Ljósberinn - 01.11.1941, Blaðsíða 12

Ljósberinn - 01.11.1941, Blaðsíða 12
180 LJÖSBERINN næst þeirri dásemd, að iíða um loftin blá í flugvél. Mest voru notuð norsk skíði, eða sæmi- lega góðar stælingar af þeim. En ekki man ég til þess, að við fengjum tilsögn í aö ganga, stökkva eða standa á skíðum fyrr en um aldamót. Pá settist að í kaupstaðn- um ungur maður, sem kennaranám hafði stundað í Noregi og ýmsar íþróttir og kunni góð skil á öllum tilburðum og að- ferðum, sem þá tíðkuðuSt þar í sk'íðaíþrótt- inni. Þetta var Helgi kennari Valtýsson, sem margir Ljósberaleséndur kannast ef- laust við. Við könnuðumst að vísu við skíðabindingana, sem Norðmenn notuðu, en höfðum ótru á því að binda skíðin við fæturna, enda höfðum við lítið iðkað stökk. En Helgi vildi ólmur láta okkur binda skíðin á okkúr. Stafinai höfðum vió ekki notað heldur. En Helgi lékk oltkur méð sér í gönguferðir, og þannig vöndumst við á að nota þá og fundurn að þeir voru ómissandi. Býst ég við, að fyrsta skóla- barna-ferðlagið, sem farið var hér á landi, sé ferðalagið, sem H. V. fór með barna- skóladrengina sína fyrsta veturinn, sem hann vár barnaskólastjóri á Seyðislirði (1903?). En frá því ferðalagi sagði ég í Ljósberanum 1937 (í »Rabbi«). Skíðaíþróttin er ein þeirra íþrólta, sem auk þess að vera frábærlega skemmli- leg og hoii, getur haft mikla »verklega<: þýðingu í landshlutum, þar seni samgöng- ur eru erfiðar á vetrum. Gengur hún og næst sundinu að því leyti, að þeir sem hana kunna, geta stundum bjargað lífi sínu, þegar annars gæti verið tvísýnt uin, hvernig fara myndi. Þráfaldlega hefir það komið fyrir hér á landi. Því að í ýmsum sveitum hafa skíðaferðir venið iðkaðar af nauðsyn, allt frá landnámstíð, og mörg afrek unnin verið á skíðum á öll-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.