Fréttablaðið - 28.10.2009, Side 15
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
„Ég býst við að Los Angeles sé ein
af þessum borgum sem fólk ann-
aðhvort elskar eða hatar. Ég til-
heyri fyrri hópnum, enda kunni
ég mjög vel við mig í þessa þrjá
mánuði sem ég bjó þar,“ segir Sig-
ríður Þóra Ásgeirsdóttir, skrifta
hjá RÚV. Sigríður Þóra dvaldi í
Los Angeles í þrjá mánuði síðast-
liðið sumar þar sem hún stundaði
meðal annars förðunar- og hár-
greiðslunám við MUD, Make-Up
Designory-skólann.
Sigríður Þóra leigði íbúð með
tveimur skólasystrum sínum í
Norður-Hollywood. „Við urðum
svo miklar vinkonur að ég ætla
að heimsækja þær og fleiri vini
mína til Los Angeles um jólin og
áramót. Ég er ekki mikið jóla-
barn og hef alltaf viljað prófa að
vera í útlöndum yfir hátíðarnar
svo þetta verður vonandi bara
gaman,“ segir Sigríður Þóra og
brosir.
Sigríður Þóra segir mikinn
tíma hafa farið í námið. „En
þegar maður er í útlöndum býr
maður sér til tíma til að gera aðra
skemmtilega hluti. Los Angeles er
frekar mikil bílaborg og ég var
heppin að því leyti að vinir mínir
voru duglegir að sækja mig og
keyra eða lána mér bíl til að ég
gæti farið þangað sem mig lang-
aði. Með þeim fór ég meðal ann-
ars til Santa Monica og á Venice
Beach, Malibu Beach, þar sem ég
sá höfrunga stökkva um í sjónum
og fleiri skemmtilega staði sem er
vert að sjá. Svo var mér líka oft
boðið í grillveislur, afmæli, alls
kyns boð og þar fram eftir göt-
unum. Það var nóg að gera. Ég
fór líka í helgarferð til San Diego
með vinkonu minni og það var frá-
bært. Það er borg sem ég væri svo
sannarlega til í að fara til aftur.“
Spurð hvort hún hafi ekki rek-
ist á kvikmyndastjörnur á hverju
horni segir Sigríður Þóra svo ekki
hafa verið. „Ég heyrði þó stund-
um af þeim í hverfinu eða í þess-
ari eða hinni búðinni sem ég hafði
verið í stuttu áður eða seinna,“
segir hún og hlær. „Þó rakst ég
á einn, David Eigenberg, en hann
leikur Steve, barnsföður Miröndu
í Sex and the City. Ég lenti nú
reyndar óvart á smá spjalli við
hann og eiginkonu hans. Þau
höfðu komið til Íslands og spurðu
mig mikið út í land og þjóð.“
Hún segir alla hafa verið mjög
áhugasama um uppruna hennar.
„Það fylgdi alltaf sögunni að ég
væri frá Íslandi þegar ég var
kynnt fyrir nýju fólki og öllum
fannst það mjög spennandi. Vitn-
eskjan um Ísland var mismik-
il en fyndnast var að í eitt sinn
þegar ég sagðist vera héðan þá
sagði maðurinn: „Vá, það er löng
keyrsla þangað!!“,“ segir Sigríður
og hlær. kjartan@frettabladid.is
Nóg að gera í Los Angeles
Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir skrifta eyddi síðasta sumri í Los Angeles þar sem hún stundaði nám í förðun
og hárgreiðslu. Þar eignaðist hún marga vini og leið svo vel að hún hyggst sækja borgina heim um jólin.
Sigríður Þóra rakst á fremur fáar lifandi stjörnur í Los Angeles en lét þó taka mynd af sér hjá stjörnu Star Trek-hetjunnar Williams
Shatner á Hollywood Walk of Fame.
FERÐAFÉLAGIÐ ÚTIVIST stendur fyrir
Útivistar ræktinni nokkrum sinnum í viku. Á
fimmtudaginn klukkan 18 er farið frá vesturenda
göngubrúar innar yfir Kringlumýrarbraut og gengið
vestur með Öskjuhlíð með ströndinni út undir
Ægisíðu og sömu leið til baka. www.utivist.is
smur- bón og dekkjaþjónusta
sætúni 4 • sími 562 6066
BREMSUVIÐGERÐIR
BREMSUKLOSSAR
SPINDILKÚLUR
ALLAR PERUR
HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
RAFGEYMAÞJÓNUSTA
OLÍS SMURSTÖÐ
BÓN OG ÞVOTTUR