Ljósberinn - 01.11.1941, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 01.11.1941, Blaðsíða 2
170 LJÖSBERINN Herra, bjarga pú mér! Og jafnskjótt þröngvaði hann lærisvein- um sínum til að íara. út í bátinn. og fara yfir um á undan sér, á meðan Jiann kæmi mannfjöldanum frá sér. Og er hann hafði komið mannfjöldanum frá sér, fór ha.nn einn saman upp á fjallið, til þess að biöjast fyrir; og er kveld var komið, var hann þar einn. En báturinn var þegar kominn út á mitt vatnið og lá undir áföjlum, því að vindurinn var 4 móti. En um.fjórðu .nætur- vöku kom h,ann. gangandi iil þeirra á vatn- inu. Og er lærisveinarnir sáu hann gang- andi á vatninu, urðu þeir felmtsfullir og sögðu: Það er vofa! Og þeir æptu af ótta. En jafnskjótt talaði Jesits til þeirra og mælti: Verið hughraustir, það er ég; verið öhræddir. En Pétur svaraði honum og sagði: Herra, ef það ert þú, þá bjóð þú mér að koma til þín á. vatninu. En hann sagoi: Kom þú! Og Pétur steig út úr bátnum og gekk á vatninu, til þess að komast tii Jesú. En er hann sá vindinn hræddist hann, og er hann tók að sökkva* kallaði hann og mælti: Herra, bjarga þú mér! En jafnskjótt rétti Jesús út hönd sína, tók 1 hann, og segir við hann: Pú lítiltrúaði, hví efaðist þú? t)g er þeir voru stignir upp í bátinn, iægði veðrið; en þeir, sem í bátnum voru, veittu honum lotningu og sögðu: Sannarlega ert þú sonur Guðs. (Matt. Í4: 22 33). Þettn gerðist nö fyrir nítján öldum. En það er vert að minnast þess, að þessi saga gerist enn í dag. Þó að Kristur virðist vera álengdar, þá veit hann þó allt af hvað fleytunni okkar iíður. hvers um sig, og þegar hun liggur undir áföllum, af því að vindurinn er á móti, þá kemur hann nær, þá verður hann sýnilegur, og þá ríður á að þekkja hann og ákalla hann í neyðinni. Fyrr hefir hann heldur ekki tök á að bjarga oss. En hvernig stendur á því, að þeir eru svo margir, sem kollsigla sig eða brjóta skip sín í brimrótinu? Það er af því, að þeir treysta á sinn eigin mátt og megin, vilja sjálfir ráða siglingunni. Og þegar hoiskeflurnar ríða á fleytunni, kannast þeir ekki við Jesú, þar sem hann kemur til þeirra »gangandi á vatninu«, halda að það sé vofa. Eða þá, að fyrir þeim fer eins og Pétri: þeir þekkja Jesú, en treysta hon- um ekki til fulls, og þá fara þeir að sökkva. En þá er enn eitt ráð, sem óbrigð- ult er til bjargar. Og það er þetta: aðkalla éins og Pétur: »Herra, bjarga þú mér!« Og jafnskjótt réttir Jesús út hendina og tekur í þann, sem er að sökkva og kallað hafði til hans í angist sinni. Því að Jesús er fús til að frelsa og Jesús er fær um að frelsa. Og þegar Jesús syo stígur upp í bátinn til okkar, þá er ekki hætt við öðru en veðrið lægi. Þá verðum vér svo undur glaðir og þakklátir og fullir lotningar, og þá segjum við óhikað: S a n n a r 1 e g a e r t þ ú s o n u r G n ð s ! Th. A. Morgunsálmur. A morgna, þegar árla upp stá, eins á kvöldin, þá hvílast á, gef ég mitt líf og Uha önd, Ijúfi Jesíi, í þíu'i hönd. Sálin livUist og Imggast mxn, herra Jesú! í benjwm þín; bið ég: »saklausa blóðið þitt blessi og helgi Irfið mitt. Krísiur! sem þoli\r kvöl og pín, keyptir mér frið með blóði þín, í vöku og svefni vert mér hjá, vemda mig öllum háska frá. Guðs engla skari skýli mér, svo skaði mig ekki djöflarnir, í mínum krossi og meðlceti minn Drottirm Jesú hjá mér sé. Hvort heldur lifi hér eða dey\, hjartað rrdtt við þvi kvíðir ei, glaður því mína gef ég önd, Guð sannleiksim! í þína höncU. Hallgr. Pétwsson.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.