Fréttablaðið - 24.10.2009, Qupperneq 94
70 24. október 2009 LAUGARDAGUR
„Hann tekur Björk, ég hef bara séð það á
netinu og það er alveg hryllilega fyndið,“
segir Bjarni Haukur Þórsson, skipuleggj-
andi fyrstu grínhátíðar Íslands, Reykjavik
Comedy Festival. Hátíðin verður í Loftkast-
alanum og hefst hinn 11. nóvember.
Meðal þeirra sem þar troða upp er Bret-
inn Phil Nichol sem bregður sér í allra
kvikinda líki og meðal þekktra persóna
hans er hin íslenska Björk Guðmundsdóttir.
Nichol er feykilega vinsæll í uppistands-
heiminum og hefur verið aðalgestur á
mörgum af stærstu uppistandshátíðum
heims. Meðal annarra erlendra gesta er
Björn Gustavsson sem Bjarni Haukur kýs
að lýsa sem strákabandsútgáfu af Pétri
Jóhanni. „Það er að segja, þeir eru örugg-
lega ámóta vinsælir í sínum heimalöndum
en stúlkurnar kikna í hnjánum þegar hann
birtist á sviðinu. Hann er reyndar ungur,
aðeins 22 ára,“ segir Bjarni en til gamans
má geta að Björn þessi er meðal gesta í
sjónarpsþætti Frímanns Gunnarssonar sem
fjallað hefur verið um á síðum blaðsins.
Fjöldi Íslendinga mun einnig troða upp á
hátðinni. Hinir síkátu og eldhressu Kaffi-
brúsakarlar dusta rykið af gamanmálum
sínum sem og Radíusbræðurnir Steinn
Ármann og Davíð Þór. Þá verða nýstirnin
í Mið-Íslandi einnig áberandi á hátíðinni,
sem og margar af fyndnustu konum lands-
ins; Helga Braga og Halldóra Geirharðs að
ógleymdri Ólafíu Hrönn.
Bjarni segir að jafnframt verði óreyndum
grínistum einnig gefið tækifæri á svo-
kölluðu „open mike“-kvöldi og svo verði
sérstakt „X-rated“-kvöld en þar verði allt
látið flakka. „Það verður svo sannarlega
ekki fyrir viðkvæma og móðgunargjarna.“
- fgg
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÁRÉTT
2. vín, 6. hæð, 8. dvelja, 9. kvk. nafn,
11. rás, 12. alkyrrð, 14. hljóðfæri, 16.
málmur, 17. dolla, 18. auð, 20. sjó,
21. formóðir.
LÓÐRÉTT
1. lita, 3. tveir eins, 4. snæleiftur, 5.
saur, 7. blóm, 10. keyra, 13. sár, 15.
slagæð, 16. svif, 19. tvö þúsund.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. must, 6. ás, 8. una, 9. lóa,
11. æð, 12. alkul, 14. banjó, 16. ál, 17.
dós, 18. tóm, 20. sæ, 21. amma.
LÓÐRÉTT: 1. mála, 3. uu, 4. snæljós,
5. tað, 7. sólblóm, 10. aka, 13. und,
15. ósæð, 16. áta, 19. mm.
PERSÓNAN
Samúel Kristjánsson,
forsvarsmaður Frostrósa.
Aldur: 28 ára.
Starf: Ég er framkvæmdastjóri.
Fjölskylda: Móðir mín heitir Svana
Samúelsdóttir og er gjaldkeri, og
faðir minn er Kristján Bjarndal Jóns-
son búnaðarráðunautur.
Búseta: Ég bý í Kópavogi.
Stjörnumerki: Tvíburi.
„Þetta verður gríðarlega spenn-
andi,“ segir Felix Bergsson, sem er
á leiðinni til Liverpool i nóvember
þar sem hann flytur einleik sinn
Yulelads í Unity-leikhúsinu. „Þetta
verða tvær sýningar í Liverpool í
mjög fínu leikhúsi þar.“
Einleikurinn, sem fjallar um
íslenska jólasiði, er hluti af NICE-
menningarhátíðinni þar sem leitast
er við að tengja saman menningu
Norðurlanda og norðvesturhluta
Englands. Í desember ætlar Felix
síðan í vikuferð til London þar sem
einleikurinn verður fluttur bæði
í leikhúsi og í skólum. Þetta verð-
ur í þriðja sinn sem Felix ferðast
með Yulelads til London en verk-
ið var frumsýnt þar í borg árið
2002. Hann segir að Bretar hafi
ávallt tekið sér vel. „Þetta eru svo
skemmtilegar sögur. Þeir hafa mik-
inn áhuga á því hvernig jólasiðirnir
okkar eru sprottnir út úr umhverf-
inu og þjóðsögunum. Þetta er okkar
menningararfur.“
Felix ætlar að nota tækifærið
að reyna að skella sér á fótbolta-
leik með Liverpool, enda forfallinn
aðdándi Rauða hersins, sem styrkir
einmitt NICE-hátíðina í ár. „Maður
tékkar á því. Ég var heppinn síð-
ast þegar ég fór út. Þá fékk ég leik í
Meistaradeildinni.“
Hátíðin verður haldin dagana 19.
nóvember til 3. desember og verður
einleikurinn fluttur 21. nóvember.
Fleiri Íslendingar verða á svæð-
inu því hljómsveitin Thin Jim and
the Castaways spilar í opnunarhófi
hennar auk þess sem kvikmyndin
Brúðguminn verður sýnd. Sömu-
leiðis verða heimildarmyndirnar
Steypa og Björk eftir þau Mark-
ús Þór Andrésson og Ragnheiði
Gestsdóttur sýndar. - fb
Til Englands með jólaleikrit
FELIX BERGSSON Felix er á leiðinni til
Liverpool í næsta mánuði þar sem hann
flytur einleik sinn Yulelads.
Bjarkareftirherma á íslenskri grínhátíð
BJARKAREFTIRHERMAN OG
SÆNSKA KYNTÁKNIÐ
Bjarni Haukur skipuleggur fyrstu grínhátíð Íslands,
Reykjavík Comedy Festival, en meðal þeirra sem
troða upp eru Bretinn Phil Nichol og hinn sænski
Björn Gustavsson.
Blaðamaðurinn Elín Albertsdóttir
sendir frá sér ævisögu Þórunnar
Jóhannsdóttur Ashkenazy, Íslenska
undrabarnið, fyrir jól. Þórunn var
undrabarn í píanóleik, en lagði
frama sinn á hilluna og giftist rúss-
neska píanósnillingnum Vla-
dímír Ashkenazy. Ásgeir
Tómasson, eiginmaður
Elínar, lék sama leik
fyrir nokkrum árum og
gaf út ævisögu
Rúnars Júlíus-
sonar – svo að
ævisögur eru
augljóslega
hjónunum
hugleikn-
ar.
Lögfræðingurinn Sveinn Andri
Sveinsson hefur verið einstaklega
áberandi í netheimum undafarið.
Stöðuuppfærslur hans á Facebook-
samskiptasíðunni hafa ratað í fréttir
og þá sérstaklega þegar hann tjáir
sig um málefni Morgunblaðsins. Á
dögunum kvað við nýjan tón
hjá Sveini, sem gantaðist
í ungri háskólastúdínu.
Hún sagðist á síðu
sinni vera að læra um
kynlíf í sálfræðitíma og
lögfræðingurinn
var snöggur
að skrifa
undir það
og spurði:
„Var það
ekki löngu
tímabært?“
Sigríður Margrét Oddsdóttir og
félagar á Skjáeinum safna áskrif-
endum í gríð og erg þessa dagana.
Þrátt fyrir að áskriftargjald stöðvar-
innar sé lægra en gengur og gerist
hefur fólk misjafna trú
á því að nógu margir
landsmenn fáist til
að borga áskrift. Sem
dæmi um það má
nefna að starfsmenn
Skjáseins eru með
veðmál sín á milli
um hversu lengi
stöðin muni
verða áskriftar-
stöð. - afb
FRÉTTIR AF FÓLKI
Dýri Kristjánsson hefur látið af
störfum sem framkvæmdastjóri
leikhópsins Vesturports vegna
verkefna á öðrum vettvangi og
við starfi hans tekur Gunnhild-
ur Helga Gunnarsdóttir. Eflaust
muna einhverjir eftir henni sem
stjórnanda stefnumótaþáttarins
Djúpu laugarinnar á Skjáeinum
fyrir þremur árum en síðan þá
hefur mikið vatn runnið til sjávar.
Gunnhildur hefur unnið að mestu
leyti á bakvið tjöldin. Hún var
meðal annars framkvæmdastjóri
kvikmyndarinnar Algjör Sveppi
og leitin að Villa og er að undir-
búa leikverk með Sverri Þór sem
væntanlega fer á fjalirnar í janúar.
Hún hefur jafnframt unnið með
Sverri við gerð þáttanna vinsælu
auk þess að hafa verið á mála hjá
framleiðsludeild Skjás eins og svo
True North.
Gunnhildur segir það hafa komið
sér á óvart þegar Gísli Örn kom að
máli við hana og bauð henni starf-
ið. „Við vorum að vinna saman við
tökur á Kóngavegi 7 og kynntumst
þar mjög vel enda er samstarf-
ið við svona bíómyndir ákaflega
náið. Gísli kom þegar tökurnar
voru að klárast og spurði hvort ég
vildi taka þetta verkefni að mér.“
Vesturportsfólkið hefur haft það
fyrir sið að geta varla verið kyrrt
á sama staðnum lengi en Gunnhild-
ur setur það ekki fyrir sig. „Nei,
ég held að það sé ekkert vesen að
vinna með þau. Þau eru hálfgerð-
ir frumkvöðlar sem gera minna
af því að tala og meira af því að
gera hlutina. Og það verður eflaust
skemmtilegt að vera hluti af svona
frjóum hópi.“
En það er ekki hægt að sleppa
Gunnhildi án þess að spyrja hana
út í Djúpu laugina sem hún stjórn-
aði um nokkurra mánaða skeið
með Idol-stjörnunni Helga Ara-
syni. Gunnhildur kveðst hafa tekið
þetta að sér vegna þess að hún
vildi vita hvernig það væri að vera
fyrir framan tjöldin en ekki á bak
við þau. „Mig langaði bara að prófa
eitthvað nýtt, þetta var ákveðin
áskorun fyrir mig. En síðan hefur
leiðin legið í hina áttina og ég kann
bara mjög vel við það.“
Gunnhildur er eldri systir leik-
konunnar Ísgerðar Elfu Gunnars-
dóttur og þær tvær hafa einu sinni
unnið saman. Þær framleiddu
Saumastofuna þrjátíu árum síðar
en Gunnhildur hefur aldrei leitt
hugann að því að reyna fyrir sér
sem leikkona. „Ég hef ofboðslega
gaman af þessu starfi og það geta
jú ekki allir verið leikarar.“
freyrgigja@frettabladid.is
GUNNHILDUR HELGA: NÝR FRAMKVÆMDASTJÓRI VESTURPORTS
Er best á bak við tjöldin
KREFJANDI STARF Gunnhildur gerir sér grein fyrir því að Vesturport er hópur sem á
erfitt með að vera kyrr á sama staðnum lengi en hlakkar mikið til að takast á við
framkvæmdastjórastöðuna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
HUMARSÚPA
SKÖTUSELUR
LÚÐUSNEIÐAR
LÚÐUFLÖK
HUMAR
AÐEINS 1.890 kr./kg.
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8.
1 Tryggvi Guðmundsson
2 2,47 metrar
3 Flosi Ólafsson