Ljósberinn - 01.08.1941, Side 8
128
LJÓSBERINN
irm nam nú staðar fyrir framan börnin
og- hélt, bókinni svo hátt uppi, að þau gátu
öll séðl hana. Síðan opnaði hann hana ar„'
sýndi þeim fyrsta blaðið. Það var svart.
Hvað átti þetta að merkja? Kennarinn
hjálpaði þeim með því að spyrja:
»Munið þið, hvað svarti liturinn átti að
merkja?«
»S.vndina«, sögðu. þá öll einum rómi. Þá
fletti h,ann næsta blaði. Það var rautt.
»Skiljið þiö, hví rautt blað kemur næst
svarta blaðinu?«
Þau skil,du það mörg, en áttu bágt með
að koma orðum að því.
»Jæja, María, ég veit, að þú gétur svar-
að«.
»Blóð Jesú Krists., Guðs sonar hreinsar
oss af allri synd«, svaraði María þá aftur.
»Já, það er ekki hægt að koma betur
orðum að því«, sagci kennarinn og blaðaði
og sýndi þeim þriðja blaðið, þaðivar hvítt.
»Hvernig verður vort synduga hjarta,
þegar það er hreinsað í blóði Jesú?«
»Hvítt«, sagði einhver. »Hreint«, sagði
annað, »eins og snjór«, sagði hið þriðja.
»öll eru svörin rétt«„ sagði kennarinn.
»Svo hreint verður hjatta okkar. ef við
látum Jesúm hreinsa það«.
»En nú er eitt bl.að eftir«, sagði Eirík-
ur litlþ hann var orðinn svd, óðfús, að hanr.
stóð upp úr sæti sínu,
»Já, bíddu nú ögn við«, sagði kennar-
inn og fl.etti blaði og hvað sáu þau þá?
Þá skein við þeim Ijómandi fallegt blað
með guílslit.
»Hvað haldið þjö, að þetta blað eigi að
merkja?« sagði kennarinn og hélt bókinni
hátt á lpfti.
»Himnaríki, himnaríki«, svöruðu þau úr
öUum áttum.
Börnin fengu nú að horfa á gullna blað-
ið um stund, en síðan lokaði kennarinn
bókinni og sagði:
»Nú skiljið þið, að ef við eigum öll að
koma til, himins, þá verður Jesús að hreinsa
okkar syndugu hjörtu. Þangað getur ekk-
ert syndugt og óhreint hjarta komið. Og
Ég drekk ekki.
Móðir ein sendi 6 vetra son sinn ofan
í veitingahúsið til að sækja föður sinn.
Pilturinn hljóp þangað, þar sem faðir hans
var og nokkrir drykkjubræður hans með
honum, með bjór og brennivín fyrir fram-
an sig og voru að rabba saman.
»Ætlar þú ekki að koma heim meo mér,
pabbi?« mælti sveinninn.
»Ég kem, þegar ég er tilbúinn«, svaraði
faðirinn.
Einn þessara kumpána rétti drengnum
þá staup, og sagði að hann skyldi bragða
á. »Eg[ drekk ekki«, mælti sveinninn fljótt
og einarðlega.
»Jæja«, sagði hinn og rétti honum þá
tíeyring. »Kauptu þér þá gott fyrir þetta,
fyrst þú vilt ekki drekka«.
Drengurinn tók við og þakkaði, en sagð-
ist þó ekki ætla að kaupa sér gott, held-
ur leggja hann í sparisjóðinn.
Þeir félagar urðu forviða og horfðust á
um hríð, þar til einum varð þetta að orði:
»Snáðinn hefur rétt að mæla. Það væri
hyggilega gert af okkur að fara að dæmi
hanjs, og leggja heldur það, sem -við vinn-
um okkur inn, í sparisjóð, en sitja hér og
drekka það upp. Þá ættum við peninga á
* v.öxtu, en nú höfum við ekk'i annað en ónot
upp úr krafsinu fyrir það, hvermg við
verjum peningunum«.
Þó að þessi bindindisræða væ"ri ekki
löng, bar hún þann árangur, að þeir stóðu
allir upp og skunduðu heim á leið.'
Þessu gat litli snáðinn, 6 vetra, áorkað.
nú skiljið þið víst líka, að innihald þess-
arar bókar verði ævisagan mín og allra
ykkar, sem eruð hér saman komin í sunnu-
dagaskólanum í dag. Gleymið því aldrei,
sem þessi orðlausa bók fræðir ykkui um.
Og til þess að þið munið efni hennar.bet-
ur, þá getið þið þegar heim kemur, flett
upp bókinni, sem geyrrdr orðið', kæru biblí-
unni okkar, og lesið 7. kapítulann í Opin-
berun Jóhannesar, 14.—15. versið, þar sem
sagt, er frá öilum þessum blöðum: hinu
svarta, rauða, hvíta og gujlna«.