Ljósberinn - 01.11.1939, Qupperneq 14
246
LJÓSBERINN
Jones, var sá eini, sem varla mælti orð
frá vörum. Ýmist virti hann fyrir sér fljót-
ið eða horfði til himins, og herra. Langdori
spurði hann að lokum, hvort ha.nn hefði
nokkurt hug'boð urn hæt.tur eða erfiðleika.
Formaðurinn tók út úr sér reykjarpíp-
una.
»Jú, sjáið þér nú til, herra Langdon«,
mælti hann, »við erum ekki komnir jafn-
langt í dag og við hefðum óskaö, það er
enn eftir ail-löng leið, þangað til viö kom-
umst að herkvíarlínunni, og ég held að við
komumst ekki af stað héðan bráðlega. Þetta
hérna lítur út fyrir að ætli að undirbúa
sig rækilega, en svo verður það líka sjá-
andi fyrirbrigði, þegar það kemur. Ég þekki
þetta veðurútlit frá Vestur-Indíum og veit
á hverju við megum eiga von«.
Hann góndi aftur upp í himininn, sem
nú var ekki lengur fagurblár, en farinn
að hjúpast gulleitri slikju.
»En það sést hreint ekki skýskaf á loft-
inu«, mælti herra. Langdon.
»Það veit ég. Skýin, sem við sáum áðan,
eru horfin, en þau ský, sem hrúgast sam-
an á bak vio skóginn, getum við ekki séð
áður en þau eru skollin á okkur, og lofticí
er svo mollulegt, að jafnvel mývargurinn
nennir ekki að stinga«.
»Þú hefir á réttu máli að standa, Bill«,
mælti Bob, »innan fárra klukkutíma skell-
ur hann á, svo að um munar. En ef þeir
eru að elta okkur, komast þeir heldur
hvergi«.
Nú var það Langdon, sem varð kvíða-
fullur og spurði:
»Haldið þér, að það sé nokkur hætta á,
að þeir geti náð okkur?«
Bill hugsaði sig um.
»Þegar við fórum, var ekkert skip eítir
í bænum annað en gamla trogið, »Svanur-
inn««, ávaraði hann, »þegar leiði er, þarf
hann ekki að hugsa sér að ná okkur, jafn-
vel þó að við höfum ekki nema nokkurra
tíma framúrhlaup. En lognið, þegar næg-
ir menn eru til að róa, það gerir mismun-
jnn, og —«
»Og gufuskipið, Bill«, greip Bob fram í.
»Það er engin hætta með það. Það þarf
að afferma, og það hefir vafalaust flutn-
ing til hafna lengra upp með fljótinu, eins
langt og það getur komist. En samt væri
þe.ð gott, að þetta, hérna væri um garð
gengið, og við gætum komist, áfram ferða
okkar«.
14. kap.
Æfintýri drengjanna.
»Hvar eru drengirnir?« spurði frú Lang-
don.
»Já, hvar eru drengirnir?«
Þegar máltíðinni var lokið, höfðu þeir
ekki frið í sínum beinum, en vildu ólmir
fara inn í skóginn, og skoða sig um. Hinrik
fékk leyfi til þess að taka tvo litlu bræð-
urna sína með sér, aðeins minnsta bainið,
litla systir hans varð eftir hjá foreldrum
sínum. Þeir bræðurnir lofuðu að vera var-
kárir og fara ekki langt, og stungu sér
svo inn í skógarþykknið.
Lénharði var hreinasta unun að því aó
reika undir laufhvelfingunni í kveldsólar-
skininu, sem varp gulgrænum ljóma á skóg-
inn. Hann hugsaði, með angurblíðu til þess
dagsi, s.em hann hafði séð slíka sjón síðast,
það var hinn örlagaþrungna veiðidag.
Síðan voru einungis fáir mánuðir, og
hvað hafði hann ekki orðið að líða á þeim
tíma. En þrælalífið var eins. og ljótur
draumur. Nú var hann frjáls maður, og
eftir órfáa daga, óhultur á meðal manna,
sem höfðu andstyggð á þrælahaldi. Hon-
um, fannst streyma um sig heit alda af
lífsgleði, og hann gekk ósjálfrátt hraðara
um leið og hann andaði að sér ilmandi
skógarloftinu.
»Hvert ætlarðu að fara?« spurði Hinrik,
»gættu nú að, að við villumst. ekki«.
»Við getum áttað okkur á sólinni«, mælti
Lénharður glaðlega, »hún er sá bezti leið-
arvísir, aðeingi stundarfjórðungs göngu
áfram, svo snúurn við við«.
»Þú sagðir, að það væru víst ósköpin Öll