Ljósberinn - 01.11.1941, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 01.11.1941, Blaðsíða 5
L JÖSBERINN 173 »Hvað er klukkan?« spurði Dídí, þegar hún var komin að þessari niðurstöðu. »Klukkan?« sögðu þau bæði í einu, lækn- irinn og nunnan. Þau höfðu búist við ein- hverri, allt annari spurningu. »Já, — klukkan. Og hvar eru blöðin mín. Nú verða kaupendurnir alveg tromp- aðir«. »Klukkan er tæplega fimm«, svaraði læknírinn, »og lofaðu káupendunum að verða trojnpuðum. Bifreiðarstjórinn hefir eflaust hirt blöðin þín og farið með þan á afgreiðsluna. Ég baðlhann að fara þang- að, til þess að fá upplýsingar um, hvar þú ættir heima, svo að hægt væri að láta pabba þinn og mömmu vita að þú vær- ir hérna«. »Hún mamma mín er nu dáin og pabbi er að vinna í mulningii fyrir innan bæ —- en —« það lá við að hún tæki andköf, »hafragrauturinn! — eini Pétu’r! Ég kemsí ekki heim í tæka tíð til að elda hafra- grautinn!« »Það gerir nú minna til, með hafragraut- inn cn fæturna á þér. Við verðum nú fyrst og fremst að hugsa um þá«, sagði læknirinn og var nú að verða óþolinmóð- ur. »Nú þarf 4g að hlusta þig ofurlítið, áður en við getum farið að fást við meiðsl- in«. . »Hlusta mig? Voru það þá ekki fæturn- ir? — Og vesalings afgreiðslumaðurinn, — sá fær skammirnar! Og þetta er allt mér að kenna, af því að ég hljóp fyrir bílinn!« »Mér þykir þú taka þessu rólega, kelli mín«, sagði læknirinn og var nú að hlusta hjartað í Dídí. »En hvað gerir það, þó að. þeir skammi afgreiðslumanninn. Þeir 'nafa gott af því, að fá ofanígjöf, þeir karlar. — — Hjartað ágætt! Það er eins og í hraustu og spræku veturgömlu folaldi. AllL í lagi, kelli mín! Ég var athuga hvort óhætt væri að svæfa þig snöggvast á með- an við erujn að kveikja saman á þér títu- prjónana«, — nú var vinstra augað á lækn- inum alveg fullt af glettni — xþað yjði nokkuð sárt, ef við þyrftum að gera það á þér vakandi. Og nú erum við búin að eyða allt of miklum tíma í yfirlkk. »Svæfa mig?« spurði Dídí og brá fyrir ótta í augunum. »Er það ekki voðalega hættulegt?« »Sei, sei nei, — ekki fyrir svona hraust- an kvenmann. En við þurfum að flytja þig upp í skurðstofu. Ég þarf að hafa mann með mér og eina eða tvær nunnur í viðbót. En þú hefir ekki minnst neitt á fæturna. Finnurðu nokkuð verulega til í þeim«. >>Nei, —- eiginlega ekki. En þeir eru svo þungir. Eg get ekkert hreyft þá. Verð ég .----hölt?« Hún var sár þessi spurning. Læknirinn skildi, að litla stúlkan hafði kveinkað sér við það í lengstu lög, að stynja henni upp. Það var sárt fyrir hressa og hrausta 10 ára stúlku, að heyra, að hún yrði ef til vill að ganga hölt alla æfi. Hann hafði deyft fæturna, meðan hún var í yfirlið- inu. Það var ástæðan til þess að hún fann ekki til í þeim, og að henni fannst þeir svo þungir. »Hölt?« endurtók læknirinn hálf hik- andi. En svo bætti hann við, hressilega: »Það er nægur tími til að tala um það seinna í kvöld — en — hvað heitirðu ann- ars, góða mín?« »Sigríður og er allt af kölluð Dídí?« »Jæja, Dídí mín! Ég skal nú segja þér alveg eins og er, af því að þú ert svo kot- roskin og dugleg. Þú hefir meitt þig nokk- uð mikið, sérstaklega á hægra fæti. Og þér ríður á að taka á allri þinni stillingu, því að það getur tekið nokkuð langan tíma jað gera þig rólfæra. En af því, að þú ert nú einmitt svona dugleg og skynsöm stúlka, þá veit ég að þú tekur þessu með stillingu og við skulum gera það sem í okkar valdi stendur, til þess að gera fæt- urna. á þér aftur svo úr garði, að þú getir notað þá til þess, sem þeir eru ætlaðir. Þykir þér gaman að dansa, Dídí«, — lækn-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.