Ljósberinn - 01.11.1939, Síða 16

Ljósberinn - 01.11.1939, Síða 16
248 L JÖSBERINN Myndavélin og ræningjarnir. Trúboðslæknir, ásamt konu sinni og þrem drengjum pínum, var á heimleið til að verja fríinu sínu þar. Drengina hlakkaði ólýsanlega mikið til að sjá landið, þar sem foreldrar þeirra áttu heimili. Peir voru nefnilega allir þrír fæddir í Kína, og þess vegna var það mikill stórviðburöur í lífi þeirra., að koma til lands, sem. eingöngu var byggt hvítum mönnum. En fyrst af öllu áttu þeir að komast til strandarinnar, þar sem þeir áttu að fara um borð í stóra milliferðaskipið, og slíkt stórskip höfðu þeir iieldur aldrei séð, svo það var ekki einkennilegt, þótt þeir væru fullir eftir- væntingar og tilhlökkunar. Nú þegar fjölskyldan sigldi niöur fljótið í litlum bát, sáu drengirnir til beggja hliða aðeins háar, skuggalegar hlíðar, sem voru vaxnar kjarri og skógi, þar sem ræningj- arnir leyndust oft og lágu í fyrirsáti í þéttu djúpi kjarrsins. Læknirinn hugsaði: »Hversu glöð verðum vi,ð ekki, þegar þessi hættulega ferð er á enda!« Dag einn, þegar myrkrið var að falla á, urðu þau því miður að leggjast að fljóts- einasta fuglsrödd, það heyrðist ekkert ann- að en ofur litlir vængjaskellir í gullsmið- unum, þegar þeir gripu flugið. Þá kvað við hrynjandi drunulota i fjarlægð, eins og ek- ið væri vagni yfir brú. »Þetta eru áreiðanlega þrumur«, mælti Hinrik. »Þetta er það, sem þú hefir heyrt. Sólin er horfin og það er að koma gul slæða yfir himininn. Líttu á löngu, kolsvörtu rák- irnar þarna yfir trjánum, þær eru eins og' ógurlegir mannsfingur. Við verðum undir eins að snúa, heimleiðis, pabbi og mamma verða hrædd urn okkur«. »Það var ekki þruma, sem ég' heyrði, og það kom ekki heldur úr þessari átt«, svar- aði Lénharður, »en héðan verðum við að halda, og það t,afarlaust«. »Komið þið, Karl og Tom«, hrópaði Hin- rik. »Nú erum við að fara«. Frh. bakkanum yfir nóttina. Báturinn var bund- inn fastur og dálítill matur var soðinn og búið um svefnstæði. Brátt féllu drengirnii í væran svefn, en læknirinn og kona hans sátu lengi og töluðu saman í lágum rómi. Allt í einu var friðurinn rofinn, því að nokkrir ræningjar, ósýnilegir í myrkrinu, ruddust um borð í bátinn og einn þeirra hrópaði á kínversku: »Fylgist með okkur upp í fjöllin! Þið er- uð fangar okkar, þangað til þið veröið leyst út með fjármunum. Veitið enga mótspyrnu, þá skal ekkert illt henda ykkur!« Læknirinn varð mjög forviða; en hann var hugaður maður, sem hafði bjargfasta trú á vernd Guðs. Hann vakti drengina og sagði við þá: »Rísið á fætur, kæru börn, því að við eigum að fara í langt ferðalag«. »En pabbi,. hvert eigum við að fara?« hrópaði einn þeirra. »Og hvaða skuggalegu menn eru þetta?« »Þeir ætla, ekki að gera okkur mein! Ver- ið bara ekki hræddir! Við erum tekin til fanga af ræningjum; en með Guðs hjálp munum við bráðum verða frjáls aftur«, var hið huggunarríka pg vongóða svar föður- ins. — — Eítir stundarkorn héldu allir af stað. Lengi gengu þeir í hinum myrka skógi, og ræningjarnir mæltu ekki orð af munni. Fyrst þegar bjart var orðið sagði foring- inn: »Nú getið þið hvílst. dálítið, svo höldum við áfram aftur«. Á meðan hvíldin stóð yfir, mundi lækn- irinn eftir því, að myndavélin hans lá í bakpokanum hans. »Ef að ég tek nú mynd af ræningjunum«, hugsaði hann, »get ég máske unnið vináttu þeirra«. Og svo greip hann hentugt tækifæri til að mynda, alla ræningjanna, og þar sem hann var dugleg- ur myndatökumaður, tókst það sérstaklega vel. Myndin var svo skýr og' greinileg, að ræningjarnir urðu alveg heillaðir við að sjá sjálfa sig. Undrandi létu þeir mynd- ina ganga» á milli sín, því næst rannsök-

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.