Ljósberinn - 01.05.1945, Síða 20

Ljósberinn - 01.05.1945, Síða 20
L JÓ SBERINN Fimm nýjar „Nú er hætt að rigna!“ kallaði Ástríð- ur litla út um gluggann. „Komdu fljótt, Guðrún, og svo skulum við koma í búð- arleik“. Eg er búin að finna stóran tóm- an kassa, sem við getum haft fyrir búð- arborð; hann hentar ágætlega til þess. Svo hef ég marga ljómandi góða smá hluti, sem við gettun verzlað með. Flýttu þér að koma, því að veðrið er yndislegt“. Guðrún leit út mn gluggann. „Já, ég skal koma undir eins“, svar- aði liún. Það leið ekki á löngu þar til leikur- inn var í algleymingi hjá þeim. Tvær aðrar telpur komu til þeirra og langaði til að vera með þeim, og leyfði Ástríður, sem var kaupmaðurinn, þeim það. En hve það var gaman að leika búðarleik! Þegar þær voru húnar að leika sér nokkra hríð sagði Ástríður: „Heyrðu, Guðrún, það á að halda liátíð í sunnu- dagaskólanum á sunnudaginn kemur. Langar þig ekki til að koma þangað með okkur?“ „Nei, ég kæri mig ekkert um sunnu- dagaskólann lengur, síðan hún Britta flutti svona langt í burtu og getur ekki komið þangað. Við vorum alltaf saman þangað“. „En að þú skulir geta fengið af þér, að hætta við að koma þangað, Guðrún“, sagði þá Ástríður. „Það er raunalegt fyr- ir kennslukonuna livað margar liafa hætt að koma í skólann upp á síðkastið. Þeg- ar Britta flutti og þú hættir að koma, vor- um við bara fimm eftir í liennar flokki. Veiztu hvað mér hefur dottið í liug að við skyldum gera?“ „Nei, hvað er það?“ „Við, þú og ég, gætum farið upp til þeirra, sem fluttu í liúsið hérna í vik- unni sem leið, og spurzt fyrir um það, livort telpurnar þeirra megi ekki koma með okkur í sunnudagaskólann. Þá gæt- um við fengið þær í okkar flokk“. „Mér er nú ekkert um að fara þangað til að spyrja um þetta“, svaraði Guðrún, „því að ég þekki fólkið ekki neitt. En við gætum spurt telpurnar sjálfar um það fyrst hvort þær liéldu að þær fengju að fara“. „Anna, María og Rut, koinið þið hing- að!“ kallaði Ástríður þá. Telpurnar þrjár komu hlaupandi til þeirra. „Haldið þið að foreldrar ykkar mui'i leyfa ykkur að koma með okkur í sunnu- dagaskólann? Það á að vera hátíðasam- koma þar á sunnudaginn kemur, og kennslukonan bað okkur að gera það sem við gætum til að fá aðra með okk- ur. Ó, komið þið nú með okkur! Þið get- ið ekki ímyndað ykkur hvað skemmti- legt er að vera þar, og svo er þar að auki hátíð á sunnudaginn!“ Jú, telpurnar voru fúsar að fara þang- að, sem Ástríður fór, því að hún hafði ávallt verið vingjarnleg og góð við þær, síðan þær fluttu í nágrennið. Hún lof- aði þeim ætíð að vera með sér í leikj- um. En Ástríður þurfti að fara og spyrja mömmu þeirra um þetta. Ástríður gerði það, þá þegar og koin aftur eftir litla stund og var þá hin ánægðasta yfir erindislokunum. Móðir 80

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.