Ljósberinn - 01.08.1941, Qupperneq 5

Ljósberinn - 01.08.1941, Qupperneq 5
LJÓSBERINN 125 Hún söng fyrir hinn ■' . ' 'J ur. Menn hofðu osta, epli og aldin að vopni. Hann spurði konungipn, hvort hér væri raunverulega um fjendur hans að ræða. Hann svaraði því játandi. Aucassin brá þá brandi sínum og hugðist að sækja aó þeim. En konungurinn bað hann að hætta og sagði, að þar í landi tíðkaðist ekki að vega menn. Samt sem áður urðu hann og konungurinn beztu vinir. Aucassrn og Nicolete bjuggu nú um hríð í borginni Toirelore í glaumi og gleði. En dag. nokkuirn bar serbneskan flota að landi. Serbarnir gerðu árás á borgina og tóku íbúa hennar höndum. Aucassin og Nicolete voru flutt sitt á hvort skip. — I hafi skildust skipin að vegna ofviðris. Skipið, sem Aucassin var á, strandaði að löngum tíma liðnum við ættborg hans, Beaucaire. Þegar íbúar hennar báru kennsl á Aucassin, urðu þeir næsta glaðir. Faðir og móðir Aucassins voru nú dáin. Hann varð því greifi af Beaucaire. Hann stjórnaði ríki sínu með ágætum, en hann harmþrungna Aucassin.. i ! I ■ syrgði Nicolete ávallt-. — Skipið, sem Nico- lete var á, var eign konungsins yfir Kar- þagó og náði' í höfn að lokum. Þegar Nico- lete sá múrveggi og stræti Karþagóar, mundi hún skyndilega eftir bví, hver hún var. Hún hafði verið numin á braut sem barn, en minntist þess :iú, að hún var dóttir konungsins af Karþ.igó. Þegar hún lét sín getið, varð öllum ljcist, að hún hafði satt að mæla. Konungurinn vildi gvfta hana tignum manni. En Nico- lete þráði Aucassin einan. Hún lærði að leika á strengjahljóðfæri, og nótt eina strauk hún á braut. Hjá konu einni niðri við ströndina málaði h:ún andlit sitt brún- litt. Hún klæddi sig í trúðsbúning. Að lok- um auðnaðist henni að hljóta far með sæ- fara einum. Skömmu síðar kom hún til strandar Provences. Hún tók sér ferð á hendur gegnum landið. — Hún fekk næturgreiða fyrir að syngja og leika á hljóðfæri sitt. Dag einn kom hún til Beaucaireborgar,

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.