Ljósberinn - 01.11.1939, Qupperneq 18

Ljósberinn - 01.11.1939, Qupperneq 18
250 L JÖSBERINN Skrítlur og kýmnisögur. Skraddaralærlingur nckkur, sem þóttist hag- mæltur, segir svo frá: »Oft hefi ég átt í deilum við aEra hagyrðinga og oftast hefir það veriö gert á þann hátt, að við b.öfum ort skamrnavísur hver um a: nan. Og si þóttist rnestur maðurinn, sem s.vartastar skammir gat úti látið. Einu sinni var ég að kveðast á við kunningja minn og vor- um við báoir crðnir reiðir. Hann var nýbúinn að liveða um mig æruleysisvísu og ég var að hugsa um, hvaða óbótasvívirðingar ég ætti nú að koma með á hann í staðinn. Þá datt ir.ér allt i einu í hifg þessi vísa: La-la-la-la-la-la-la, la-la-la-la-la-la, la-la-la-la-la-la-Ia, la-la-la-la-Ia-la. ÞA varð kunningi. minn orðlaus og þagnaði. Ég hafði unnið glæsilegan sigur«. —o—- Hanna: »Hvað gerir þu þegar þú sérð óvenju- lega fallega stúlku?« Beta,: »Ég horfi á hana stundarkorn, en svo verð ég leið á því og legg frá mér spegilinn«. —o— Móðir (kemur inn og sezt á stól): »Æ, hvað ég er þreytt núna. Ég get hvorki hrært legg né liö«. Láki litli: »Þá er bezt að ég segi þér frá því, að ég er búirin að borða allar kökurnar, sem þú geynrdir frarnmi í skápnum og ætlaðir að h.afa til morgundagsins«. Arni: »Það er nú i raun og veru ákaflega, gott og hentugt að vera sköllóttur á ferðalagi«. Bjarni: »Nú hvers vegna?« Árni.: »Af því að þá þarf maður h.vorki að hafa með sér greiðu eða hárbursta«. Bjarni: »Viltu þá ekki láta, draga. úr þér tenn- urnar, svo að þú þurfir ekki að hafa með þér tannbursta?!« —-o— Húsbðndi (hefir verið að lesa í blaöi): >Hér er sagt frá frægum manni, sent er nýdáinn. En hvernig slendur á því, að blöðin segja aldrei frá því, þegar frægir menn fæðast?« —o— Frú B. þðttist syngja ákaflega vel, en áheyr- endum hennar þótti hún hafa sterka, stirða og bola'ega rödd. Einu sinni sagði hún við manninn sinn: »Maðuri.nn, sem kom að finna, þig í gær, þeg- ar ég’ var að syngja, sagði, við mig, að hann vildi óska, að ha,nn hefði röddina mína. Hvaö er hann’ Veiztu það?« Maðurinn: »Já, hann er uppboðshaldari«. —o— Kennari: »Hvað er síldarnet?« Drengur: »Það er stór hópur af götum, sem eru bundin saman með seglgarni«. —o— Frú Feilan hafði legið nokkra daga meðvitund- arlaus. Þegar hún raknaði við aftur, var fyrsta spurning hennai' þessi: »Eru kjólárnir með sama sniði enn þá?«

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.