Ljósberinn - 01.05.1945, Side 11

Ljósberinn - 01.05.1945, Side 11
LJÓSBERINN HJASSIOG TfiÖLlKiHLINB KnRRIRIBDIBDlBDI SAGA EFTIR SIRI RHODIN „Rólegur Rappo, stilltu þig, drengur minn, Rakka, kisi litli og ég verða einnig að fá sinn hluta“, sagði Hjassi, og skif'ti flatkökunni í fjóra jafna hluti. Hjassi var reyntlar vikadrengur hjá nískasta bóndanum í byggðarlaginu. En þótt maturinn væri af skornum skammti, voru gnægðir af skönnnum og löðrung- um. En Hjassi litli tók það nú ekki nærri sér, hann var glaður og reifur og lék á alls oddi, þrátt fyrir það. Hann vann öll verk sín eins vel og frekast var kostur, og skifti fátæklegum matarskammtinum samvizkusamlega á milli sín og félaga sinna. En félagar hans voru tveir síhungr- aðir hvolpangar, Rappo og Rakka, og fjarska horaður kettlingur, sem hét Mans. Hjassi litli sjálfur reri þá ekki heldur í spikinu. Frá því að Iiann var dukunar- lítill angi hafði hann þrælað hjá öðrum, og oft orðið að taka nærri sér. En lion- um gerði þetta ekkert til, hann var góð- ur strákur og glaðlyndur, greiðvikinn og hjálpsamur, og gaf öðrvun sem minna fengu með sér af þessum litla mat sín- um, og var ætíð boðinn og búinn til þess að taka að sér lítilmagnann og verja mál- stað þess minni máttar, þegar hann gat því við komið. Loks varð þó með öllu ómögulegt að lynda við karlinn, húsbónda hans. Hann minnkaði matarskammtinn og lamdi og sparkaði í Hjassa, þegar hann fékk liönd- um undir komið. Nú var Hjassa litla loks nóg boðið, og einn góðan veðurdag kvaddi liann vini sína, hryggur í bragði, og hugg- aði þá með því, að þegar liann yrði rík- ur, skyldu þeir fá ósköpin öll af sæta- brauði og öðru sælgæti. Og svo lagði Hjassi enn af stað út í veröldina. Þegar hann liafði gengið langa stund, mætti hann manni, sem var klæddur dragsíðri spræklóttri kápu með húfu á höfðinu, sem var eins og hvítasykurstopp- ur í laginu. Þessi gamli maður gekk viö langan staf, hafði afskaplega langt og hvítt skegg. Hann var voðalega stór með græn gleraugu á ógurlega fyrirferðar- miklu, kengbognu arnarnefi. „Jæja, svo þú ert á leiðinni til kon- ungsliallarinnar, Hjassi sæll“, sagði karl- inn og nam staðar, og drundi í honum. Hjassi starði höggdofa á þennan ókunnuga mann. Hvernig gat hann vitað livað Hjassi hét, og að hann ætlaði sér til konungshallarinnar. Hjassi vissi naum- ast sjálfur að hann ætlaði sér þangað. „Já, horfðu bara á mig, drengur minn. Þú hefur víst heyrt talað um tröllkarí- inn Kurriribumbumbum. Ég er einmitt tröllkarlinn Kurriribumbumbum, ein- mitt sá liinn sami, sérðu“. Drengur liafði svo sem heyrt talað um hann. Hann var voldugasti tröllkarlinn í öllu ríkinu. Það gengu margar sögur af lionum. Hann gat meira að segja breytt manneskjum í dýr. Það var hroðalegt, 0 71

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.