Ljósberinn - 01.11.1939, Qupperneq 15
LJÓSBERINN
247
af berjum inni í skóginum, en ég sé eng-
in«, mælti a.nnar litlu bræðranna.
»Við skulum áreiðanlega finna þau, ég
þekki vel til skóganna og veit, hvar þau
eru vön að vaxa«.
Þannig héldu.þeir áfra.m, og Lénharður
gætti í allar átt.ir, en það eina sem þeir
fundu, var heil hrúga af ávöxtum af gráa
valhnotutrénu, sem eru miklu lakari en af
valhnotutrjám Evrópu, en varð þó 'itlu
drengjunum hið mesta fagnaðarefni og
fylltu þeir vasa sína af ávöxtum þessium.
Nú kom Lénharður auga á blett, þar
sem sterkara ljós streymdi niður í rökk-
ur háskógarins. f>ar hlaut að vera rjóður,
ef til vill runnar með berjagróðri. Peir
þutu nú þangað. Vegurinn að þessum ljósa
blett.i lá upp brattann ási, og runnu þeir og
áttu erfitt með fótfestu í lausaskriðunum.
Loks komu þeir upp á hjalla þennan.
Þeir depluðu augunum í þessu sterka sól-
arljósi eftir ferðalagið í skógarrökkrinu.
Hér vissi hjallinn út að trjáiausu svæði.
Hér hofðu verið rnenn á ferð og fellt trén.
Lénharður benti þangað niður.
»Sjáið þið nú, hvort ég hafði ekki rétt
fyrir mér«, sagði hann við litJu drengina,
»að við skyldum finna. ber«.
Drengirnir voru orðnir sárþyrstir af
göngunni og ráku upp fagnaðaróp við til-
hugsunina um hin svalandi og ljúffengu
ber.
Hinrik gekk fyrstur niður sólbakaða,
nakta brekkuna. Hann nam eitt augnablik
staðar fyrir framan stórvaxna asklepíu
með skrautlegum, eldrauðum bíómklösum.
Hann ætlaði að lesa blóm handa mömmu
sinni, en hrökk í sama biii aftur á bak,
og rak upp hljóð.
Rét.t við hendina á sér sá hann gapandi
g'inið a skellinöðru, og' teygðist nokkur hlul-
inn af brúnskjöldóttum skrokk hennar út
úr rifu, i klettinum.
Eitt augnablik störðu þessi tvenn augu
hvor á önnur. Bláu augun hans Hinriks,
stór af skelfingu, og svörtu, tindrandi aug-
un slöngunnar bálreið út af ónteðinu. Hin-
ir þrír drengirnir stóðu að baki og þorðu
ekki aö hreyfa, sig. Þeir vissu, að það voru
augu dauðans, s,em störðu á Hinrik.
En af því að slangan var ekki reitt til
frekari reiði, varð hún rólegri. Skrokkur-
in.n skreið aftur inn í hina. dimmu rifu í
klettinum og loks hvarf höfuðið einnig
þangað inn. Það var hætt að glamra í
hringjunum um háls hennar áður en dreng-
irnir gætu komið upp nokkru orði, en svo
héldu þeir líka, rólegir niður brekkuna leið-
ar sinnar, eins og' ekkert hefði í skorist.
Ameríkudrengir láta ekki skellinöðru, sem
skriðin er í bæli sitt, hræða sig' lengi. Þeir
gæta einungis vel að því, hvort fleiri sams-
konar skepnur séu á þeim slóðum. En. þar
sást ekki annað lifandi en nokkrai- mein-
lausar, málmgrænar, stórar eðlur, sem
skutust hraðstígar milli steinanna.
Brátt varð þessi litli flokkur niðursokk-
inn í sælgætið í brumberjarunnanum. En
greinar og runnar voru haglega settar sár-
beittum þyrnum og' fjötraðar af skógartág-
um og' umfeðmingsgrasi, og berjatakan
varð ekki framkvæmd án þess að rispur
kæmu á hendurnar. Enginn skeytti þó um
sár eða þyrna,, því að súru berin voru svo
svalandi, í þessum molluhita, sem þarna
var niöri og rak heila vatnsstrauma út úr
hverri svitaholu.
Skraf þeirra og' hlátur barst út í skógar-
kyrrðina, en áfjáðar hendur hrifsuðu ber-
in og komu stórum, gulskellóttum kongóló-
urn til að leita skjóls. undir laufblöðunum.
Safinn flóði úr berjunum, ef við þau var
komið, og minni drengirnir voru orðnir
furðanlega líkir stríðsmáluðum Indíánum.
Allt í einu skipaði Lénharður þeim öll-
um að Siteinþegja.
»Á hvað ertu að hlusta,?« spurði Hinrik.
»Mér virtist ég heyra nokkur byssuskot
í fjarlægð. Bara að mögulegt væri að fá
þessar litlu skrafskjóður til þess að halda
sér saman«.
Hinrik gat komið á kyrrð og nú hlust-
uðu þeir allir áfjáðir. Það var dauðaþögn
allsstaðar umhverfis. Það heyrðist ekki ein