Ljósberinn - 01.05.1945, Qupperneq 18
LJÓSBERINN
voldugi Kurriribumbumbum, liefði
breytt honum, Hjassa, í páfagauk, til
þess að liann fengi verulega tækifæri að
kynnast prinsessunni. Og þá hefði hann
komizt að því og séð og skilið, hvað hún
væri fláráð og vond. Hann hefði einnig
heyrt, hvernig konungur og vildarvinir
hans hefðu bruggað þeim banaráð og
harmkvæli, sem verið hefðu á öðru máli
en konungur og gæðingar hans.
Þetta og fjölmargt annað sagði Hjassi
veizlugestunum. s
Á meðan á þessu stóð, steinleið yfir
konunginn, en engum kom til hugar að
skipta sér minnstu ögn af honum, eða
prinsessunni og ráðherrunum.
„f reyndinni ætti ég eiginlega að breyta
ykkur öllum, fjórum, í villidýr og rán-
dýr“, hélt hröllkarlinn áfram ræðu sinni,
„en ég læt það nægja, að það skal vera
refsing yðar, að þér verðið gerðir útlagar
og landreknir, og yður er fyrirboðið að
láta sjá yður hér í landi, að viðlagðri
dauðahegningii. Sykurvör prinsessu ætla
ég samt að breyta í andstyggilegustu
galdranorn, svo að hún töfri engan manu
framar með fegurð sinni.
Og það sem næst er, heiðursmenn, er
að fá yður nýjan konung. Hvað segið þér
um þennan?“ Og tröllkarlinn klappaði
á herðarnar á Hjassa. „Ég hygg að hann
verði bæði góður konungur og réttvís.
Verði hann það ekki, skal liann eiga mig
á fæti“. mælti Kurriribumbiunbum.
Þá hrópaði lýðurinn:
„Lifi hinn vitri og voldugi Kurriri-
bumbumbum og Hjassi konungur hinn
fyrsti!“
Þegar næsta dag var Hjassi krýndur
til konungs frammi fyrir allri þjóðinni.
Brúðkaupsveizlunni var slegið upp í
krýningarhátíð, og var hún að engu óveg-
legri eða tilkomuminni.
Erlendi prinsinn A^ar næsta ánægður
með að losna við vondu prinsessuna. En
hann dvaldi nokkurn tíma, sem gestur
Hjassa konungs, áður en hann hélt heim
í konungsríki sitt.
Seinna gekk Hjassi konungur að eiga
litlu herbergisþernuna, sem liafði reynzt
honum svo vel og verið honum svo góð,
á meðan hann var páfagaukur. Lifðu þau
bæði síðan lengi og vel, og eignuðust bæði
prinsa og prinessur, og varð hinn vold
ugi Kurriribumbumbum guðfaðir þeirra
allra.
Þýtt úr Daggdroppen Jónm. H.
Skrítlur
KONUNGLEGT ÁVARP.
Gárungi nokkur raupaði af því, að konungurinn
hefði ávarpað 8Íg. Þegar liann var spurður, hvað há-
tignin Iiefði sagt, svaraði hann:
„Hann hað mig að víkja úr vegi fyrir sér“.
í TEIKNITÍMA.
Kennarinn sagði börnunutn að teikna á og tvo
menn sitjandi á bakkanuni, annan að veiða, en hinn
að lesa í bók. Þegar timanum var að verða lokið,
kom kennarinn til Árna litla og leit á teikninguna
hjá honum. Varð hann mjög undrandi að sjá að
Árni hafði aðeins teiknað ána.
„Hvað er nú, Árni? Hvar cru mennirnir, sem ég
sagði ykkur að teikna?“
„Ja, ég veit ]>að ekki“, 6agði Árni. „Þeir hljóta
að hafa dottið í ána“.
NÝ SKEPNA.
Siggi kemur þjótandi inn til mömmu sinnar:
„Mamma, mamma, ég sá rottu úti í garði“.
„U6S, vitleysa, Siggi miniT', sagði inamma hans,
„það hefur bara verið ímyndun“.
Siggi var hugsi um stuud, en sagði svo:
„Mamma, hefur ímyndun langan hala?“
78