Ljósberinn - 17.05.1924, Blaðsíða 2
154
LJÓSBERINN
Og hann blessar það heimili með allskonar bless-
un og gæðum andans. Hann er þar fyrst stöðugur
gestur, síðan fastur heimilisvinur. Hann er þar á
hverjum degi; á björtum sólskinsdögum, og er þar
sumarsól og sæla. Hann er þar á dimmum skýjadög-
um og er þar friðarboginn á sorgarskýjunum. — Guði
sje lof fyrir hvert heimili, þar sem Jesús hefir feng-
ið inngöngu, sá dýrðarinnar konungur og Drottinn.
Jeg sje hann í anda hinn elskaða hirði. Hann stend-
ur við dyrnar og knýr á. Hann langar til að komast
inn í mannshjartað, svo að hann megi vera þar. Stund-
um er svo órólegt inni fyrir, að sálin heyrir ekki að
barið er að dyrum. En sælt er það hjarta, sem heyrir
og lýkur upp hliðum hjartans að sá dýrðarinnar kon-
ungur megi ganga inn. Sælast þegar það ber við
snemma á morgni æskunnar með allan framtíðardag-
inn fyrir sjer. par kemur hann inn sem upp er lokið
fyrir honum, og fyllir hjartað með sólskini náðarinn-
ar og hinnar himnesku gleði. Hann reisir þar hásæti
sitt inni og heldur þar kvöldmáltíð sína og verður þar
fastur heimilisvinur í sorg og gleði og þrautum og
þægindum. Hann gefur því hjarta hækkandi sumar-
sól og sælan Guðsbarna frið. Guði sje lof fyrir hvert
hjarta, þar sem Jesús hefir fengið inngöngu, sá dýrð-
arinnar konungur og Drottinn.
Hann stóð við hjartadyr þess unga vinar, sem vjet
erum nú að kveðja, snemma í bernsku hans, og hann
fjekk þar greiða aðgöngu, því barnshjartað opnast
svo auðveldlega, þegar andrúmsloit heimilisins er
þrungið af návist Jesú. Og hann gjörði sitt undirbún-
ingsverk. í barnshjartanu. Og smásveinninn óx og