Ljósberinn - 01.12.1941, Blaðsíða 26

Ljósberinn - 01.12.1941, Blaðsíða 26
'214 L J 0 S B E R I N N MARTAáfrLITLA —o-----o-----o— ARTA iitla vac 10 ára og «lzt af dætrunum. Hún var, að aldri til, mitt á milli [jess elzta og yugsta af barnahópuum, en þau voru sex. Faðir hennar átti smá-kot, er dálitill landsskiki fylgdi. jók hann land- rýmið smám saman með því að kaupa óræktað land í viðbót, og til þess tók hann veðlán. Kotið stóð rétt við ána, sem rann i gegnum þorpið og í nágreuni við það bjuggu níu kotbændur aðrir, sem allir bjuggu við svipaðan efnahag og álika barnmargir og faðir Mörtu. Þorpið liafði myndast á seytjándu öld og var einnar mílu vegalengd til skógar frá næstu járnbrautarstöð við það. Þorpið hafði stækkað smátt og smátt; avo var hinum frjósama jarðvegi og sterkum starfsönium höndum lyrir að þakka. Og akrarnir stækkuðu ár frá ári. Það sem sérkenndi þorpið ef til vill mest var það, að sameiginlegur húslestur tíðkaðist þar á sunnudögum fyrir alla þorpsbúa, enn þann dag í dag. Fóru þeir fram á einu heimilanna, til skiptis, og Andrés gamli las sunnudag8prédikunina úr húspostill- unni. í þessu þorpi er starfsemin til stuðnings kristniboðinu talin jafn eðlileg og nauðsynleg og baráttan fyrir daglegu brauði. Móðir Mörtu litlu hafði verið eiu af duglegustu konum þorpsins og auk þess einhver sú laglegasta þeirra. En nú var hún orðin heilsutæp og lá oft í rúminu. Hún hafði ofgert heilsu sinni á því, að verða ein að annast allan búreksturinn heima, bæði á akri, í fjósi, hlöðu og eld- húsi, ásamt umönnun sex smábarna, á meðan Lundgren maður hennar stundaði skógarhögg fjarri heimilinu. Hún var fyrst á fótum og síðust í rúmið og þræl- aði baki brotnu liðlangan daginn. Sízt af öllu hafði hún tóm til að hugsa um sjálfa sig. En svo óx Marta litia upp og varð duglegasta stúlka, sem hjálpaði mömmu sinni við þau störf, sem voru við bennar hæfi og þá rneðal annars við að gæta yngri systkina sinna. Hún gerði þetta af svo miklum fúsleik og samvizkusemi, að pabbi hennar ákvað, í samráði við mömmu, að umbuna henni það sérstak- lega um jólin. Hann ætlaði að gefa henni einhverja auka-jólagjöf. Ekki eins og venjulega, t. d. sokka, vettiinga eða tref- il, sem þurfti nauðsynlega með hvort sem var, og sem þau voru vön að gefa börn- unum á jólunum til þess að þeim þætti enn meira til þess koma. Kaupmaðurinn í stöðvarbænum hafði ávalt sérstakt borð inni á skrifstofu sinni, nokkru fyrir jólin, þar sem hann raðaði upp hentugum jólagjafa-vörum. Komu margir langar leiðir að til verzlunarinn- ar, einmitt fyrir það. Það væri ómögu- legt og auk þess of langt mál, að telja upp allar þær dásemdir, sem þar voru saman settar. Þegar faðir Mörtu fór í kaupstaðinn, keypti hann fyrst allar nauð- synjarnar til helgidaganna, svo sem fisk, hrísgrjón, krydd, hveiti og rúsínur. Alls staðar kváðu við sömu orðin við búðar- borðið: »Jólin eru nú ekki nema einu sinni á ári«, og menn urðu þar að láta

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.