Ljósberinn - 01.11.1941, Blaðsíða 9

Ljósberinn - 01.11.1941, Blaðsíða 9
LJÖSBERINN 177 IBAIRINIálRjyDÁ Eftir séra Gunnar Árnason. »Ef Guð er með oss, hver er þá á mðti oss?« (Róm. 8, 31). Börnin mín! Það var bsikup'í Osló — en hún er eins og þið vitið höfuðborgin í Noregi, sem flestir landnámsmennirnir komu i'rá. Oi; þessi biskup var orðlagður fyrir það h\e laginn hann var við,‘ að tala viö bornin. Hann hélt oft barnaguðsþjónustur þ. á. m. æfinlega, þegar hann vísiteraoi, þ. e. heimsótti prestana til þess að líta eftir hvernig þeir ræktu embætti sín, en þaðéiga hiskuparnir að gera eins oft og þeir geta. Einu sinni fékk ég lánaðar barnaprédik- anir eftir þennan biskup, sem gefnar eru íít með myndum í stórri og fallegri bók. Þar sá ég að hann hafði það fyrir sið, að æfinlega þegar hann talaði til barnanna, þá kenndi hann þeim eða minnli þau á einhverja ritningargrein, sem hann bað þau að skrifa hjá sér þegar þau kæmu heini, svo að þau skyidu aldrei gleyma henni. Mér l'innst þetta fallegur siður, og ég ætla að hafa hann við ykkur í dag'. Eg ætla að hafa yfir fyrir ykkur ritningaN grein, sem ég ætla að biðja ykkur öll að leggja vel á minnið, og helzt að skrifa hjá ykkur heima t. d. í sálmabókina eða biblí- una ylvkar, svo þið séuð viss með að muna hana æfinlega. Því hún er þess verð. Hún er svo falleg og sönn. Og hun getur orðið ykkur til hjálpar iðulega á æfinni. Sjálf- ur hef ég kunnað hana og þótt vænt um hana frá því að ég var lílið barn. Hún er tekin úr bréfinu sem Páll post- uli skrifaði fyrsta kristna söfnuðinum í Rómaborg, og hún er þessi spurning -- þið kunnið hana efalaust flest, ef ekki öll — »Ef Guð er með oss, hver er þá á móti oss?« Og nú ætla ég að segja ykkur frá því hvernig ritningargrein getur komið okk- ur að liði. Eg þekkti einu sinni dreng á ykkar aldri, sem var ákaflega myrkfælinn. Eu eins og gengur þurfti hann oft að fara hitt og þetta einn í myrkri. Stundum að reka eða sækja hross, stundum að fara um dinim göng eða inn í myrk herbergi, stuhdum að reka rekstra á haustin eftir að farið var að skyggja. Hann tók ákaf- lega mikið út oft og einatt við þetta, af því að hann var svo myrkfælinn. En svo lærði hann þessa ritningargrein. Og cftir það, þegar hann varð að fara einn í myrkri, þá rifjaði hann hana upp fyrir sér. Þ.i hugsaði hann um það, að hann væri alls ekki einn í myrkrinu, eða aðeins innan um einhverjar illar verur. Guð í himn- unum sem elskaði hann sæji til hans og næði lil hans. Og' Guð gæti allt. Hvað væri þá að óttast, éf að Guð væri með honum — hvað svart sem myrkrið væri og hvert sem hann þyrfti að fara. Hún er svipuð þessu sagan, seiii þið haf- ið eflaust heyrt um litla soninn skipstjór- ans. Hann var með pabba sínum úti á sjó í ofsastormi svo að allt ætlaði um koll að keyra. Og hann var spurður að því hvort hann væri ekki hræddur. »Hræddur? Hann pabbi sem stendur við stýrið!« En þann- ig geta þeir ekkert hræðst, sém vita'að Guð stendur við stýrið — að Guð er með þeim. Þið munið eftir því þegar þjónar prest- anna og fariseanna komu með barefli og hlys í Getsemanegarðinn á Skírdagskvöld, til þess að taka Jesú höndum og ráða hanu af dögum. Hann var ekki hræddur, þó að lærisveinarnir flýðu og hann væri einn og vopnlaus. Það voru þjónarnir með sjálf vopnin, sem voru svo skelfdir, að þeir hop- uðu fyrst á hæl. Því .Tesú sagði: »Hyggur þú, að ég geti ekki beðið föð- ur minn. svo að hann nú sendi mér til liðs meir en tólf sveitir engla?« Sjá, það eru allt af englar á verði í kring- um ökkur, og sem koma til hjálpar við þá

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.