Fréttablaðið - 28.10.2009, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 28.10.2009, Blaðsíða 14
14 28. október 2009 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 S á sem hefur vanið sig í langan tíma á eyðslu umfram efni á oft bágt með að breyta hegðun sinni. Hann er orðinn værukær og allir kringum hann eru orðnir góðu vanir. Menn kunna sér ekki hóf. Þannig er nú komið fyrir íslenska ríkinu, stjórnsýslunni, hinu opinbera, hvað sem við viljum kalla embættismannakerfið. Enda er úr vöndu að ráða þegar spara verður í kerfinu. Reynsla liðinna mánaða sýnir að þar er mönnum þægilegast að skera niður sjóðina, fækka verkefnum og draga úr fram- kvæmdum, frekar en hitt að ráðast í endurskipulagningu á skrifstofunum, skoða hvernig vinnuferlar eru, auka vinnu á þá sem skipta raunverulegu máli í afköstum, en láta hina fara sem eru gagnslitlir. Frumkvæðið að slíku kemur sjaldnast fram á gólfinu, nálægðin er of persónuleg, kerfið verndar sína í þögulli samstöðu. Var nokkur von til þess að fyrrverandi formaður BSRB gæti gengið fram í niðurskurði sem skipti máli í endur- skipulagningu á heilbrigðiskerfinu? Enda gafst hann upp með tylliástæðu og tryggði sér afsökun sem leit vel út. Rekstrarkostnaður hins opinbera, bæði sveitarfélaga, ráðu- neyta og undirstofnana, hefur þanist út ár eftir ár á síðustu og verstu tímum. Inn í kerfið er samningsbundin hemill sem torveldar niðurskurð á mannafla. Og umræða um takmörkun í rekstri hinna opinberu kerfa einkennist af mótsögnum: sagt er að stjórnsýslan hafi veikst á sama tíma og hún hefur stækkað í mannafla og kostnaður við hana aukist. Því er borið við að pól- itísk spilling eigi þátt í því, ráðningar skoðanabræðra, flokks- gæðinga, jafnvel ættingja sé almenn regla í hinum opinbera rekstri og um leið að rík afskipti hins kjörna framkvæmdavalds hafi dregið úr faglegum vinnubrögðum. Til hins opinbera velj- ist þeir til starfa sem eigi síður erindi á vettvang einkareksturs. Er stundum talað um verndaða vinnustaði í því sambandi. Á erfiðleikatímum er brýnt að ráðamenn hugi að sparnaði í rekstri opinberra eininga. Skorti ráðamenn til þess kjark verða kjósendur að heimta það. Og skiptir þá minnstu þótt fram komi ótti um skerta þjónustu. Sú röksemd að betra sé að hafa gagns- litla starfsmenn í vinnu en á atvinnuleysisskrá dugar ekki í þessari tíð. Þegar allur almenningur verður að spara við sig og taka á sig verulegar álögur er það siðferðilega rangt að halda úti kerfi sem hefur um árabil þanist út og skiptir þá litlu hvort það er skjól þeim sem hæfir að hygla og hafa rétt flokksskírteini. Auka þarf gegnsæi í opinberum ráðningum, falla frá endur- ráðningu án auglýsingar eftir fimm ára ráðningu og tryggja að kerfi ríkis, sveitarfélaga og stofnana búi við sífellt endurmat um aðferðir, mannahald og verkefnaskil. Við höfum næga reynslu frá liðinni öld um að kerfin búa yfir þeim sterkasta mætti að halda verndarhendi yfir þeim sem eru komnir inn og hólpnir, oftast til lífstíðar, á kostnað skattgreiðenda. Það verður að skera niður í mannahaldi. Hið opinbera þand- ist út og svo … PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR Um miðjan september batt kona ein sem starfaði hjá franska símafyrirtækinu France Télécom enda á sína ævidaga með því að stökkva út um glugga á skrifstofu sinni á fjórðu hæð í aðalstöðvum fyrirtækisins í París. Menn urðu mjög slegnir, ekki síst vegna þess að þetta var í tuttug- asta og þriðja skiptið á einu og hálfu ári sem einhver starfs maður þessa sama fyrirtækis fargaði sér, og fyrir utan þessa menn var vitað um þrettán aðra sem gert höfðu tilraun til slíks eða lagt hendur á sjálfa sig. Nýlega var t.d. sagt frá því að einn tæknimað- ur símafyrirtækisins í bænum Troyes hefði stungið sig hnífi í kviðinn á vinnustað, fyrir fram- an samstarfsmenn sína, en honum var bjargað. Lítill vafi lék á því að þessi sjálfsvígabylgja – sem virtist vera að aukast fremur en hitt, því að sjö af þessum tuttugu og þremur höfðu fargað sér á tveim- ur mánuðum, síðan um miðjan júlí – stóð í beinu sambandi við aðstæður á vinnustað. Það var alveg ljóst um níu þessara manna, og birti blaðið Le Parisien mynd af bréfi sem einn þeirra, arkitekt með þrjátíu ára starfsreynslu hjá fyrirtækinu, hafði skrifað. Þar mátti lesa: „Ég farga mér vegna starfsins hjá France Télécom. Það er eina ástæðan. Stöðug streita, ofþjökun í vinnu, engar leiðbein- ingar, öllu skipulagi fyrirtækisins riðlað, ógnarstjórn! Þetta hefur algerlega brotið mig niður. Það er betra að binda enda á þetta allt.“ Önnur sjálfsvíg virtust vera af svipuðu tagi, konan sem stökk út um gluggann var nýbúin að fá tilkynningu um að það ætti að „endur skipuleggja“ hennar deild, eina ferðina enn. Þeim sem höfðu fylgst vel með umræðum kom þetta ekki mikið á óvart. Í Frakklandi hefur mikið verið rætt um eina hlið frjáls- hyggjunnar, sem ég veit ekki hvort Íslendingar þekkja af eigin raun en hefur verið mjög á dag- skrá erlendis, og hún er sú að fara illa með starfsfólk, traðka á því á kerfisbundinn hátt og brjóta það niður. Síðan símafyrirtækið France Télécom var einkavætt árið 1996 hefur stöðugt verið að „endurskipuleggja“ það til að gera það „samkeppnishæft“ og auka gróðann. Stefnt var að því að fækka starfsmönnum mjög mikið, og þannig losaði fyrirtækið sig við fjörutíu þúsund þeirra á fáum árum en á fremur auðveld- an hátt, aðallega með því að setja menn á eftirlaun, stundum fyrir tíma. En það þótti ekki nóg, þess vegna var hrundið í framkvæmd áætlun sem nefnd var „Next“ – því að í nútímavæðingunni verður að skíra allt upp á engilsaxnesku – og miðaði að því að losa fyrir- tækið við tuttugu og tvö þúsund til viðbótar. En þeir sem sátu nú eftir voru yfirleitt ekki á þeim buxunum að hætta, og því var gripið til þeirra ráða að ofsækja menn og fara sem harkalegast með þá þangað til þeir gæfust upp og færu af sjálfsdáðum. Arkitekt- inn sagði t.d. sínum nánustu frá því að á hverjum morgni fengi hann nafnlausan tölvupóst þar sem hann var m.a. spurður hvort honum fyndist ekki kominn tími til að breyta um og gera eitthvað annað. Svo var það algengt að mönnum væri tilkynnt fyrirvara- laust að það ætti að leggja niður þeirra deild og þeir yrðu fluttir í aðra deild, en í öðrum bæ kannske 50 eða 100 km í burtu. Sífellt var verið að breyta, auka vinnuálagið meir og meir, færa menn til, skipta um yfirmenn o.þ.h. til að koma í veg fyrir að nokkur félags- leg tengsl mynduðust milli starfs- manna, hárra og lágra. Með þessu móti hefur yfirmönnum hins einkavædda fyrirtækis nú tekist að losna við þennan ákveðna fjölda, flestir sögðu upp eða voru reknir, en svo voru einstaka menn sem völdu aðra aðferð. Og þá er spurningin: hver verður „next“? Vitanlega hefur þessi stjórnunar tækni – sem er kennd í skólum og ber heitið „manage- ment“ – ekki aðeins þann tilgang að losna við menn, einnig er stefnt að því að gera þá sem eftir eru hrædda og öryggislausa, t.d. með því að láta þá aldrei vera lengi í sama starfinu innan um sömu félagana, til þess að þeir verði hlýðnir og undirgefnir og hægt sé að bjóða þeim hvað sem er, gera sífellt meiri kröfur til þeirra. Og á því er ekkert lát. Eftir að konan fargaði sér með því að stökkva út um gluggann sagði einn af yfirmönnum France Télécom að þetta væri afskaplega hörmulegur atburður, en þó yrði ekki gert hlé á „endurskipulagningunni“, eins og stéttarfélög höfðu farið fram á, fyrirtækið mætti ekki dragast aftur úr í „samkeppninni“. Kannske er rétt að nefna að það hefur ekki einungis verið samin „Svört bók kommúnismans“, einnig er til „Svört bók frjáls- hyggjunnar“, en á henni er sá galli að hún úreldist skjótt, í rauninni þyrfti stöðugt að bæta við hana. Áætlunin „Next“ EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Álag á vinnustað UMRÆÐAN Halldóra Kristjánsdóttir skrifar um vændi Hvað dettur ykkur helst í hug þegar hugtakið „þjónusta“ er nefnt? Öldrunarþjónusta, góð þjónusta á veitingastað, þjón- ustuver stórra fyrirtækja- og stofnana, eða …? Það er örugg- lega hægt að hugsa sér margs konar þjónustu sem bæta mætti við upptalning- una. En þegar t.d. þrælar vinna fyrir þrælahald- ara, stunda þrælarnir þá þjónustustörf? Er hægt að kaupa sér þrælaþjónustu? Í opinberri umræðu, bæði í fjölmiðlum og í stjórnsýsluplöggum, heyrist hugtakið „kynlífs- þjónusta“ sífellt oftar. Þetta hljómar eins og hver önnur sjálfsögð þjónusta! Rannsóknir sýna að þær konur sem stunda vændi á Norðurlöndunum, að Íslandi meðtöldu, eru í flestum tilfellum erlendar, komnar frá Austur-Evrópu eða utan Evrópu. Eins og glögglega hefur komið í ljós á undanförnum vikum er mjög líklegt að þær konur sem stunda vændi hér á landi séu fórnarlömb mansals. Mér finnst einhvernveginn skrýtið að líta á þessar konur sem þjónustuaðila og að kalla kaup á aðgangi að líkama þeirra kaup á „kynlífs- þjónustu“, eins og um sé að ræða kaup á einhverri sjálfsagðri og „hvítþveginni“ þjónustu. Það er eins og það sé verið að segja að vændi sé fyrir hendi vegna þess að það er einhver tilbúin til að veita þessa þjónustu, þegar reyndin er sú að ef engin eftirspurn eftir vændi væri fyrir hendi, væri sú „þjónusta“ heldur ekki fyrir hendi. Einhvernveginn tekst okkur alltaf að beina sjón- um að konum þegar kemur að umræðu um vændi, nauðganir eða annað kynferðislegt ofbeldi; hvað gætu konurnar gert öðruvísi eða hvernig þær hefðu átt að haga sér áður en að ofbeldismaðurinn lét til skarar skríða. Hvernig væri að við færum að beina sjónum okkar að þeim sem brjóta lögin, nefnilega að kaupendum vændis. Þeir eru ekki að kaupa sér þjónustu heldur eru þeir að kaupa í krafti valds síns aðgang að líkama kvenna sem hafa verið hnepptar í fjötra vegna efnahagslegs og kynbundins misréttis. Það þjónar engum til- gangi að læðast eins og köttur í kringum heitan graut; köllum hlutina það sem þeir eru í raun og veru. Tilvist vændis byggir á ójafnrétti kynjanna. Höfundur er framkvæmdastjóri Kvenréttindafélags Íslands. Um þjónustu HALLDÓRA TRAUSTADÓTTIR Óperunjósnarinn DV greindi frá því í gær að Ríkis- endurskoðun rannsakar nú meint misferli innan Varnarmálastofnunar. Í frétt DV er Ellisif Tinnu Víðisdóttur, forstjóra Varnarmálastofnunar, meðal annars gefnar venslaráðningar að sök; bent er á að Björn Ingi- berg Jónsson, óperusöngv- ari og frændi Ellisifjar, sé einn þeirra sem ráðnir hafi verið á greiningar Varnar- málastofnunar. Í for- síðufyrirsögn segir DV óperusöngvarann vera á skólabekk hjá NATO að læra njósnir. M. Björn Ingiberg Björn Ingiberg væri þá ekki fyrsti óperusöngvarinn til að leika tveimur skjöldum; um það fjallar til dæmis leikritið (og kvikmyndin) M. Butterfly, sem byggt er á sönnum atburðum, en það er allt önnur Ella. Mótrök Ellisifjar gegn ávirðingum um vensla- ráðningar gætu aftur á móti einmitt byggt á óperu- söng frænda hennar, til dæmis að hún hafi leitast við að ráða einhvern sem veit hvað hann syngur. Rekinn eða ekki rekinn Rétt er þó að halda því til haga að DV getur brugðist bogalistin í for- síðufyrirsögnum. Til dæmis í síðasta helgarblaði, þar sem birtist mynd af Sigga Stormi með fyrirsögninni: „Feginn að hafa verið rekinn.” Í gær birti DV hins vegar áréttingu um að Siggi Stormur teldi sig ekki hafa verið rekinn af Stöð tvö, heldur hefði hann hætt sjálfviljugur. Rétt fyrirsögn hefði því verið: „Feginn að hafa gert samkomu- lag um starfslok sín og hætt af fúsum og frjálsum vilja.“ bergsteinn@frettabladid.is Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Bílavarahlutir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.