Ljósberinn - 15.11.1937, Qupperneq 15
LJÓSBERINN
þar sem hin óblíSa og ósáttgjarna Lú-
kretía frænka hennar varði henni að-
gang að heimili og hlýju, — með hatt-
öskjugarminn á handleggnum og hina
dýrmætú sólhlíf í hinni hendinni.
Það var farið að syrta í lofti og kom-
ið reglulegt aprílveður, — aðra stund-
ina glaða sólskin, en þess á milli krapa-
skúrir. Þegar Silky litla var komin spöl-
korn áleiðis, hvarf sólin alveg formála-
laust á bak við gráann og loðinn skýja-
flóka, og sú fólska norn, sem þannig
faldi blessaða sólina, hellti úr fötum
sínum vatni og snjó ofan á Silky litlu,
hattöskjuræfilinn og sólhlífina góðu.
Timm, sem stóð á bak við steingarð-
inn og hafði auga á Silky, sá að hún
var í stökustu vandræðum í þessu
syndaflóði. Hann hefði strax þotið af
stað, til að liðsinna henni, ef að Maren
Brown hefði ekki sagt það, alveg ótví-
rætt, að hann skyldi bara rétt aðeins
voga sér að hafa sig svo í frammi, að
Bensons-fólkið kæmi auga á hann. Og
þar eð hann hafði megnasta ímugust á
eldspúandi óvættum, varð hann, sér til
sárrar kvalar, að horfa á vandræði og
örvæntingu Silky litlu þarna í vatns-
flóðinu.
Hattöskjuræfillinn varð gegnblautur
á svipstundu, og að gömlu, mölétnu sól-
hlífinni varð Silky litlu ekkert skjól, þó
að hún spennti hana upp. Þétt og þungt
regnið rann í gegnum hana og renn-
bleytti stráhatt litlu stúlkunnar og gló-
bjartar flétturnar hennar.
Og til þess að fullkomna þessa eyði-
leggingu, komu nú ósvífnar vindhviður
þjótandi yfir völlinn, sem hristu og
skóku sólhlífina í höndunum á Silky
litlu, svo að hún átti fullt í fangi með
að missa hana ekki. Lokið fauk af hatt-
öskjunni. En þar sem enginn tími var
til, að taka það upp, lét hún það eiga
sig, og flýði sem fætur toguðu inn um
hliðið og inn í húsagarðinn. En um leið
og hún hljóp upp á steinhelluna, fyrir
framan útidyrnar, kom snörp vindhviða,
sem snéri sólhlífinni við í einum hvelli
og þreif hana út úr höndunum á Silky.
Sólhlífin skoppaði síðan yfir forarpoll-
ana og lagðist loks til hvíldar í einu
garðshorninu. Franih.
Áhrif ambáttar.
Margir vita, að hinum mikla Agúst-
ín biskupi var bjargað af glapstigum
og að hann snerist fyrir bænir Mon-
íku móður sinnar. En færri vita, hver
það var, sem sneri Moníku. Þegar hún
giftist, gaf móðir hennar henni ambátt,
sem var kryplingur. Hún var innilega
trúuð og ávann sér traust og trúnað
húsmóður sinnar. Ambáttinni tókst að
fá Moníku til að hætta sinni óhóflegu
vínnautn og gefast Drottni algerlega.
Það var vanskapaðri ambátt að þakka,
að kirkjan eignaðist þann, sem mest-
ur er talinn af öllum feðrum hennar.
Góði hirðirinn.
Gódur hirdir Gud minn er,
gætir nótt og dag ad mér,
leidir mig um grænar grundir,
gefur ótal sœlar stundir.
Nád pín, Jesús, nægir mér,
nafnid pitt mín trygging er.
B. J.
339