Ljósberinn


Ljósberinn - 17.05.1924, Blaðsíða 14

Ljósberinn - 17.05.1924, Blaðsíða 14
166 LJÓSBERINN nefnilega fjórir á undan, sjóveg með allan farangur- inn, til að vera búnir að búa alt út áður en göngulið- ið kæmi.--------- En er við vorum komnir upp á Grenháls, þá blasti við okkur há flaggstöng, með íslenzka fánanum á. Og er við vorum komnir nokkru lengra, þá var að sjá eins og nýlendu, þar sem 4 tjöld og hvítur skúr stóðu í fallegu rjóðri niður við vatnið. pá gátu drengirnir ekki stilt sig lengur og hróp- uðu: „Húrra! Bravó!“ Svo var blásið í lúðurinn, því 3 af skógarmönnum voru komnir upp á þakið á skúrn- um og veifuðu til okkar þaðan. pá flýttum við okkur niður í gegnum skóginn. Og er við áttum örstutt eftir, þá röðuðum við okkur tveir og tveir og gengum í fylkingu og sungum: „Áfram, Kristsmenn, krossmenn, kóngsmenn erum vér“ o. s. frv. Og er við komum á staðinn, var kl. hálf átta. þeir tóku á móti okkur opnum örmum og var nú mikil gleði á ferðum. Er við litum inn í stærsta tj aldið, stóðu þar tvö borð með bekkjum (til hvorrar handar) hvoru megin. Við vorum nú mikið glaðir yfir að vera komn- ir á áfangastaðinn. Og er við vorum búnir að skoða, hve vel þeir, sem fóru á undan, voru búnir að búa alt út fyrir okkur, þá borðuðum við kvöldmatinn. Síðan fórum við að búa um okkur í tjöldunum. Svo áður en við fórum að hátta, komum við saman í kringum fánastöngina og sungum, um leið og fáninn var dreg- inn niður, svo var lesið Guðs orð og beðið. Og við þökkuðum Drottni fyrir, að hann hafði ekki slept af

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.