Ljósberinn - 01.11.1939, Qupperneq 5

Ljósberinn - 01.11.1939, Qupperneq 5
LJÓSBERINN 237 menn kæmu, áður en síldarg'öngurnar færu ( a.c) gera vart við sig, yrði erfitt fyrír byrj- anda, eins og Manúel, að fá nokkuð að gera. Með hendurnar á kafi í buxnavösunum hélt Manúel litli áfram niður að höfninni. Á leiðinni mætti hann mörgum fisksölum. Þeir höfðu járnhatta á höfðinu, til þess að bei a fiskinn í. Hat.ta.rnir voru útbúnir með rennu meöfram börðunum, svo að bleyt- an af fiskinum rynni niður bak seljandans. Nokkrir sölumenn höfðu nú þegar lokið við að selja fisk sinn, og sátu á höttum sínum meðfram hafnarbakkanum og ræddu um verzlunina, En Manúel hafði engan áhuga fyrir þeim. Pedro frá Castro átti annríkt um borð í sjjdarbátnum sínum, því að hann var að lagfæra seglin og fægja drekahausinn á háa framstefninu. »Hvao«, æpti liann í vondu skapi, er hann sá Manúel, »kemur þú einu sinni enn?« »Já, ég kem, til, þess að spyrja hvort þér viljið ekki ráða, mig á bátinn yðar í dag. Þér getið ekki verið þekktur fvrir að neita, í svona góðu veðri, það gæti boðað •yður óián«, sagði Manúel spekingslega. »Ég hefi nú þegar neitað þér tuttugu sinnum. Hvað á ég að gera með strák- hnokka, eins og þig? Ég verð þó að hafa menn, sem hafa krafta, til þess að draga netin, upp úr sjónum. Burt með þig, og reyndu ekki framar að stíga þínum fæti hingað í bátinn minn, eða koma með neitt þvaður«, öskraði Pedro. Hann ógnaði drengnum með krepptum hnefa, en missti jafnvægið, og stakkst yfir borðstokkinn á kaf í sjóinn. Manúel reigs- aði í la,nd, og lét sem hann sæi ekki, hvern- ig fór fyrir Pedro. En svo heyrði hann óp skipstjórans: »Hjálp, ég er að drukkna«. Manúel fleygði strax af sér jakkanum og stökk í sjóinn, fimur eins og fiskur. Eft- ir augnablik náði hann í hár Pedros og' dró hann upp á yfirborðið. Þegar hann hafði skolpast með hann til lands, og beð- ið unz maðurinn náði andanum, sagði hann: »Það er gott. að hafa sterka, menn á bát, en til hvers eru kraftarnir, ef maður dett- ur í sjcinn, en kann ekki að synda«. Að svo mæltu tók hann jakkann sinn á hand- legginn og gekk af stað. »Halló, bíddu dálítið!« hrópaði Pedro. Það er ekki svo vitlaust, sem þú segir. Þao gæti verið gott að haí'a mann með, sem kann að synda, ef ég dett fyrir borð aftur. Ég vil ráða þig hjá mér. Þú færö tvær krónur á dag, meðan fiskast, en þú verður að l'oma, strax, þegar sjöferðarmerkið heyr- ist. Annars förum við án þín«. »Þér getið verið rólegur þessvegna«, sagði Manúel. »Ég sit heima, við dyrnar og bíð eftir mei kinu«. Það geta n.ú liðið nokkrir dagar, svo að þú þarft, svei mér ekki, að sitja þar og glápa«. Manúel gekk leiðar sinnar glaður í bragði. Minnsta kosti fimmtíu sinnum hafði hon- um verið neitað, en í dag--------. Hann hélt heimleiðis til þess að smyrja sjóstígvélin sín, en uppi hjá virkinu rakst hann á Vassja, mjólkursöludrenginn. Hann teymdi asna.nn með mjólkurfötunum, og grét liljóðlega. »Hvað er að þér?« spurði Ma.núeL »Hef- ir asninn slegið þig?« »Nei«, sagði Vassja, »en í dag er hátíð jómfrúarinnar frá Castra. Ég er kórdreng-

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.