Ljósberinn - 01.11.1941, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 01.11.1941, Blaðsíða 6
174 LJÓSBERINN irinn leit um leið hálf stríðnislega til nunn- unnar, en hun signdi sig. »Dansa? — eini Pétur! Nei, ég kann ekki að dansa. En' ég þarf oft að flýta mér svo mikið með hlöðin og þá yrði það líklega svo erfitt. ef ég yrði hölt«. »Þú skalt nú ekkert vera að hugsa um það, ]júfan«, sagði læknirinn. En nunn- an strauk mjúkri hendi um vangann Dídí og sagði ástúðlega: »God, fornuftig Pigelf (Góð, skynsöm stúlka). Nú var komið með sjúkrabörur, Dídí lögð á þær og síðan borin upp á loft og inn í skurðstofuna. Þar var ungur maður í hvítum kirtli og tvær nunnur, báðar talsvert unglegri en sú, sem Dídí var nú búin að kynnast. Dídí var strax lögð á uppskurðarborðið, sem stóð á miðju gólfi, undir stórum ljósahjálmi. En yfirlæknir gaf nunnunum ýmsar fyrirskipanir, og talaði síðan í hálfum hljóðum við aðstoð- armann sinn, á meðan þeir voru að þvo sér um hendurnar. Augnaráð Dídí litlu var flöktandi. Þac var auðséð að henni var um og ó, þó að hún reyndi að harka af sér. En það var henni-svo mikils virði, að henni fannst liún geta treyst þeim svo vel báðum, lækn- inum og gömlu nunnunni. Hún kom nú til hennar, lagði hendina á ennið á litlu stúlkunni, og tautaði eitthvað fyrir munni sér. Síðan sagði hún undur þlíðlega við Dídí, — á sínu hrognamáli: »Ekki vera hrædd, fornuftig ÍÚge, — læknirinn god Mand, flink Doktor. Hann lappe Dídas Ben sammen som ingenting«. — sem þýðir svona hérum bil: »Þú skalt ekki vera hrædd, skynsama stúlka, lækn- irinn ei1 góður maður og ágætur læknir og hann gerir við hrotnu fæturna, eins og ekkert sé«. Nú kom önnur unga nunnan með of- urlitla grind, klædda hvítum dúk, og yf- irlæknirinn kom að borðinu um leið. »Jæja, — nú ætlum við að byrja Dídí litla. Þessi góða nunna íetlar nú að láta þessa »grímu« á andlitið á þér, — þú skalt vera alveg róleg, — en svo verður þú að draga djúpt andann. Þetta tekur ekki langan tíma. Og við ætlum öll að hjálp- ast að með að gera þetta fljótt og vel, eins og þeir segja, skósmiðirnir, þegar þeir aug- lýsa skóviðgerðir«. Síðan var gríman lögð á andlitið á Dídí og um leið fór hún að finna einhvern eir- lcennilegan þef, en hálfvæminn. Eftir fá- ein augnablik fannst henni, að borðið, sem hún hafði legið á, fara á kreik. Fyrst velt- 'ist það sitt á hvað eins og bátur á mjúk- um og hreiðum öldum, en svo fannst henni hún sjálf verða viðskila við borðið og svífa í lausu lofti. Henni fannst hún verða svo létt á sér, hún sveif um geiminn, — og þó hafði hú-n enga vængina. Skildj hún vera á leiðinni til hennar mömmu sinn- ar. Hún reyndi að kalla: »Mamma«, en hún gat þáð varla. Og svo vissi hún ekk- ert frekar um lilveruna um sinn. Nunnan, sem hélt grímunni, heyrði -þessa stunu óglöggt, og sagði: »Litlu stúlkuna er að dreyma um hana Jnömmu sína!« »Það er ágætt«, sagði yfirlæknirinn. »Hún er að sofna. Hvernig er slagæðin?« »Eðileg«. »Þá getum við hyrjað. Allt í lagi?« »Allt í lagi!« Nú er ekki ætlunin, að lýsa hér ná- kvæmlega aðgerðinni, þó að allt af sé það fróðlegt, að sjá lækna, þegar þeir eru við slík störf, og þá sérstaklega læknir, sein er svo »leikinn í sinni list« sem þessí ágæti laéknir. En þess verður að geta, að þetta var talsverl erfið aðgerð. Á vinstra fæti var brotið »hreint«, rétt ofan við ökla- lið og auðvell að koma þeim .brotum' sam- an og búa um. En hægri fóturinn var illa farinn. Dídí mun hafa dottið fyrst á vinslri hliðina, áður en hún skall alveg á grúfu og vinstri fóturinn orðið undir krepptum hægra fætinum, og sá fótur þannig brotn- að þvert yfir vinstri fótinn og kvarnast

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.