Fréttablaðið - 28.10.2009, Qupperneq 38
26 28. október 2009 MIÐVIKUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
MORGUNMATURINN
LÁRÉTT 2. fjármunir, 6. frá, 8.
skammst., 9. sarg, 11. tveir eins,
12. strýtu, 14. krapi, 16. verslun, 17.
sönghópur, 18. drulla, 20. mun, 21.
inniloka.
LÓÐRÉTT 1. kássa, 3. hljóm, 4. skáld-
saga, 5. pumpun, 7. töf, 10. gljúfur,
13. rúm-ábreiða, 15. skíðaíþrótt, 16.
hryggur, 19. holskrúfa.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. góss, 6. af, 8. möo, 9. urg,
11. gg, 12. keilu, 14. slabb, 16. bt, 17.
kór, 18. aur, 20. ku, 21. króa.
LÓÐRÉTT: 1. mauk, 3. óm, 4. sögu-
bók, 5. sog, 7. frestur, 10. gil, 13. lak,
15. brun, 16. bak, 19. ró.
Framleiðslufyrirtækið ZikZak
hefur tryggt sér kvikmyndarétt-
inn að bók Steinars Braga, Konur,
sem kom út á síðasta ári. Hún fékk
frábæra dóma og var af mörgum
talin bók ársins. Þórir Snær Sigur-
jónsson, framleiðandi hjá ZikZak,
var því að vonum ánægður með að
klófesta verkið. „Hún var náttúr-
lega afar fersk þegar hún kom út
og þarna eru miklir möguleikar á
túlkun fyrir hvíta tjaldið,“ segir
Þórir en ZikZak hefur verið öfl-
ugt á þeim vettvangi að tryggja
sér kvikmyndarétt að íslenskum
skáldverkum. „Við erum alltaf að
skoða bækur en þessi stóð óneitan-
lega upp úr í fyrra,“ segir Þórir
og útilokar ekki að kvikmyndin
verði jafnvel gerð á ensku. „Nú
fer hún í venjulegt ferli hjá okkur
og kannski í smá forgang því
þetta er verk sem við erum ákaf-
lega hrifnir af. Nú er bara að finna
rétta fólkið, handritshöfunda og
leikstjóra, til að koma þessu upp á
hvíta tjaldið.“
Bókin segir frá konu sem flytur
til Íslands og fær í gegnum kunn-
ingja sína í bankageiranum glæsi-
lega risíbúð í Skuggahverfinu.
Smám saman uppgötvar hún að
ekki er allt sem sýnist, að hún
er fangi íbúðarinnar. Þórir segir
að það hafi einmitt verið þessi
drungalega stemning sem hafi
fangað hann fyrst. „Mín túlkun
er sú að Steinar Bragi sé þarna
að skrifa um hin ósýnilegu landa-
mæri sem minnihlutahópar þurfa
einmitt alltaf að kljást við.“
Steinar Bragi var að vonum
ánægður með samninginn en bætir
því við að þessi draumur geti auð-
veldlega snúist upp í martröð.
„Það fer auðvitað eftir því hvern-
ig kvikmyndin kemur út,“ segir
Steinar Bragi og bætir því við að
ÞÓRIR SNÆR SIGURJÓNSSON: MEST SPENNANDI BÓK SÍÐASTA ÁRS
Kvikmyndafyrirtæki læsir
klóm í Konur Steinars Braga
KOM Á ÓVART
Steinar Bragi bjóst aldrei
við því að skáldsaga
hans Konur yrði
kvikmynduð en Þórir
Snær Sigurjónsson og
ZikZak hafa tryggt sér
kvikmyndaréttinn að
henni.
„Ég eignaðist litla stelpu fyrir sjö mánuðum þannig
að það var bara tímaspursmál hvenær ég færi að
sauma litla kjóla á stelpur,“ segir Birta Björnsdóttir,
fatahönnuður og eigandi tískuvöruverslunarinnar
Júniform. Hún hefur nú hafist handa við að hanna
og sauma kjóla fyrir litlar stelpur og auglýsti þá á
Fésbókarsíðu verslunarinnar. Viðbrögðin létu ekki á
sér standa og segist Birta hafa fengið fjölda fyrir-
spurna frá viðskiptavinum. „Það varð allt vitlaust
og búðin fylltist strax daginn eftir. Ég er aðeins með
föt á þriggja til tólf mánaða gamlar stelpur og marg-
ir voru að forvitnast um hvort fleiri stærðir væru í
vændum. Eins og er anna ég vart eftirspurn og ég
held að ég verði bara að finna auka manneskju til að
sjá um saumaskapinn eigi ég að anna þessu.“
Auk kjólanna saumar Birta einnig litlar ullar-
peysur úr íslenskri ull og leggur mikið upp úr því að
efnin séu mjúk og þægileg. „Ég passa mig að hafa
kjólana þægilega og litríka og þeir líkjast ekki því
sem ég hef hannað á konurnar. Það gengur ekki upp
að klæða litla stelpu eins og þrítuga konu.“ - sm
Hannar kjóla á litlar stúlkur
HANNAR BARNAFÖT Birta Björnsdóttir hannar kjóla á litlar
stelpur og selur í Júníform. Sjálf á hún sjö mánaða gamla dóttur.
Tvö lög með Ingó og Veðurguð-
unum verða á nýrri Strumpa-
plötu sem kemur út 17. nóvember,
þar á meðal titillagið Bahama.
„Ég sagði bara já þegar ég var
spurður hvort það mætti nota
lögin á Strumpaplötu því
krakkarnir hafa örugglega
gaman af þessu,“ segir
Ingó.
Lagið hans Bahama
hefur notið mikilla
vinsælda, rétt eins og
Macarena-lagið sem var
á gríðarlega vinsælli
Strumpaplötu sem kom
út 1996. Seldist hún í hátt í
þrettán þúsund eintökum.
Tvær Strumpaplötur
fylgdu í kjölfarið sem
seldust samanlagt í um tíu þús-
und eintökum. Stefgjöld renna til
þeirra sem eiga lög á Strumpaplöt-
um og því mætti ætla að Ingó fengi
þar vænan skerf í sinn hlut. „Ég
var ekki að búa mig undir að græða
mikið á þessari Strumpa-
plötu. Miðað við að við
höfum ekkert mokgrætt
á Veðurguðaplötunni
þá er, held ég, erfitt
að græða
mikið á
Strumpa-
plötunni enda
er u m v ið
bara með tvö
lög.“
Alls verða tíu vinsæl íslensk lög
á plötunni auk fjögurra frá
belgíska Strumpa-rétthaf-
anum. Strumpasöngvar-
arnir verða þeir sömu
og síðast, þeir Einar
Rúnarsson og Björgvin
Ploder úr Sniglabandinu.
„Ég náði varla að stynja
upp erindið áður
en þeir sögðu
já ,“ s e g i r
Eiður Arnars-
son hjá Senu.
Hann telur
það hið besta
mál fyrir Ingó
að fá höfundar-
laun fyrir plöt-
una. „Ef hann
græðir þá græðum við líka í þessu
tilfelli.“
Á meðal fleiri laga á plötunni
verða Sódóma með Sálinni,
Stuðmannalagið Manstu ekki
eftir mér og Týnda kynslóðin
eftir Bjartmar Guðlaugsson.
„Það veittu allir góðfúslegt leyfi
og þetta þótti mörgum hverjum
afskaplega mikill heiður,“
segir Eiður. - fb
Strumparnir syngja Bahama-lag Ingós
INGÓ VEÐURGUÐ
Strumparnir syngja
hið vinsæla Bahama
eftir Ingó og Veður-
guðina á nýrri plötu
sem kemur út í
nóvember.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/VA
LLI
þreifingar um þessi mál hafi hafist
í febrúar. Þá hafi hann verið inni-
lokaður í Kanada vegna efnahags-
hrunsins á Íslandi og nærst nær
eingöngu á ókeypis kebab. „Það
hvarflaði annars aldrei að mér að
þessi bók gæti orðið að kvikmynd.
Ég held líka að ef maður sjái það
eitthvað fyrir sér gæti maður bara
alveg eins skrifað kvikmyndahand-
rit,“ segir Steinar, sem hyggst ekki
vera með puttana í kvikmynda-
gerðinni sjálfur. „Nei, þeir hjá
ZikZak eru djúpir og snjallir. Von-
andi fær maður samt að vera með.“
freyrgigja@frettabladid.is
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
„Ég fæ mér múslí og stundum
egg eða speltbrauð með smjöri
og osti. Með þessu drekk ég
grænt te.“
Þóra Björk Þórðardóttir tónlistarkona.
Kvikmynd Baltasars
Kormáks, Inhale,
verður frumsýnd 4.
nóvember á Amer-
ican Film Market ef
marka má vefsíðuna
IMDB. Myndin
skartar
Diane
Kruger og
Dermot
Mulroney
í aðalhlutverkum auk Sams Shep-
ard og Rosönnu Arquette. Verður
forvitnilegt að sjá hvernig kvik-
myndaáhugafólk vestanhafs tekur
myndinni en víst er að hérlendis
bíða margir spenntir.
Steak and Play, sportbarnum sem
Ásgeir Þór Davíðsson rak við
Grensásveg, hefur verið
lokað. Íþróttafíklar
sem hafa leitað í
skjól þar verða að
róa á önnur mið
því staðurinn sem
verður opnaður
í staðinn á
lítið sam-
eig-
inlegt
með íþróttum. Um er að ræða svo-
kallaðan ´80s-stað með ljósagólfi og
fleiru í ætt við hinn misskilda áratug.
Nú hefur verið tilkynnt að kvik-
mynd Gíslar Arnar Garðarssonar,
Prince of Persia, verður frumsýnd
28. maí á heimsvísu. Fulltrúar Sam-
félagsins á Íslandi hafa víst séð
opinbera stiklu myndarinnar og
þar bregður Gísla töluvert fyrir. Þá
hefur myndin einnig verið sýnd fyrir
fáa útvalda og þeir munu
hafa hrifist ákaflega
af því sem þeir
sáu. Gísli er nú í
London að taka
upp viðbót-
arsenur fyrir
myndina en hann
leikur Vesírinn.
- fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8
1. Rio Tinto Alcan.
2. Svörtuloft.
3. Margrét Tryggvadóttir,
formaður Hreyfingarinnar.