Ljósberinn - 01.05.1945, Page 6
LJÓSBERINN
Reykjavík á dögum Jónasar Hallgrímssonar. Vtsýni frá Túngötu.
koma skal. Þess vegna leit liann bæði um
öxl og fram á veginn. Hann ann fortíS-
inni, bergir af Mímisbrunni óðs og sagna,
dáir frjálsræði og forna hetjulund. Mörg
fegurstu kvæði sín yrkir liann undir hátt-
um Eddunnar, blæs í þá nýrri fegurð —
lífsanda framtíðarinnar. Vel gætu þessi
kvæði verið kveðin í dag, eins og fyrir
hundrað árum. Við dáum þau enn meira
en samtíðarmenn skáldsins. Er þetta ekki
að skilja lögmál tungunnar og tímans,
vera í senn spámaður og skáld?
Jónas Hallgrímsson órti fyrir alla þjóð-
ina. Eftir lians daga liafa öll íslenzk
skáld tekið málstað alþýðunnar, en eng-
inn með jafnmiklum árangri. En þó eru
önnur skáld oftar nefnd, ef eggja þarf
til snöggra átaka, eða skipta þjóðinni i
illvíga andstöðuflokka. Þá hverfur uni
stund hin blíða rödd skáldsins frá
Hrauni; en þegar storminn lægir, hljóm-
ar hún á ný, mildari og fegurri og hjart-
anlegri en nokkru sinni áður. Á gleði-
stuiidum eru Ijóð hans sungin. Á sorgar-
stundum veita þau hugsvölun. I hvert
sinn, er rifjast upp fyrir manni lína eða
ljóð eftir Jónas Hallgrímsson, er að því
sálubót. Þjóðin og landið verða manni
hugstæðari — bæði í sæld og þrautum.
★
Það verður varla sagt, að seinni tíma
skáld hafi lagt nokkurt verulegt kapp á
að temja sér tungutak Jónasar Hallgríms-
66