Fréttablaðið - 28.10.2009, Síða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
MIÐVIKUDAGUR
28. október 2009 — 255. tölublað — 9. árgangur
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
„Ég býst við að Los Angeles sé ein af þessum borgum sem fólk ann-aðhvort elskar eða hatar. Ég til-heyri fyrri hópnum, enda kunni ég mjög vel við mig í þessa þrjá
mánuði sem ég bjó þar,“ segir Sig-ríður Þóra Ásgeirsdóttir, skrifta hjá RÚV. Sigríður Þóra dvaldi í Los Angeles í þrjá mánuði síðast-liðið sumar þar sem hún stundaði meðal annars förðunar- og hár-greiðslunám við MUD, Make-Up Designory-skólann.Sigríður Þóra leigði íbúð með tveimur skólasystrum sínum í Norður-Hollywood. „Við urðumsvo miklar vi k
Sigríður Þóra segir mikinn tíma hafa farið í námið. „En þegar maður er í útlöndum býr
maður sér til tíma til að gera aðra skemmtilega hluti. Los Angeles er frekar mikil bílaborg og ég var heppin að því leyti að vinir mínir voru duglegir að sækja mig og keyra eða lána mér bíl til að ég gæti farið þangað sem mig lang-aði. Með þeim fór ég meðal ann-ars til Santa Monica og á Venice Beach, Malibu Beach, þar sem ég sá höfrunga stökkva um í sjónumog fleiri skemmtilega t
horni segir Sigríður Þóra svo ekki hafa verið. „Ég heyrði þó stund-um af þeim í hverfinu eða í þess-ari eða hinni búðinni sem ég hafði verið í stuttu áður eða seinna,“ segir hún og hlær. „Þó rakst ég
á einn, David Eigenberg, en hann leikur Steve, barnsföður Miröndu í Sex and the City. Ég lenti nú reyndar óvart á smá spjalli við hann og eiginkonu hans. Þau
höfðu komið til Íslands og spurðu mig mikið út í land og þjóð “Hú
Nóg að gera í Los Angeles
Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir skrifta eyddi síðasta sumri í Los Angeles þar sem hún stundaði nám í förðun
og hárgreiðslu. Þar eignaðist hún marga vini og leið svo vel að hún hyggst sækja borgina heim um jólin.
Sigríður Þóra rakst á fremur fáar lifandi stjörnur í Los Angeles en lét þó taka mynd af sér hjá stjörnu Star Trek-hetjunnar Williams
Shatner á Hollywood Walk of Fame.
FERÐAFÉLAGIÐ ÚTIVIST stendur fyrir Útivistar ræktinni nokkrum sinnum í viku. Á fimmtudaginn klukkan 18 er farið frá vesturenda göngubrúar innar yfir Kringlumýrarbraut og gengið vestur með Öskjuhlíð með ströndinni út undir Ægisíðu og sömu leið til baka. www.utivist.is
smur- bón og dekkjaþjónustasætúni 4 • sími 562 6066
BREMSUVIÐGERÐIRBREMSUKLOSSAR SPINDILKÚLURALLAR PERUR
HJÓLBARÐAÞJÓNUSTARAFGEYMAÞJÓNUSTAOLÍS SMURSTÖÐBÓN OG ÞVOTTUR
VEÐRIÐ Í DAG
SIGRÍÐUR ÞÓRA ÁSGEIRSDÓTTIR
Lærði förðun og hár-
greiðslu í Los Angeles
• á ferðinni
Í MIÐJU BLAÐSINS
Þurfti nýja
áskorun
Ólafur Stefánsson
er ánægður með
nýjan kafla á
ferli sínum hjá
Rhein-Neckar
Löwen.
ÍÞRÓTTIR 22
Hannar barnaföt
Hönnuðurinn Birta
Björnsdóttir í Júni-
form hannar kjóla
og peysur á litlar
stúlkur.
FÓLK 26
Konur sem kvikmynd
Framleiðslufyrirtækið Zik Zak
hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn
að skáldsögu Steinars Braga,
Konum.
FÓLK 26
Holtagörðum
512 6800
www.dorma.is
SÆNGURNAR
KOMNAR
AFTUR
Dúnsæng 140x200
Aðeins kr. 14.900,-
Dúnkoddi 50x70
Aðeins kr. 3.900,-
verndar viðkvæma húð
Leynist
þvottavél frá
í þínum
pakka?
Loksins
aftur
Opnum
eftir
3
daga
Hrunið breytti miklu
Þráinn Jóhannsson
skósmíðameistari
fagnar 25 ára
rekstrarafmæli Þráins
skóara um þessar
mundir.
TÍMAMÓT 16
SKÁLDSÖGUR
Umtöluð, heillandi og
eftirminnileg verk
Sérblað um skáldsögur
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
RIGNING Í dag verða austan 8-13
m/s, en 13-18 við suðurströndina
fyrir hádegi. Víða rigning einkum
suðaustanlands, en væta í flestum
landshlutum síðdegis. Hitinn verð-
ur á bilinu 2-8 stig, mildast syðst.
VEÐUR 4
2
2
5
7
5
EFNAHAGSMÁL Vísbendingar eru
um að bandarísku vogunarsjóð-
irnir sem veðjuðu gegn íslensku
bönkunum í fyrravor eignist
Íslandsbanka og Nýja Kaupþing
að mestu leyti.
Kröfuhafar Glitnis ákváðu að
taka 95 prósenta hlut í Glitni fyrir
hálfum mánuði. Um mánaðamótin
ræðst hversu stóran hlut kröfu-
hafar Kaupþings taka í nýja bank-
anum.
Vogunarsjóðirnir keyptu
skuldatryggingar Glitnis, Kaup-
þings og Landsbankans í fyrra-
vor með þeim afleiðingum að
vaxtakjör bankanna ruku upp,
og áttu þeir örðugt með fjár-
mögnun á erlendum mörkuðum.
Þá er grunur um að sjóðirnir hafi
tekið skortstöður gegn erlendum
fyrirtækjum sem þau íslensku
áttu hlut í. Við það jókst álagið á
íslensku fyrirtækin og keyrði það
hlutabréf þeirra niður.
Eftir fall bankanna fyrir ári
sóttu vogunarsjóðirnir í að kaupa
skuldabréf íslensku bankanna af
þýskum bönkum og evrópskum
fjármálafyrirtækjum. Evrópsku
fyrirtækin höfðu flest tapað háum
fjárhæðum eftir þrot íslensku
bankanna og höfðu litla löngun til
að eiga bréfin, hvað þá hlut í bönk-
unum. Að því leyti teljast vogunar-
sjóðirnir heppilegri eigendur.
Skuldabréf Glitnis og Kaup-
þings voru seld með allt að 98 pró-
senta afslætti eftir fall bankanna
í fyrra. Verðið hefur að minnsta
kosti fjórfaldast síðan þá og er
meiri hækkunar vænst.
Þeir sem Fréttablaðið hefur
rætt við segja vogunarsjóðina
hafa aflað sér mikillar þekkingar
á íslensku efnahagslífi eftir við-
skipti við Íslendinga um árabil.
Þá kunni þeir að sjá hagnaðarvon
í endurreisn íslenska efnahags-
lífsins, ekki síst eftir að verstu
eignirnar hafa verið hreinsaðar
úr bókum bankanna, þar á meðal
skuldir eignarhaldsfélaga.
Seðlabankinn sagði í fyrradag
skuldir eignarhaldsfélaganna
nema eitt þúsund milljörðum
króna. Kröfur á þau hafa verið
færðar niður í bókum bankanna.
Skilanefnd Glitnis býst í besta falli
við að tíu prósent skuldanna skili
sér. Árni Tómasson, formaður
skilanefndarinnar, staðfestir þetta
og segir allt eins líklegt að krafan
verði strikuð úr bókum bankans.
Ekki mun þó um afskrift lána að
ræða og kann því eitthvað að skila
sér í hús á endanum.
Mikil áhætta er sömuleiðis
falin í kröfum á rekstrarfélög,
sem mörg hver standa illa. Það
er helsti vandi bankanna í dag.
- jab
Vogunarsjóðir sjá tækifæri
í íslensku bönkunum á ný
Sjóðir sem högnuðust á falli íslenska efnahagslífsins eru meðal helstu kröfuhafa bankanna. Nýju bank arnir
verða hreinsaðir af lélegum kröfum. Þúsund milljarðar króna hafa því sem næst verið afskrifaðir.
DAGUR BANGSANNA Alþjóðlegur bangsadagur var á leikskólum í gær, á afmælisdegi Theodores Roosevelt, sem hugtakið „Teddy
Bear“ er kennt við. Haukur Leó Sigurðsson, Brynjar Þór Hlynsson og Soumya Sandip Shelke á Mánagarði voru alsæl með daginn.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
EFNAHAGSMÁL Fyrirtæki í sjávar-
útvegi hafa í miklum mæli fryst
höfuðstól gengistryggðra lána.
Fyrirtækin eru með 11,5 prósent
af heildarlánum íslenskra fyrir-
tækja og er nær eingöngu um
gengistryggð lán að ræða, eða 95
prósent. Alls hefur höfuðstóll 21
prósents útistandandi lána verið
frystur.
Þetta kemur fram í riti Seðla-
banka Íslands, Fjármálastöðug-
leiki 2009. Seðlabankinn nefnir
nokkrar mögulegar ástæður fyrir
þessari þróun. Lánastofnanir séu
viljugri til að frysta höfuðstól lána
sjávarútvegsfyrirtækja vegna
þess að þau séu talin lífvænlegri
en fyrirtæki í mörgum öðrum
atvinnugreinum. Eins að sjávar-
útvegurinn vilji geyma greiðslur
til að hámarka gjaldeyristekjur
og frysti lánin í von um hagstæða
gengisþróun.
Rúmlega helmingur gengis-
bundinna lána sjávarútvegsins
var tekinn í svissneskum frönk-
um og japönskum jenum. Mjög
lítill hluti útflutningstekna er í
þessum myntum og er þetta mis-
ræmi í samsetningu tekjuöflunar
og útlána talið geta valdið útveg-
inum erfiðleikum. - shá
Léttara fyrir sjávarútvegsfyrirtæki að semja um lán sín en aðrar atvinnugreinar:
Fimmtungur lána í frystingu
RÚSSLAND Rússneska vaxtarræktar-
sambandið hefur látið gera brjóst-
mynd af Vladimír Pútín sem
gefa á Arnold
Schwarzenegg-
er, ríkisstjóra
Kaliforníu.
Árið 1991
gaf samband-
ið Schwarzen-
egger styttu af
honum og þáver-
andi forseta
sambandsins.
Þegar forystu-
menn sambandsins komust að því
að Arnold safnaði styttum ákváðu
þeir að láta gera fyrir hann styttur
af sovétleiðtogunum Lenín og Stal-
ín. Fleiri leiðtogar fylgdu í kjölfar-
ið, og nú er komið að Pútín.
Talsmaður Pútíns segir hann
ekki samþykkan uppátækinu.
Hann vilji alls ekki að gert sé út á
persónulegar vinsældir hans. - sh
Eitt vöðvatröll gefið öðru:
Arnold fær
styttu af Pútín
STYTTAN AF PÚTÍN