Ljósberinn - 17.05.1924, Blaðsíða 13
LJÓSBERINN
165
inn þoku — eitt þokuhaf. Við hvíldum uppi á hálsin-
um, því við vorum bæði þreyttir og sveittir. Var þá
komið indælasta veður. þá héldum við niður hálsinn
og fram hjá bænum Fossá, og svo meðfram prándar-
staðafjalli og þar til við komum að Brynjudalsá, þá
var klukkan að ganga eitt. þar áðum við á árbakkan-
um, hjá fallegum og einkennilegum fossi. Svo er búið
var að snæða, tókum við saman dótið okkar. Og þeg-
ar við vorum tilbúnir, lögðum við aftur af stað, því
ekki var til setunnar boðið.
Við gengum fram með Hvalfirði. Horfðum á sel-
ina, þegar þeir stungu höfðinu upp úr sjónum,
eða þeir lágu á klöppunum. En hvað þeir voru fljótir
að stinga sér í sjóinn, þegar blásið var í lúðurinn.
Við óðum svo yfir Hvalfjörð á fjörum. Kl. um fjögur
komum við að þyrli á Ilvalfj arðarströnd. Lögðumst
við þar á túnið og hvíldum okkur. þar keyptum við
okkur mjólk, því það var löng leið eftir enn. Svo sung-
um við einn söng og héldum síðan á stað, yfir fjör-
urnar. Framhjá nokkrum bæjum, víða var fólk við
heyvinnu, og það starði á eftir þessum einkennilega
ferðamannahóp. Er við komum að Hrafnabjörgum,
hvíldum við okkur litla stund á túninu. þaðan sáum
við heim að S a u r b æ, hinum merka stað, þar sem
sálmaskáldið okkar góða, Hallgrímur Pétursson, átti
heima.
Við hættum við að fara þangað þá, því það var
krókur, en við vorum þreyttir. Svo héldum við beint
upp í skóg, fórum fram hjá Ferstiklu, og þar upp
hálsinn. Ætluðum við nú heldur betur að koma að
þeim óvörum, sem í skóginum bjuggu. það fóru