Ljósberinn - 01.11.1941, Blaðsíða 18

Ljósberinn - 01.11.1941, Blaðsíða 18
m LJÓSBERINN o Kali stökk á fætur. Báðir horfðu þeir órólegir á hundinn, sem sperrti eyrun, nas- aði í áttina, þaðan sem þau höfðu komið, starði út í myrkrið. Hárin risu á baki hundsins. Þrællinn ungi kastaði í skyndi brenni á eldinn. »Herra«, hvíslaði hann, »taktu riffilinn!« Stasjo gerði svo. Urr Saba breyttisl í gelt. Um tíma heyrðist ekkert, en síðan heyrðist þunglamalegt stapp, eins og stórgripir kæmu þeysandi í áttina til þeirra. Björgin bergmáluðu stappið, sem stöðugt lét hterra í eyrum. Stasjo vissi að hætta var á ferðum, en hvað gat þetta verið? Máske villinaut eða nokkrir nashyrningar, sem leituðu út- göngu ur gjánni! Ef Stasjo tækist ekki að fæla dýrin burt með skothríð, var úti um ferðafólkið. En éf þetta væru nú ein- hverjir úr flokki Smains, sem hefðu fund- ið líkin og væru nú að leita þau uppi. Stasjó vissi, að þeim myndi þá ekki verða hlýft. — »Ö«# hugsaði hann, »Guð gefi að það séu dýr, en ekki menn!« »Hestar!« hrópaði Ivali, og um leið sáu þau hesta Gebhrs og Chamis koma á harða spretti út úr myrkrinu. En þegar þeir komu auga á hina bundnu félaga sína, staðnæmdust þeir frýsandi. Stasjo hélt samt stöðugt byssunni að kinninni. Hann bjóst við að sjá loðið höfuð ljónsins eða flatt enni hlébarðans koma í ljós á bak við hestana. En svo varð ekki. »Plvað hef- ir getað vakið svo ótta þeirra, að þeir hafa árætt fram hjá ljónshræinu?« spurði Stasjo. »Herra«, svaraði drengurinn, »Kali getur sér þess til, að margar, margar hý- enur og sjakalar hafi komið í gjána og hestarnir fælst og flúið, en hýenurnar ekki elt þá, því þær éta hræin«. »Máske, en farðu nu og spenntu af hestunum og komdu með suðuáhöldin og sekkina. Þú þarft ekkert að óttast, riffillinn verndar þig«. »Kali ekki hræddur«, sagði dreng- urinn um leið og hann fór. »Hvað hefir komið fyrir, Stasjo?« spurði Nel um leið og hún kom út úr tjaldinu. »Ekki annað en það, að hinir hestamir eru komnir aftur«, svaraði Stasjo. Eftir stutta stund sagði Nel hikandi: »Stasjo, geta þeir ekki komið hingað?« »Hverjir?« spurði Stasjo undrandi. »Þeir — hinir dauðu .... Eg er svo hrædd, svo hrædd!« sagði Nel og fölar varir hennar skulfu. Þau þögðu. Stasjo trúði ekki áafturgöngur en atburðir næturinnar ollu því, að óhugn- aður greip hann. »Hvað crtu að segja, Nel?« spurði hann. »Þú mátt ekki taka sögur Dinah um illa anda trúanlegar. Hin- ir dauðu geta ekki ....« Meira fékk hann ekki sagt, því á þessu augnabliki kom nokkuð hræðilegt fyrir. Ur djúpi klettanna, í þeirri átt, sem hin- ir dauðu lágu, hljómaði í næturkyrrðinru hræðilegur og draugalegur hlátur. ötti, gleði, grimmd og þjáning birtist í þess- um hlátri. Hann hljómaði sem hlátur vit- skertra manna. Nel æpti upp og stökk í fangið á Stasjo og þrýsti sér upp að hon- um. Stasjo fölnaði. Hárið reis á Saba og hann þaut urrandi a fætur. En Kali, sem sat þar nærri, lyfti höfði næstum glaðlega og' sagði: »Þetta eru hýenurnar, sem hlæja yfir Gebhr og ljóninu«. Atburðir undangengins dags og nætur höfðu svo lamandi áhrif á Stasjo og Nel. að þau féllu í þungan svefn. Litla stúlk- an kom ekki út úr tjaldinu fyrr en um hádegisbilið. Stasjo, sem var kominn á ferl fyrir nokkurri stundu, hafði skipað Kali að útbúa máltíð. Dagsbirtan rak á brott afturgöngur næturinnar. Börnin voru ekki aðeins orðin úthvíld, heldur einnig hughraust og vongóð. Þau lögðu af stað, burt frá þessari óhugnanlegu gjá. Á þessum tíma dags eru allir ferðamenn í Afrxku — jafnvel negrarnir — vanir að hvíla sig. Dýrin sltríða inn í þéttasta skóg- arþykknið, fuglarnir hætta að syngja, suð skordýránna þagnar meðan sólin brennur miskunnarlaust hátt á lofti, eins og hún sé að leita eftir, hvern hún skuli deyða. Það er engu líkara en öll náttúran feli sig fyrir augliti illra anda. En þau riðu áfram gegnum gjána, sem

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.