Ljósberinn - 01.05.1945, Side 14
LJÓSBERINN
um, og verða því að vera áfram dýr um
hríð. Hinir drengirnir fá kaupið sitt, en
af því að mér er farið að þykja sérstak-
lega vænt um þig, er ég að hugsa um að
gefa þér dálítinn lilut, sem þú getur hafl
mikið gagn af alla þína ævidaga.
Sjáðu, liérna fæ ég þér hesilviðar-
flautu. Geymdu hana vel. Komist þú í
hættu og óskir þú einhvers sérstaklega
mikið, langi þig verulega mikið til ein-
livers, skaltu blása þrisvar í flautuna. Eg
kem þá til þín tafarlaust og athuga, hvað
liægt verður að gera“.
Drengurinn þakkaði gjöfina og hélt
aftur út í veröldina. I þetta sinn komst
hann til konungshallarinnar, án þess að
rata í nokkurt ævintýr. Þar leitaði liann
sér atvinnu og var svo lánsamur að fá
hana.
Þegar Hjassi hafði verið í konungshöll-
inni einn mánuð, sá hann prinsessuna,
hana Sykurvör. Á sama augnabliki varð
hann alveg frá sér numinn, því að hann
hafði aldrei, alla sína ævi séð neitt svo
unaðslega, dásamlega yndislegt eins og
þessa prinsessu. Meira að segja hafði
hann aldrei getað liugsað sér slíka feg-
urð. Hann gekk um, eins og í draumi,
gleymdi öllu öðru, og hugsaði einungis
um prinsessuna.
Kom svo loks að hann þoldi ekki viö
lengur, greip hesilviðarflautuna og blés
í hana þrem sinnum.
Það leið ekki langur tími þangað til
Kurriribumbumbum stóð fyrir framan
hann.
„Hvað viltu mér?“ spurði tröllkarlinn.
Pilturinn sagði honum þá frá því, að
hann hefði séð prinsessuna og orðið svo
hrifinn af fegurð hennar, að hann gæti
alls ekki án liennar lifað.
„Veiztu, hvort hún er eins góð eins og
hún er falleg?“ spurði tröllkarlinn.
Nei, það vissi nú pilturinn vitaskuld.
ekki, en Hjassi hélt að svona falleg prins-
essa hlyti að vera hreinasti engill.
„Þar er ég nú á annarri skoðun“, sagði
tröllkarlinn. „Ég hef meira að segja ver-
ið að bollaleggja með sjálfum mér, að
breyta bæði konunginum, prinsessunni
og nokkrum öðrum í skollatófur, en ég
hef frestað því í þeirri von að þetta hvski
kynni að bæta ráð sitt“.
Nú fannst piltinum tröllkarlinn vera
fjarsk’a ranglátur og ósanngjarn, því
prinsessan væri sannarlega öllum hugs-
anlegum dyggðum prýdd.
„Fyrst að þú hefur nú orðið svona
töfraður af prinsessunni“, mælti Kurr-
iribumbumbum og strauk síða, hvíta
skeggið sitt, „verð ég að reyna að lækna
þig — en það verður engin sældar-lækn-
ing. En samt lofa ég þér því, að þú skalt
fá prinsessuna fyrir konu, ef þú óskar
þess enn eftir eitt ár. En þá verður þú
að fallast á uppástungu mína, og dvelja
með henni héilt ár og kynnast henni“.
Kurriribumbumbum talaði enn langa
stund við Hjassa. Og Hjassi samþykkti
allt, því að honum virtist jafn óhugsandi
að hann hefði skipt um skoðun í þessu
efni, að ári liðnu, eins og að liann gæti
sópað annari hvorri stjörnu niður af
stjörnuhimninum.
Niðurstaðan af samræðum tröllkarls-
ins og piltsins varð þá sú, að liinn fyrr-
nefndi klæddist í dularbúning, setti skrít-
inn páfagauk á öxlina á sér og bað, þann-
74