Ljósberinn - 17.05.1924, Blaðsíða 7
LJÓSBERINN
159
aldrinum trú hans og von allt til hins sjálfstæða trú-
arlífs. par sem hann óx og tók framförum í guðsótta
og góðum siðum með ljúflyndi og kærleika; þar sem
hugsjónir og framtíðarvonir ljeku sjer við hann sem
barn og uxu upp með honum. þar sem þátttaka hans
í samlestri Guðs orðs og sambæn heimilisins var
honum kærust. Hjer voru hans sælustu stundir. Hjer
meðtók hann hinn mesta kærleika og gaf aftur gleði
og sólskin. Hjer háði hann sitt langa og þrautamikla
stríð, og meðtók alla nákvæmni kærleikans í bljúgu
þakklæti. Hjer var barizt innilegast fyrir honum í
bæn með von móti von. Iljer var Jesús honum nálæg-
astur í hinu síðsta stríði og hjeðan hjelt hann heim-
för sína á beztu og hátíðlegustu stundu lífsins, er
dauðinn var uppsveldur í sigur og broddur hans brot-
inn, en sigurinn gefinn fyrir Drottinn vorn Jesúm
Krist. — Hjer verður minning hans bezt varðveitt í
saknandi en þó lofsyngjandi hjörtum.
pótt oss finnist, að vjer mættum ekki við því að
missa hann, þá trúum vj er samt, að með því Guð ekki
bænheyrði bókstaflega þær bænir, sem stigu svo
margar upp fyrir honum um líf hans, þá hafi þetta
verið hið bezta, já, nauðsynlegasta fyrir hann og oss.
Og hina sönnu bænheyrslu höfum vj er fengið í dauða
hans, þótt vjer enn ekki skiljum það. Og megnugur
er Guð að bæta oss þenna missi margfaldlega. í þess-
ari trú hvílist hjörtu vor, í henni þökkum vjer Guði
fyrir náð hans, sem gaf og tók.
þegar í byrjun, er vjer vissum að alvara væri á
ferðum, og vjer nokkrir vinir báðum um líf hans, þá
fengum vjer það svar frá Guðs orði: Mitt er silfrið