Ljósberinn - 17.05.1924, Blaðsíða 3
LJÓSBERINN
155
dafnaði og- yfir honum var sólskin Guðs náðar, og
hylli Guðs og manna. Og svo þegar alt var undirbúið
og sveinninn stóð á tímamótum bernsku og æsku, þá
stóð Jesús aftur við hjartadyrnar og knúði á; og hinn
ungi sveinn heyrði fljótt raustina og lauk upp fyrir
honum með persónulegu vali. Og Jesús kom inn í líf
hans, og tók að reisa sinn konungsstól í hjartanu. Nú
gat Helgi sagt við foreldra og systkini sín og æsku-
leiðtoga: „Nú er það ekki framar fyrir ykkar tal að
jeg trúi, heldur hefi jeg nú sjálfur heyrt og veit að
Jesús er frelsari heimsins og frelsari minn. Og gleði
hans var mikil og vaxandi eins og hækkandi sumar-
sól. Og kraftar og gróður hins eilífa sumars fóru að
taka framförum í sælli og barnslegri nautn. Sjálf-
stætt og ákveðið hafði hann nú meðtekið fögnuð
frelsisins og eilífa lífið, og vissi það. Og fyrir fram-
an hásætið, sem Jesús hafði reist sjer í hjarta hans,
bygði hinn ungi vinur Guðs altari og tók til að færa
þar fórnir hins nýja sáttmála náðarinnar. þakkar- og
lofsöngsfórnir báru ilm sinn upp fyrir hásætið og
stigu sem sætur reykelsisilmur upp fyrir hásæti Guðs
á himni. Og svo fór hann að fórna vilja sínum og
ungu kröftum til þess að vígja það til þjónustu Guðs
í vitnisburði út á við. Óvanalega ungur fór hann að
starfa með í málefni Guðs. Jesús sá honum fyrir starf-
sviði. Hann sýndi honum hina yngri bræður, sem
þomu í K. F. U. M. og þar byrjaði hann. Maður varð
brátt var við að nýr liðsmaður hafði bæzt við. Og
hinn ungi liðsmaður brann af áhuga og fjöri og
heilagri hrifningargleði til starfsins. Og þótt hann
Ungur væri, þá báru drengirnir brátt virðingu fyrr