Fréttablaðið - 28.10.2009, Síða 16

Fréttablaðið - 28.10.2009, Síða 16
 28. október 2009 MIÐVIKUDAGUR2 Bílatryggingar sem taka mið af akstri gætu verið handan við horn- ið. Ingi Björn Sigurðsson í fyrir- tækinu Have a Good Drive hefur yfir búnaði að ráða sem gerir tryggingafélögum það kleift. „Ég nota tæknibúnað sem settur er í bíla er metur aksturslag og mælir kílómetrafjölda. Því get ég gefið tryggingafélögum upplýsingar sem opna möguleika á að taka upp notendadrifnar ökutækjatrygg- ingar. Fyrirtækið SAGAsystem á búnaðinn og er með alþjóðlegt einkaleyfi á hugvitinu bak við akst- urslagsmælingarnar. Það hefur verið notað í átta ár á Íslandi og gefist vel. Um leið og ökumaður- inn er gerður ábyrgur fyrir eigin akstri fer hann óhjákvæmilega að keppast við að verða betri. Til dæmis lækkaði Pósturinn tjóna- tíðnina um 56 prósent fyrsta árið með því að gera ökumönnum grein fyrir hvernig þeir keyrðu.“ Ingi Björn stofnaði fyrirtækið Have a Good Drive í ágúst síðast- liðnum en vann áður hjá SAGAsyst- em eftir að hafa lokið mastersprófi í nýsköpunar- og frumkvöðlafræð- um. Hann kveðst víða fá góð við- brögð við hugmyndum sínum um ökutækjatryggingar sem taki mið af akstri. En verða þær ekki dýrari en þær sem nú eru við lýði fyrir þá sem keyra mikið? „Jú, þess vegna ætti fólk að geta valið á milli tvenns konar trygginga. Ég get ímyndað mér að þeir sem noti bíl- inn lítið muni velja notendadrifn- ar tryggingar en aðrir sem keyra mikið halda sig við hinar,“ segir hann og tekur dæmi um mismun- andi bílanotkun. „Maður frænku minnar er búinn að vera tjónlaus síðan 1968 og keyrir 4-5.000 kíló- metra á ári. Hann er að borga það sama og ungur frændi minn sem keyrir 30-40 þúsund kílómetra og fer með tvo dekkjaganga.“ Samkvæmt rannsókn í Banda- ríkjunum frá 2001 keyra konur þar fjörutíu prósentum minna en karlar og valda fjörutíu prósent- um færri slysum, að sögn Inga Björns. „Víðast hvar borga konur samt sömu tryggingar og karlar og eru því í raun að borga fyrir slysin sem þeir valda,“ bendir hann á. „Iðgjöldin byggja alltaf á einhverri áhættu og ef búnaður í bílnum segir ökumanni á hverjum degi að keyra betur þá lækkar það tjónakostnað. Þetta hefur því gíf- urlegan sparnað í för með sér, ekki bara fyrir einstaklinginn heldur líka þjóðfélagið,“ segir hann. gun@frettabladid.is Tryggingar í takt við akstur Á Strandarkirkju hefur verið meiri átrúnaður en á nokkrum öðrum stað hérlendis. Öldum saman hefur verið heitið á Strandar- kirkju í lífsháska eða erfiðleik- um og enn streyma peningar til hennar vegna áheita. Fyrir bragðið er hún orðin ein auðugasta kirkja landsins. Sögustaðir Íslands Varla getur talist sanngjarnt að allir greiði sömu tryggingar af bílum sínum, hvort sem þeir keyra 5.000 eða 50.000 kílómetra á ári. Lengi hafa verið uppi hugmyndir um að breyta því fyrirkomulagi og á síð- ustu árum hefur komið fram tækni sem gerir það mögulegt. Ingi Björn Sigurðsson uppfinningamaður. Svona gengur þetta fyrir sig  Lítil tölva (ökuriti) er sett í bíl.  Ökuritinn reiknar út vegalengd og hvernig bíllinn er keyrður.  Ökuritinn sendir gögn í gegnum GSM-kerfið til Have a Good Drive.  Have a Good Drive býr til upp- lýsingar fyrir tryggingarfélög.  Tryggingafélögin reikna iðngjöld og senda tryggingatökum upp- lýsingarnar.  Tryggingatakar fá upplýsingar um hversu vel þeir keyra. VEÐURSÍMINN er símsvari Veðurstofu Íslands. Númerið er 902 0600 en þar má fá upplýsingar um veður á ensku, landspá, sjó- veðurspá og flugveðurlýsingu. www.vedur.is Gistiheimili í Kaupmannahöfn Herbergi og studioíbúðir í miðbænum sími 0045-2848 8905La Villa Nýkomið glæsilegt úrval af kvenskóm úr leðri og fóðraðir með flís. Margar gerðir. Stærðir: 36–42 Verð: 17.500.- Stærðir: 36–41 Verð: 17.500.- Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.