Ljósberinn - 01.11.1941, Blaðsíða 13

Ljósberinn - 01.11.1941, Blaðsíða 13
LJÖSBERINN 181 um öldum síðan, þó að um fæst þeirra sé vitað, — afrek, sem fyllilega eru sambæri- leg við afrekin, sem skíðagarpar hinnar ungu kynslóðar þessarar aklar stæra sig at\' Á Austurlandi var einmitt mikil nauð- syn á að kunna á skíðum, því að þar var mikið fannkyngi á vetrum, bæði í f.jörð- unum og á Héraði. Var oft illfært, — nema fuglinum fljúgandi — og skíðamönnum að komast á milli fjarða/ og Héraðs. Þetta urðu menn að kafa, og jafnvel í góðu veðri, komu menn á áfangastað nær dauða en lífi af þreytu. Og oft urðu menn úti á fjallvegunum þar á vetrum. Héraðsbúar þybbuðust við því almennt, að taka up'p þetta »samgöngutæki«. Þó fóru ýmsir ungir menn' þar að fá sér skíði og æfá skíðagöngur, og lofuðu H. V. mik- ið fyrir hans hollu ráð. En Helgi hafði skrifað um nytsemi skíðaíþróttarinnar í blöðin, og hvatt menn til að taka hana upp. Margar sögur kann ég um það, er fað- ir minn neitinn, sem var Svarfdælingur og ‘góður skíðamaður, eins og margir Svarfdælingar, bjargaði lífi sínu og stund- um annara líka, með skíðaleikni sinni. En á þessum árum.átti hann oft erindi upp um Fljótsdalshérað og jafnvel alla leið norður á Langanes-strendur, að vetrarlagi. Á þeirri leið eru slæmir fjallvegir. Hvað eftir annað kom það fyrir á þessum ferð- um, að horfst var í augu við dauðann, og mátti þá oftast, næst handleiðslu Guðs, þakka það skíðunum, að ekki urðu slys. En þó að ég vilji hvetja drengiiog stúlk- ur til að læra á skíðum og telji holt og sjálfsagt að iðka íþróttir, eftir því sern föng eru á, þá er hitt þó ekki síður áríð- andi, að ekki sé farið í öfgar í því frem- ur en öðru. Og um fram allt sé þess gætt, að sleppa sér ekki svo mjög við íþrótt- irnar, að annað verði að sitja á hakanum, sem meira ríður á að sinna, þegar öllu er á botninn hvolft. Það er t. d. ekki hægt að taka þátt í öllu, sem tízka er á hverj- um tíma, fyrir þá, sem fylgja vilja Kristi, Þinn rétti staöur á snnnudegi. Það var sunnudagsmorgun. María litla var að búa sig í sunnudagaskólann. »Þú ætlar þó aldrei að fara út í þessa hellirigningu?« spurði mamraa. »Æ, lofaðu mér að fara mamma, kenn- aranum mínum þykir svo fyrir ef ég kem ekki. Einu sinni var rigning og þá kom eng- inn, og þá varð hún víst fyrir* sárum von- brigöum, því hún spurði okkur næsla sunnudag, h.vort við færum ekki í skólann í rigningu. Og það gerum við., mamma. þá getum við allt eins farið í sunnudaga- skólann. Og ef ég fer, þá veit ég aö þær Anna og Inga koma líka«. »Jæja, ég skal þá löfa þér að fara«, sagöi mamma. Og það var svo inndælt að vera í sunnu- dagaskólanum daginn þann. Þau heyrðu sagt frá Jesú og sungu og lásu bænirnar sínar og kennslukonan var svo glöð. Það komu reglulega mörg börn, þó rigndi. Skömmu síðar en María var farin, kom pabbi inn í stofuna, »Læturðu hana Maríu fara í sunnudagaskólann í öðru eins veðri og' nú er?« Hann var ekki sérlega blíður á manninn. »Já, hún var svo hrædd um, að fá börn myndu koma, og vissi, að kennslukonunni myndi þykja fyrir því«, sagði mamma Maríu. »En ef hún kæmi, þá myndu önr.- ur börn fylgja dæmj hennar«. »María hefir rétt íyrir sér«, sagði þá pabbi hennar og settist niður. Þegar þau höfðu setið þegjandi stundar- korn, þá sagði mamma: »Hvernig er það í rauninni með okkur. Látum við regn eða annað hindra okkur í því að fara til kirkju. Ættum við ekki að fara að dæmi Maríu, og fara að heyra arð Guðs?« Og það gerðu þau líka. Næstu sunnu- daga sátu þau allt af á sínum stað í kirkj- unni, eins óg María í sunnudagaskólanum. og þar með má telja ýms iþrótta-uppátæki. sem eru þá eigi heldur til gagns eða líkain- legrar hollustu. Frh.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.