Fréttablaðið - 28.10.2009, Side 22

Fréttablaðið - 28.10.2009, Side 22
 28. OKTÓBER 2009 MIÐVIKUDAGUR6 ● fréttablaðið ● skáldsögur „Ég var að ljúka við þriðju og síðustu bók Stiegs Larssonar um Blomkvist og Salander,“ segir Örn Úlfar Sævarsson, Gettu betur-dómari og starfs- maður auglýsingastofunnar Fíton. „Mér finnst hún standa fyrri bókunum tveim- ur töluvert að baki, fjarri því eins áhugaverð og spennandi. Kannski hefur það eitthvað með þá staðreynd að gera að ég las bókina í enskri þýðingu,“ segir Örn Úlfar. „Hins vegar rak ég augun í aðra, nýrri og öllu skemmtilegri bók sem er að koma út þessa dagana, en það er Svínið Pétur. Hún er vísnabók eftir Guðmund Steingrímsson alþingismann, með teikningum eftir Hall- dór Baldursson og fjallar um Svínið Pétur og vini hans, sem eru mikil partíljón. Bókina má skilja sem nokkurs konar ádeilu, en fyrst og fremst er hún bráðfyndin og Halldór er auðvitað snillingur. Þessi bók á eftir að slá í gegn, bæði hjá þeim sem lesa og lesið er fyrir,“ segir Örn. - kg Gettu betur- dómarinn les um sænsk sakamál og íslenskt svín. „Samskipti fólks eru í fókus, valdabarátta, ástir og girnd en ef rómantíkin tekur völdin fyrir alvöru fer yfirleitt illa,“ segir Dagný. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Vinsældir vissra kvenrithöf- unda fóru fyrir brjóstið á bók- menntaelítunni á tímabili. Sú var tíðin að skáldsögur eftir kvenrithöfundana Elínborgu Lárusdóttur, Ragnheiði Jóns- dóttur og Guðrúnu frá Lundi voru kallaðar „kellingabækur“. Þetta var snemma á sjöunda ár- tugnum og hófst með því að Sig- urður A. Magnússon skrifaði í kjallaragrein að góðborgarar Ís- lands þyrftu ekki að hafa þungar áhyggjur af framtíð íslenskra bókmennta, þær væru að veru- legu leyti í höndum nokkurra kell- inga sem fæstar væru sendibréfs- færar á íslensku. „Af þessu spratt nokkur deila,“ rifjar Dagný Kristjánsdóttir, prófessor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands, upp og minnist þeirrar bókmenntaumræðu sem hápunkts á vissu kvenhaturstíma- bili. Á áttunda áratugnum hafi þjóðin hins vegar hyllt kvenrithöf- unda eins og Svövu Jakobsdóttur, Ástu Sigurðardóttur, Jakobínu Sigurðardóttur og fleiri, meðal annars fyrir áhrif rauðsokka- hreyfingarinnar. „Svo kom bak- slag aftur þannig að þetta gengur svolítið í bylgjum,“ lýsir hún. Dagný kann sjálf að meta þær Elínborgu, Ragnheiði og Guðrúnu frá Lundi og segir þær miklar sögukonur. „Nemendur mínir elska að lesa Dalalíf eftir Guð- rúnu frá Lundi og þó að lesturinn taki tíma er það ákaflega mikið þess virði. Ef einhver vildi fjár- magna framhaldsþætti fyrir sjón- varp upp úr Dalalífi eða Föru- mannasögum Elínborgar Lárus- dóttur þá væri það magnað efni. Förumenn eru skemmtilega skrif- aðir. Þar er stefnt saman miðj- unni og jöðrunum í samfélaginu og sagan skiptist milli þessara tveggja heima.“ Dagný segir hinar svonefndu kellingabækur stundum flokk- aðar sem væmnar og vellulegar ástarsögur. „En hvorki Elínborg né Guðrún frá Lundi skrifuðu ástar sögur,“ segir hún. „Samskipti fólks eru í fókus í þeim, valdabar- átta og auðvitað ástir og girnd en þegar rómantíkin tekur völdin fyrir alvöru fer yfirleitt illa því önnur gildi voru ofar sett.“ - gun Dalalíf og Förumanna- sögur eru magnað efni ● H. C. ANDERSEN „Líf hvers manns er ævintýri skrifað með fingrum Guðs.“ Hans Christian Andersen (1805-1875) var danskt skáld og rithöfundur en hann er þekktastur fyrir ævintýri sín. Meðal þeirra þekktustu eru: Eldfærin, Prinsessan á bauninni, Nýju fötin keisarans, Litli ljóti andarunginn, Snædrottningin, Litla stúlkan með eldspýturnar og Litla hafmeyjan. BÓKIN Á NÁTTBORÐINU Örn Úlfar Sævarsson ● DRAKÚLA KOMINN AF ÍSLENSKUM BERSERKJUM Vampírusagnir virðast alltaf eiga upp á pallborðið hjá almenningi eins og sannast meðal annars af Twilight-bókaflokki Stephenie Meyer og sjón- varpsþáttunum True Blood sem eiga miklum vinsældum að fagna um þessar mundir. Ein saga ber þó höfuð og herðar yfir aðrar hvað vinsældir varðar og það er skáldsagan um Drakúla greifa eftir Bram Stoker, en hún á sérstakt er- indi við Íslendinga að mati bókmennta- fræðingsins Maurizio Tani. „Eitt af því sem kemur á óvart við lestur skáldsögunnar er að Drakúla rekur ættir sínar til Íslendinga,“ útskýrir Maurizio. „Stoker byggir persónuna á raunverulegum rúmenskum hers- höfðingja, Vlad Tepes, en fer frjálslega með staðreyndir og segir hann vera af berserkjum kominn. Slíkar tengingar eru fleiri og á einum stað veltir Drakúla meira að segja fyrir sér að ferðast til Íslands.“ Maurizio bendir á að af einhverri ástæðu rati þessar tengingar ekki í íslenska þýðingu skáldsögunnar, Makt myrkranna frá árinu 1901. „Ekki veit ég hvers vegna þýðandinn ákvað að gera það. Reyndar er mörgu sleppt. Hugsanlega vildi hann ekki bendla jafn ógeðfellda og villimannslega persónu og Drakúla við íslensku þjóðina sem háði sjálfstæðisbaráttu á þessu tímabili.“ Maurizio telur tilvalið að rannsaka þennan þátt nánar. „Ég hvet bara Ís- lendinga til að skoða Drakúla frá þessu sjónarhorni, enda spennandi efni.“ Salander og svínið Pétur Maurizio með eintak af sögu Brams Stoker um greifann blóð- þyrsta. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Enn er morgunn er eftir hinn ástsæla höfund bókanna Híbýli vindanna og Lífsins tré. „. . . mjög áhugaverð skáldsaga og gam- an að lesa hana. Maður lifir sig sterkt inn í hana . . . Góð bók – áhrifamikil – mikið drama.” Kiljan, Kolbrún Bergþórsdóttir NÝ SÖGULEG SKÁLDSAGA EFTIR BÖÐVAR GUÐMUNDSSON Iðandi, tælandi Indlandssýn fléttuð inn í snjallan krimma Ný bók eftir höfund Viltu vinna milljarð?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.