Ljósberinn - 17.05.1924, Blaðsíða 8
160
LJÓSBERINN
og gullið, segir Drottinn hersveitanna. Hin síðari
dýrð þessa musteris mun meiri verða en hin fyrri var
og jeg mun veita heill á þessum stað, segir Drottinn
hersveitanna. Vjer skildum það ekki þá, en nú skilj-
um vjer það. það var Drottinn sem átti silfur og gull
hins hreinsaða hjarta, og hann átti sjer musteri inni
í hjartanu. J>að var kostulegt fyrir vorum augum, en
dýrð þess musteris, sem nú er uppbyggt, er þó meiri
og svo mikil, að vjer getum ekki gjört oss það í hug-
arlund. En svo mun og Guð halda loforð sitt að veita
heill á þessum stað. Fyrst og fremst á þessu heimili
yðar, kæru saknandi vinir, heill allrar huggunar og
vonar, og svo heill á þeim stað, sem Helgi sál. starf-
aði og elskaði næst heimili sínu. þar mun og heill
upp spretta einnig sem ávöxtur þessarar fögru æfi. —
þessvegna, elskaði ungi vinur, far þú vel hjeðan
kvaddur af þakklæti og vonarfylltri lofgjörð elskenda
þinna, kvaddur af stórum bræðrahópi, sem þú vannst
þjer í Drottni. Jeg veit, að þú biður enn um heill þessa
staðar. Og jeg, bróðir, kveð þig; mjög varstu mjer
inndæll, sárt sakna jeg þín, minn ungi samherji í
Drottni.
Til minningar um ungan horfinn vin.
Fimtudaginn 8. maí s. 1. var borið til grafar ung-
menni, 18 ára gamall sveinn, Helgi Árnason, borinn
og barnfæddur hér í bænum.
það er engin nýjung, að ungur maður sé borinn til
hinstu hvílu, þótt það sé ávalt alvarlegt íhugunarefni