Ljósberinn - 01.11.1939, Síða 6

Ljósberinn - 01.11.1939, Síða 6
238 LJÓSBERINN ur, og' átti að vera með í skrúögöngunni, % en konan, sem ég vinn hjá, vildi ekki gefa mér frí, nema ég gæti fengið annan, til þess að selja, mjólkina«. »En geturðu. það ekki?« spurði Manúel. »Nei«, snökkti Vassja. Enginn nennir a.ö þramma með þennan lata asna í hita.num«. Hann lyfti upp handleggnum og þerraði tárin af vanga sér með treyjuerminni. Asn.inn þrammaði hægt áfram við hlið drengsins. Mjúlkurföturnar glömruðu viö hvert spor. Manúel klökknaði. Vassja var auðvitað eins æstur aö komast í skrúð- gönguna. og hann hafði verið að komast í bát. í dag gat hann vel verið hjálpsamur. örlögin höfðu verið honum í vil. »Halló'!« hrópaði hann til Vassja, »ég skal taka að mér það, sem eftir er af starfi þínu«. Vessja sneri við og horfði á hann með tárin í augunum, eins og hann gæti ekki trúað sínum eigin eyrum. En þegar hanri komst. að raun um sannleikann brosti hann gegnum tárin. »Þökk fyrir«,. stamaði hann. Ég vona, að þetta verði ekki erfitt fyrir þig. Þú mátt samt ekki hafa augun af asn- anum, þá getur hann lagzt, af því aö hann er svo latur, en þá fer öll mjólkin niður«. »Farðu bara«, sagði Manúel, »ég gæti mín«. Svo hljóp Vassja af stað, en Manúel tók við starfi hans. Það glamraði í mjólkurföt- unum. Litlu bjöllurnar hringdu og til- kynntu komu mjólkurpóstsins. Húsmæð- urnar komu með könnur sínar undir mjólk- ina. Allt gekk ágætlega. En er Manúel hafði minnsta, kosti í sjöunda sinn gægzt ofan í föturnar og séð, að enn var mikið eftir af mjólk, heyrðist skyndilega bjóllu- hring'ing og lúðrablástur frá bátunum 4 höfninni. Sjóferðarmerkið. . Gat það verið mögulegt, einmitt þegar hann var kominn að öðru verki, sem hann ekki gat yfirgefið. Manúel hljóp út að horninu. Þaðan gat hann séð höfnina. Bátarnir höfðu dregið upp segl og voru að leggja af stað. Þeir kepptust um. hver yrði fyrstur. Manúel var frávita af örvæntingu. Mán- uðum sa.man hafði hann leitað þessa tæki- færis, og nú þurfti asninn að varna honum að njóta þess. Hann varð að koma. honum til eiga,ndans, sem varð að sjá um það sem eftir var. En þegar Manúel kom aftur til asnans hafði hann lagzt makindalega, í forsælu og öll mjólkin var runnin niður og stóð í poll- um umhverfis asnann. »Bjáninn þinn«, hrópaði Manúel, »nú hefir þú eyðilagt allt fyrir mér. Hann þekkti konuna, sem átti mjólkurverzlun- ina. Hún var geðvond. Hann gat átt á hættu, að hún berði hann og' veslings Vassja, ef hann kæmi með tómar.föturn- ar og gæti ekki borgað mjólkina, sem nið- ur hafði fariö. Hvað átti hann nú að gera. Hann togaði sauðþráan asnann niöur að höfn, en er þangað kom voru allir bátarn- ir farnir. Niðurbeyg'ður gekk hann meö- fram sjónum. Það var ekki nóg, að hann hafði misst skiprúmiö, heldur hafði hann enga peninga, til þes,s að borga mjólkina', því auðvitað varð hann að greiða fyrir það sem niður fór. Og hvaða skipstjóri mundi hér eftir vilja ráða hann, þegar þeir vissu að hann var svo óáreiðanlegur, að hann gat ekki. einu sinni gætt tímans, þegar merkið var gefið? Allt í einu heyrði hann menn vera að rífast, og sá tvo fiskibáta, sem höfðu rek- izt þannig saman, að framstefni annars þeirra var uppi á borðstokki hins. Þeir gátu ekki losnaö úr þessum tengslum, og nú rif- ust formennirnir um það, hverjum væri um að kenna. Manúel nálgaðist. Hann var að því kominn að hrópa til þeirra, og segja þeim, að hann hefði asna, sem, gæti dregið bátana sundur, en hann hugsaði sig um. Ef hann byði sig fram, mundu þeir álíta, að hann væri ákafur eftir að fá vinnu, og svo mundi þetta enginn hagnaður veröa. Hann lét sér því næg'ja að setja upp spek- ingssvip og segja: »Það er leiðinlegt, að

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.