Ljósberinn - 01.11.1941, Blaðsíða 15

Ljósberinn - 01.11.1941, Blaðsíða 15
183 LJÓSBERINN Stígur settist niður og gaut augunum órolega til saumaskríns frænku sinnar. »Sko, þetta er nú saumnál, Elsa! Hefirðu raunverulega aldrei þrætt saumnál?« »JÚ, Júlía frænka«, — Stígur brosti glað- lega — »einu sinni, en það var stór og digur nál með löngu auga«. »Jæja, sjáðu til, Elsa, þú hefir þá stag'- að í sokkana þína«. »Nei, frænka, ég saumaði halann á flug- dreka með Hólmsstrákunum«. Etatsráðsfrúin varð þungbúin á svip og hristi höfuðið. »Reyndu nú þessa«, sagði hún og rétti Stíg tvinna og nál. Stígur spýtti duglega á tvinnan, sneri vel upp á endann og yddj hann, samkvæmt heilræðum frænku sinnar, og loksins kom hann honum gegnum nálaraugað, en þessi nál var líka andstyggilega mjó og aum- ingjaleg, svo að varla var hægt að festa fingur á henni. Frænka hans tók nú nokkrar smápjötlur upp úr skríni sínu, og svo byrjaði kennslu- stundina. Þegar Stígur var búinn að stinga sig í fingurna svona tíu, tuttugu sinnum, fór honum að ganga nokkurnveginn slysa- laust að beita nálinni. Aumingja dreng- urinn stritaði við þetta í fullan hálftíma, en svó tók frænka hans saumadótið af hon- um. »Nú getum við lagti það frá okkur til morguns«, sagði hún, »svo tökum við okk- ur dálitla stund á hverjum morgni, og svo skaltu sjá, Elsa, að þú verður orðin dug- leg að saurha, þegar þú kemur heim aftur. En hlauptu nú inn og farðu í heilan kjól; og þegar þú ert orðin dugleg, geturðu, saum- að saman rifurnar á þessum«. »Nei, nú er mál til komið, að þetta taki enda«, sagði Stígur við sjálfan sig, er hann var kominn inn í herbergi sitt, og var í þungu skapi; »það er ekkert gaman að % þessu lengur .... að stelpuskömmin skuli annars ekki geta komið á morgun. Ann- ars væri ef til vill ekki svo vitlaust að læra ofurlítið að sauma. Var það ekki Pet- ersen skipstjóri, sem sagði einu sinni, að allir strákar ættu að iæra að festa á sig hnappa, alveg eins og sjómenn verða aó gera. Eh hvaða kjólskrípi á ég nú aö fara í?« Hann smellti upp lokinu á ferðakoforti sínu og fór að leita í kjólum Elsu og fleygði hverjum eftir annan á gófið. »Ekki þenna* með öllu þessu pírumpári á«, sagði hann og fleygði frá sér fallegum, Ijósbláum kjól með breiðum knipplingum í hálsi og erm- um. »Allt þetta drasl rifnar bara sundur, ef á það er litið. Nei, hérna er þá einn«, og hann lyfti upp dökkrauðum kjól, slétt- um og óbreyttum, með flauelsbelti. »Þessi er dágóður«, hann virti hann fyrir sér, »það er ekki hægt að rífa- hann« — hann togaði í hann af öllum mætti — »og hann getur ekki krækst í neitt, því að hann er svo háll og sléttur — við skulum reyna hann«. Þessi kjóll var þar að auki hnepptur á annari hliðinni, svo að hann gat komist í hann sjálfur. Það var enginn í dagstofunni, þegar Stíg- ur kom þangað inn, og hann fór því út á ganginn og ofan stigann. Út að götunni var húsinu lokað með stóru járnrimlahliði, og hann ætlaði nú að reyna að smjúga í gegn- um það og komast út á götuna. Þessa stund- ina langaði hann ekkert til að vera elsku- leg bróðurdóttir eða frænka. Á leiðinni of- an hafði hann af gömlum vana þrifið húfu Páls og sett hana á höfuðið — það var ósæmilegt fyrir telpukrakka að ganga ber- höfðuð yfir götuna, eða svo hafði frænka hans sagt. Stígur þreif í hliðið, en það var lokað, og staðnæmdist hann því fyrir innan það og horfði út á götuna. Fjöldi fólks gekk framhjá, karlar off konur á skemmtigöngu, verkamenn á heim- leið, drengir og telpur á öllum aldri, en allir hlógu að telpunni innan við hliðið með strákahúfu ofan á eyru. Loksin» komu þrír stáJpaðir strákay,

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.