Ljósberinn - 17.05.1924, Blaðsíða 16
168
LJÓSBERINN
Myndin af mömmu.
pessi smásaga er af litlum dreng, sem var til hjálp-
ar á stóru herskipi. Hann misti jakkann sinn í sjó-
inn og umsvifalaust fleygði hann sér á eftir til þess
að ná í hann, og honum hepnaðist það. En við þetta
komst alt í uppnám á skipinu, og þegar í stað voru
gerðar ráðstafanir til þess að bjarga drengnum. Og
það gekk nú vel, sem betur fór.
En nú var drengurinn kallaður fyrir skipstjórann
og hann spurði, því hann hefði hætt svo mjög lífi sínu,
þó jakkinn hans félli í sjóinn. þá dró litli drengurinn
mynd upp úr vasa sínum, og sú mynd var af elsku-
legu mömmu hans. „Vegna þessarar myndar stofn-
aði eg lífi mínu í hættu“, mælti hann. pá faðmaði
skipstjórinn hann að sér, svo mjög varð hann hug-
fanginn af því, hvað drengurinn elskaði minningu
móður sinnar.
-----o----
Gjafir ofl áheit til Ljósberans.
Frá 5 systkinum 50 kr., Guðrún Sigurlín 2 kr., P. 1 kr.
Aheit frá í. þ. 10 kr., frá ónefndum 1 kr. Hjartanlega þakk-
ar Ljósberinn fyrir gjafirnar. Drottinn blessi þcssa góðu
vini blaðsins og alla þá, er á einn eða annan hátt vilja
styðja hann.
Gjafir til kinverska drengsins:
Matti 1 kr., G. G. 1 kr., Máni 1 kr., P. 1 kr.
Afgreiðsla Ljósberans er í Bergstaðastræti 27.
Útgefandi: Jón Helgason, prentari. — Prentsmiðjan Acta.