Ljósberinn - 17.05.1924, Blaðsíða 4
156
LJÓSBERINN
honum og hann hafði mikil áhrif á þá. Og hann hafði
líka mikil áhrif á þá eldri bræður og þó var hann
aldrei framur, eða tranaði sjer fram, heldur ávalt
hófstiltur, reiðubúinn að hlusta, reiðubúinn að læra.
það var ekkert oflæti fyrir honum, en maður fann
að glóð áhugans brann hægt og stilt hið innra fyrir.
Og hann vann með ljúflyndi sínu, með gleði sinni,
kappsemi og áhuga. Hann byrjaði snemma að biðja
hátt í hópi vina og var í senn bæði ófeiminn og hóg-
vær. Maður heyrði að bæn í einrúmi stóð á bak við
hans samfjelagsbæn. — Hann fjekk fljótt ákveðinn
starfa í K. F. U. M. að stunda, fjekk sína sveit að
annast, fyrst í vinadeildinni, og síðan í Ý-D, og hon-
um var svo lagið að koma inn hjá drengjunum sama
áhuga fyrir málefninu eins og brann inni fyrir hjá
honum sjálfum. það var auðsjeð, að hann, sem ávalt
var svo fús til að hlýða, hann var að þroskast til þess
að verða hið bezta foringjaefni, með valdi yfir ungum
hjörtum. Hann tók mjög þátt í starfinu í K. F. U.
M. í mörgum greinum, var ákaflega tillögugóður og
ráðsnar, en líka fús á að láta af sínu, er hann sá
annað betra. En hann brann hið innra að löngun til
þess að þjóna og án þess nokkurt fum eða fát væri
yfir honum, var það eins og hann væri knúður fram
af innra afli, eins og hann inst inni óraði fyrir því að
starfsdagurinn yrði stuttur og því bæri að vinna með-
an dagurinn entist, áður en nóttin kæmi. Og hann
fjekk að innihaldinu til lengri starfsdag en nokkur
annar nítján ára piltur sem jeg þekki til. Hann var
svo snemma á fótum á morgni æsku sinnar og kom-
inn glaðvakandi að verki á þeim tíma og aldri, er