Ljósberinn - 01.11.1939, Síða 13
LJÓSBERINN
2 45
hollu útiloftinu, eftir alla, hrakningana í
fangelsinu.
Fyrsta daginn og fram á morgun næsta
dags skilaði þeim vel áfram. En er fram
á daginn leið, gerði stafalogn. Skipkrýlið
rak nú með straumnum, en varð þó við
og við að leggja út árar, til þess ao kom-
ast h já árekstri á grynningar í fljótsbugo-
unum. En loftið vai' svo molluheitt að starf-
ið var óþolandi.
Skipið var nú aftur komið inn 1 skóg-
lendi á bacði borð. Ekki var að sjá né heyra.
nokkurn vott um neinar mannverur. Urðu
menn því ásáttir um að leggja að öðrum
fljótsbakkanum, til þess að bíða þar þess,
að ofviðri það, sem skipetjórinn spáði að
væri í vændum, liði hjá.
Var nú »Argo« stefnt þar að landi, sem
ekki var mýrlent. Fjallsræturnar náðu
þarna alveg út að fljótinu, og enduðu þar
í bröttum bakka. Akkeri var varpað og
snerist nú skipið, svo að stefnið vissi í
strauminn. En hinir reyndu formenn full-
treystu, akkerisbotninum, og urðu því ásátt-
ir um að flytja kaðal-trossu í land og festa
endann um stofninn á afburða gildvöxnu
skógartré. Annar þeirra, Bob Wiggins, ætl-
aði að vaða í land með trossuendann, en
stakst, börnunum til hinnar mestu ánægju,
á bólakaf í vatnið, og' var dreginn um borð
rennandi blautur, másandi og' skyrpandi.
Þegar það reyndist of djúpt til þess að
vaða, en a.llþungur straumur með landinu,
var skipsbáturinn settur á flot, og var
nægilegt rúm fyrir allt fólkið í honum.
Brátt var öll f'jölskyldan komin niður í
bátinn og innan stundar stóðu menn á
grýttum bakkanum. Fyrir ofan bakkann
var snarbrött fjallshlíð með trjárunnum
og blómskrúði innan um skriðurnar.
Það gekk fremur erfiðlega að komast
upp á bakkann, yfir hálar, rakar og mosa-
vaxnar grjóthellur. Varð að styðja frú
Langdon þessa fáu metra, en loks voru þau
«ill saman komin í skógarjaðrinum, á þykk-
um og pallmjúkum mosadúk undir skugga-
sælum, al-laufguðum platanviði.
Og nú sáu þau, hvernig formennirnir
festu trossuendunum um stórvaxið rauða-
viðartré, sem hallaðist með hinum fógru,
fjaðurmynduðu blaðkrónum sínum út yfir
fljótið.
Miðdagsverðartíminn var löngu liðinn, en
það var tími til kominn að fá ser hressandi
kveldverðarbita, og ekki var fyrr á slíkt
minnst, en allir urðu þes,s varir að þeir voru
orðnir mjög hungraðir. Var þá ýmislégt
sótt fram í skipið, ketill, kaffi, sykur og
brauð o. fl. Og það tókst að finna þræð-
ing upp brekkuna og koma þessum mun-
um þar upp. Svo var safnað þurrum sprek-
um, og' bráðlega söng kaffiketillinn glað-
lega á þrífætinum yfir snarkandi bálinu.
Dökki, ilmandi drykkurinn, jók all-mikio
á hrifninguna og glaðværðina, hljómur af
fjörugu samtali og fagnandi hlátri berg-
málaði frá la.ufguðum skóginum út yfir
eyðilegan vatnsflötinn. Litli flokkurinn ú
fljótsbakkanum líktist öllu fremur glað-
værum flokki manna á skógarför, heldur
en veslings flóttamönnum, sem höfðu enn
ekki umflúið hættuna.
Herra Langdon varð sérstaklega svo kát-
ur, að Lénharður hafði aldrei séð hann
slíkan fyrri. Það voru áhrifin af frelaun
hans úr þjáningum fangelsisvistarinnar og
undan hinum óbærilega kvíða, sem um
langt skeið hafði kramið hann, sem ollu
þessari g'leði. Fyrir hendi var, i mesta lagí,
nokkurra. daga sigling eftir fljótinu, og svo
beið hans öryggið í herliði sambandsmanna,
og hann gat rutt sér nýjar brautir til auðs
og' valda, og virðinga í landi. sein var langt
frá skelfingum og blóðsúthellingum styrj-
aldarinnar.
Þegar búið var að drekka kaffið, kveikti
hann sér í vindli. Vinirnir, sem höfðuhjálp-
að honum til þess að flýja, höfðu ekki
gleymt að bæta gnægð af tóbaki við vista-
forða skipsins. Bátverjar kveiktu í stuttu
pípunum sínum og sögðu frá ýmsum æf-
intýrum og svaðilförum.
Hinn elzti þeirra, gamall Svíi, að nafni
Bengt Jönson, sem nú var nefndur Bill