Ljósberinn - 01.11.1939, Síða 4

Ljósberinn - 01.11.1939, Síða 4
236 LJÓSBERINN Sj óíerdarmerkid Barnasaga frá Porfúgal, eftir K. Holm Minnsta hosti fimmtíu sinnum liafði honum verið neitað, en í rfag — — Manúel skokkaði allánægöur eftir rykug- um veginum. Það var yndislegur morgunn. Appelsínutrén og víngarðarnir ilmuðu, og frá ströndinni barst sölt þangíykt. Manúel sleit. rautt blóm úr limgerðinu og stakk því í hattinn sinn. 1 limgerðinu var hlið, og ætlun hans var að fara inn í garðinn. En þá uppgötvaði hann að Duante vinur hans var'þar við vinnu, svo að hann hélt áfram, án þess a.ð gera va.rt við sig'. Fjöl- skylda Duantes framleiddi tannstöngla. Og nú hafði Duante verið settur við starf á trékubb. Þar sat hann með skinn á hján- um, tálgað; pílviðarspýtur, og bjó til smá- flísar, sem síðar skyldu verða notaðar í tannstöngla,. Manúel andvarpaði þreytulega. Ha,nn og' Duante höfðu komið sér saman um, að á þessari vertíð skyldu þeir komast, i bát með mönnum, se,m veiddu sardínur. Og nú sat Duante á trékubb og bjó til tannstöngla. Manúel fnæsti af fyrirlitningu. »Tann- stöngla«, sagði hann hátt, »það er þá held- ur framleiðsla«. Allan síðastliðinn mánuð hafði hann far- ið ofan að höfn hvern einasta morgun, til þess að ráða sig í skiprúm. »Þú ert of lít- ill,« höfðu formennirnir sagt við hann. Ekki var um það að ræða, að þeir vildu hafa hann með. En afi hans hafði fyrir ári síð- an gefið honum ráð, sem hann treysti. Hann hafði sagt, að væri einhvers leitað í alvöru, mundi það fást, fyrr eða. síðar, einungis ao vera nógu einbeittur. Þessvegna var Man- úel einu sinni enn á leið til hafnarinnar, til þess að reyna heppnina, eins og svo oft áður. Þorskveiðimennirnir voru að koma aftur frá New Foundland (Njú Fándland) og mundu verða hér í viku. Ef allir þeir fiski-

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.