til þess að Fernando Torres
skoraði. Það er óvíst hvort hann fái að kljást við Fernando Torres aftur á morgun. NORDICPHOTOS/AFP
HANDBOLTI Guðmundur Guð-
mundsson landsliðsþjálfari valdi
í gær landsliðshópinn sem kemur
saman til æfinga hér á landi í lok
mánaðarins. Helst ber til tíðinda
að Ólafur Stefánsson, leikmaður
Rhein-Neckar Löwen, gefur kost
á sér á nýjan leik en hann hefur
verið í fríi frá landsliðinu síðan
á Ólympíuleikunum í Peking í
fyrra.
Alls eru ellefu leikmenn í hópn-
um sem voru í silfurliðinu fræga
á Ólympíuleikunum. Aðeins þrír
leikmenn í hópnum spila með
íslenskum liðum og koma þeir
allir úr Hafnarfirðinum – tveir
úr FH og einn úr Haukum.
Þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson
(GOG, Danmörku), Logi Geirs-
son (Lemgo, Þýskalandi) og Einar
Hólmgeirsson (Grosswallstadt,
Þýskalandi) eiga allir við meiðsli
að stríða en athygli vekur að
ekkert pláss virðist fyrir Rúnar
Kárason, leikmann Füchse Berl-
in, að þessu sinni. - esá
Landsliðshópurinn valinn:
Ólafur gaf kost
á sér á ný
AFTUR Í LANDSLIÐIÐ Ólafur Stefánsson
hefur ekki sagt sitt síðasta með íslenska
landsliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
LANDSLIÐSHÓPURINN
Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson Kadettten S.
Hreiðar Guðmundsson Emsdetten
Aðrir leikmenn:
Alexander Petersson Flensburg
Arnór Atlason FCK
Aron Pálmarsson Kiel
Bjarni Fritzson FH
Guðjón Valur Sigurðsson RH Löwen
Heiðmar Felixsson Lübbecke
Ingimundur Ingimundarson Minden
Ólafur Guðmundsson FH
Ólafur Stefánsson RH Löwen
Róbert Gunnarsson Gummersbach
Sigurbergur Sveinsson Haukum
Snorri Steinn Guðjónsson RH Löwen
Sturla Ásgeirsson Düsseldorf
Sverre Jakobsson Grosswallstadt
Vignir Svavarsson Lemgo
Þórir Ólafsson Lübbecke
FULLT AF
AUKAVIN
NINGUM
TÖLVULE
IKIR · DVD
MYNDIR
· PEPSI M
AX
OG MARG
T FLEIRA!
SENDU SM
S SKEYTIÐ
EST ZBL Á
N ÚMERIÐ 190
0
OG Þ Ú GÆT
IR UNNIÐ M
IÐA!
9. HVERVINNUR!
FRUMSÝN
D 23. OKT
ÓBER
Vinningar afhentir í ELKO Lindum. 149 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb.