Ljósberinn


Ljósberinn - 17.05.1924, Blaðsíða 10

Ljósberinn - 17.05.1924, Blaðsíða 10
162 LJÓSBERINN taka upp starfsemi hans? Og óskin — þráin reis í hjarta mínu og varð að bæn: Guð á himnum gefðu landinu okkar marga unga menn, honum líka. Unga drengi, sem brenna af löngun eftir að starfa fyrir Jesúm Krist. Unga menn, sem fylkja liði undir kross- merki Jesú Krists.----Og sólin signdi heitum geisl- um lága gröfina, sem minnir á ötula starfsmanninn unga, — en hugurinn leitar heim, og endurómar sig- ursöng trúaðra: Guði séu þakkir, sem oss hefir sigurinn gefið fyrir Drottinn vorn og frelsara Jesúm Krist. Guðrún Lárusdóttir. ----o---- Vatnaskógsför K. F. U. M. 3.-9. ágúst 1923. K. F. U. M. fékk leyfi hjá hinu háa stjórnarráði Is- lands til að velja sér dálítinn blett uppi í Vatnaskógi, þar sem það gæti haft sumarbústað fyrir drengi. Og var þá valinn staður sá, sem þið sjáið hér á mynd- inni, lítið, skóglaust rjóður, skamt frá Eyrarvatni. En af því ekki var hægt að ráðast í að byggja, var ákveðið, að nokkrir drengir færu og lægju í tjöldum. Og ætla eg nú að segja lesendum Ljósberans frá þeirri ferð. Við lögðum 19 á stað frá húsi K. F. U. M. kl. rúml. 9 á föstudagsmorguninn 3. ágúst. það var indælis veður, glaða sólskin. Fórum við í bíl rétt upp að þverárkoti. Er við kom-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.