Ljósberinn


Ljósberinn - 17.05.1924, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 17.05.1924, Blaðsíða 5
LJÓSBERINN 157 flestir unglingar annaðhvort sofa, eða ef þeir eru vaknaðir, eru ennþá að njóta síns byrjandi andlega lífs. — Og þessvegna liggur líka eftir hann meiri ávöxtur af hinni stuttu æfi, en oss grunar, eða get- •um sjeð. Hann vildi fylgja áminningu Postulans, þar sem hann segir: þessvegna, mínir elskuðu bræð- ur, verið fastir, óbifanlegir, síauðugir í verki Drott- ins, vitandi að erfiði yðar er ekki árangurslaust í Drottni. Og lífsverk hans stuttu æfi er ekki árangurs- laust, og því er heldur ekki lokið, þótt hann sje frá oss tekinn. það þróast og dafnar lífssæðið, er hann stráði svo ríkulega á akri Guðs. — Guði sjeu þakkir fyrir hinn unga verkamann í víngarði Drottins. í sumarbyrjun brá yfir oss dökkt ský. Hann sem frá því er hann var smádrengur hafði með áhuga og gleði tekið þátt í sumarfagnaði vorum, lá sárveikur með miklum þjáningum. Vjer vonuðum og báðum um þá sumargjöf, að honum mætti batna. En hann var ætlaður í sumargjöf handa himninum, og það var miklu veglegra. En vjer vonuðum í lengstu lög. En svo var það hinn bjarta sunnudag hinn fyrsta í sumri, þegar hátíð var hjá mörgum drengjum og börnum á fermingardaginn, og hinn' yngsti elskaði bróðir í þeirra tölu, þá rann upp hin mikla staðfestingar- stund fyrir þenna unga starfsmann Drottins. Við dyr hins brestandi hjarta stóð hinn upprisni frelsari og sagði eins og við sína fyrstu lærisveina: Friður sje með yður! Og friðurinn mikli kom yfir hinn þjáða ungling og sigur hinnar stuttu æfi var unninn. Og nieð sínum ástkæra frelsara gekk hin leysta sál inn til lífsins, undir fyrirheitum hans, sem knúði á dyrnar:

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.