Ljósberinn - 01.05.1945, Page 22
LJÓSBERINN
Sögur sagðar af Moody
Við hæfi keisarans.
Eitt sinn gaf keisarinn vini sínum
óvanalega dýrmæta gjöf. Vinurinn kvað
gjöfina of dýra. „Hún er aðeins við hæfi
keisarans“, var svai'ið.
— Þannig er engin gjöf dýrari en svo
að hún hæfi Guði og megum við því biðja
liann hins mesta.
Arabiskur málsháttur.
Hálsinn heygir sig fyrir sverðinu, en
hjartað aðeins fyrir öðru lijarta. (Þann-
ig er kærleikurinn ætíð sigursælastur).
Tveir feður.
Maður nokkur bjó í Missisippi. Hann
var vellríkur. Einn daginn var elzti son-
ur hans borinn meðvitundarlaus heim.
Allra ráða var leitað til þess að bjarga
lífi hans, en árangurslaust. Eftir langa
bið í hræðilegri óvissu fékk hann þó aft-
ur meðvitundina.
„Sonur minn“, livíslaði faðirinn,
„læknirinn heldur að þú munir deyja“.
„Æ“, svaraði sonurinn, „þú hefur vísí
aldrei beðið fyrir mér, pabbi. Viltu nú
ekki biðja fyrir minni glötuðu sál“.
Faðirinn grét. Hann hafði aldrei beygl
kné sín fyrir Guði og kunni ekki að biðja.
Innan stundar gekk sonurinn óstuddur
að hinum dimmu dyrum.
Síðar sagði faðir hans frá því, að hann
skyldi glaður gefa öll sín auðæfi, ef hann
aðeins gæti endurkallað son sinn eilt
augnablik til lífsins, til þess að geta beð-
ið fyrir honum, eins og hann óskaði eflir.
Annar faðir átti hugljúfan son. Eitt
sinn er faðirinn kom heim lá sonurinn
fyrir dauðans dyrum. Móðirin mælti
grátandi á þessa leið:
„Drengurinn okkar er að deyja, lion-
um fer hríðversnandi, viltu ekki fara inn
til hans og tala við hann“.
Faðirinn gekk inn í svefnherbergið og
lagði liönd sína á kaldsveitt enni sonar
síns. Það var auðfundið að liann átti ekki
langt eftir.
„Veiztu það, sonur rninn, að þú ert að
deyja?“ spurði hann.
„Er því þannig varið? Er dauðinn
svona? Ertu viss um þetta?“
„Já, vinur minn, jarðvist þinni er senn
lokið“.
„Og verð ég hjá Jesú í nótt, pabbi?“
„Já, þú verður innan stundar lijá
frelsaranum“.
„Vertu þá ekki að gráta, pabbi, því
þegar þangað kemur fer ég beint til Jesú
og segi lionum, að þú hafir allt mitt líf
verið að reyna að leiða mig til hans“.
(
Þeir misstu af hnossinu.
Það var einu sinni kennari í sunnu-
dagaskóla, sem langaði til að útskýra það
fyrir nemendunum hve náðargjöf Guðs
til handa mönnunum væri mikil. Hann
tók silfurúr upp úr vasa sínum og rétli
elzta drengnum það með þessum um-
mælurn:
„Það er þitt, ef þú vilt þiggja það“.
82